Jarðskjálftahrina við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg

Nóttina þann 27-Ágúst-2022 hófst jarðskjálftahrina við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð og í þessari fjarlægð þá mælast aðeins jarðskjálftar með stærðina Mw2,1 eða stærri. Fjarlægðin frá Reykjanestá er rúmlega 80 til 90 km. Síðasta eldgos á þessu svæði var árið 1830 eða í kringum það ár. Staðsetningar þessar jarðskjálfta sem mældust eru ekki nákvæmar vegna fjarlægðar frá SIL mælakerfinu.

Græn stjarna á Reykjaneshrygg aðeins fyrir utan Eldeyjarboða. Græna stjarna er númer tvö frá vinstri við appelsínugulan punkt sem eru minni jarðskjálftar sem þarna eru
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki vitað hvað er að gerast á þessu svæði. Þar sem það er allt undir sjó. Þetta gæti verið eðlilegar plötuhreyfingar eða þetta gæti verið virkni sem tengist hugsanlegri eldgosavirkni á þessu svæði. Það er hinsvegar ekki hægt að vita það fyrr en einhver sér eldgos en þangað til er eðlilegast að áætla að þetta sé bara jarðskjálftavirkni vegna plötuhreyfinga.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mínu vinnu með því að leggja beint inn á mig. Styrkir hjálpa mér einnig í gegnum þá fjárhagsörðuleika sem ég hef verið í núna mjög lengi en eru hugsanlega að fara að enda. Hvenær þessar fjármálaörðuleikar enda veit ég ekki nákvæmlega en það verður vonandi ekki seinna en árið 2023. Hægt er að leggja beint inn á með upplýsingum hérna að neðan eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Takk fyrir skilninginn, aðstoðina og stuðninginn. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn