Eldgos hafið í Fagradalsfjalli

Í dag (03-Ágúst-2022) um klukkan 13:30 hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Þetta eldgos er rétt norðan við gíginn sem gaus í fyrra (2021) frá Mars til September. Það virðist sem að gossprungan sé ennþá að lengjast bæði til norðurs og suðurs. Það bendir til þess að kraftur eldgossins sé að aukast hægt og rólega.

Þetta eru allar upplýsinganar sem ég hef í augnablikinu. Þetta eldgos sést mjög vel á vefmyndavélum Rúv og Morgunblaðsins á YouTube.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég fæ þær. Hvenær það gerist veit ég ekki.

Uppfærsla 1

Miðað við myndir frá vefmyndavél Morgunsblaðsins. Þá hófst eldgos klukkan 13:16.

Mynd af hraunbreiðu og fjöllum á Reykjanesskaga og síðan sést í smá ský sem kemur upp úr jörðinni þar sem kvikan hefur náð að brjóta sér leið upp í gengum jarðskorpuna. Klukkan á vefmyndavélinni er 13:16.
Upphaf eldgossins í Fagradalsfjalli þann 3-Ágúst-2022 klukkan 13:16. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Morgunblaðinu. – Þessi mynd verður fjarlægð ef það kemur krafa um slíkt.