Grein þrjú um jarðskjálftahrinuna í Öskju

Þetta er stutt grein um stöðuna í jarðskjálftahrinunni í Öskju þar sem breyting hefur átt sér stað.

Jarðskjálftavirknin í Öskju hefur breytt um fasa. Þetta virðist vera rekhrina sem eru að eiga sér stað í Öskju. Svona rekhrinur valda sprungugosum og stundum stuttum eldgosum með öskufalli sem vara í mjög stuttan tíma. Það gæti ekki gerst núna og þegar þessi grein er skrifuð er ekkert sem bendir til þess að kvika sé á ferðinni samkvæmt þeim SIL stöðvum sem eru næst jarðskjálftahrinunni. Þetta gæti breyst án nokkurar viðvörunar.


Jarðskjálftahrinan í Öskju eins og hún var klukkan 23:25 þann 12-Nóvember-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin er orðin mjög þétt í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að spá fyrir um hvað gerist næst í Öskju. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist næst.

Grein tvö um stöðuna jarðskjálftahrinunni í Öskju

Jarðskjálftavirknin í Öskju heldur áfram og það eru engin merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara að hætta. Frá miðnætti hafa um 200 jarðskjálftar mælst í Öskju þegar þessi grein er skrifuð. Veðurstofan hélt eða heldur fund um stöðina í Öskju samkvæmt fréttum í dag (12-Nóvember-2019).


Jarðskjálftahrinan í Öskju klukkan 14:15 í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist koma í bylgjum með hléum á milli. Það þýðir að jarðskjálftavirknin eykst og minnkar síðan á milli í nokkra klukkutíma. Það er hugsanleg vísbending um að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í kviku þarna á miklu dýpi. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika hafi náð upp í efri lög jarðskorpunnar þegar þessi grein er skrifuð. Það hafa ekki orðið neinir djúpir jarðskjálftar í Öskju ennþá og það er ekki víst að það verði neinir djúpir jarðskjálftar. Hvað mun nákvæmlega gerast í Öskju er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.

Það eru tveir möguleikar á því hvað gæti gerst næst í Öskju

  1. Jarðskjálftavirknin heldur áfram þangað til að eldgos verður í Öskju. Eldgos í Öskju yrði eldgos með kviku og lítilli eða engri öskuframleiðslu.
  2. Jarðskjálftavirknin heldur áfram þangað til að jarðskjálftavirknin hættir og ekkert eldgos verður.

Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í Öskju þar sem hvað er nákvæmlega að gerast er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með millifærslu eða með því að nota PayPal til þess að leggja inn á mig.  Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig er að finna hérna eða með því að smella á Styrkir síðuna í borðanum hérna fyrir ofan.

Staðan í jarðskjálftahrinunni í Öskju

Síðan ég skrifaði greinina í gær (09-Nóvember-2019) um jarðskjálftahrinuna í Öskju þá hefur orðið aukning í jarðskjálftum á þessu svæði. Það kom fram einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 og einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,2. Það svæði sem er að skjálfa hefur aðeins stækkað norður og suður. Þessi jarðskjálftahrina virðist aðeins vera flekahreyfing og bundin við það. Það er ekki að sjá á neinum SIL stöðvum í nágrenninu að kvika sé á ferðinni í efri hluta jarðskorpunnar. Það er ekki hægt að segja til um hvað er að gerast í neðri hluta jarðskorpunnar.


Jarðskjálftahrinan í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftahrina muni aukast áður en það fer að verða rólegra um á þessu svæði aftur en hvað gerist veltur á því hversu mikil spenna hefur byggist upp í jarðskorpunni á þessu svæði. Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið yfir 300 jarðskjálftar í Öskju.

Jarðskjálftahrina í Öskju

Í þessari viku (vika 45) hefur verið jarðskjálftahrina í Öskju. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina Mw2,8 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina á sér stað á misgengi sem vísar norður – suður. Það er ekki alveg ljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina sé innan eða utan við megineldstöðina kerfið sjálft. Þetta gæti verið kvikuinnskot í Öskju en það er ekki ljóst hvort að það sé raunin, þetta gæti verið flekahreyfing sem er algeng á þessu svæði innan Öskju.


Jarðskjálftavirkni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem gerir þessa jarðskjálftahrinu þess eðlis að nauðsynlegt er að fylgjast með því hvað er að gerast er sú staðreynd að þessi jarðskjálftahrina hefur varað í fimm til sex daga þegar þessi grein er skrifuð. Venjulega stöðvast þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Öskju án þess að nokkuð meira gerist í kjölfarið. Mig grunar að það sé einnig tilfellið með þessa jarðskjálftahrinu.

Aukin jarðskjálftavirkni í Öskju

Eftir meira en mánuð af lítilli jarðskjálftavirkni á Íslandi þá er loksins eitthvað til þess skrifa um. Það er ennþá rólegt á Íslandi og flestir jarðskjálftar sem verða eru með stærðina 0,0 til 2,8.

Þessi grein er eingöngu mín skoðun og er ekki endilega sama skoðun og sérfræðingar á sviði jarðfræði hafa á núverandi stöðu mála.

Eldstöðin Askja er farin að sýna aukin merki þess að eldgos verði líklega í næstu framtíð. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um en miðað við söguna þá er hugsanlegur tímarammi frá 18 mánuðum og til 48 mánuðum mögulegur. Það er einnig möguleiki á að þetta muni taka mun lengri tíma. Núverandi atburðarrás hófst í Öskju árið 2011 þannig að þessi atburðarrás hefur verið talsvert langan tíma í gangi nú þegar.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á undanförnum mánuðum hefur Askja verið að sýna aukna jarðskjálftavirkni. Þetta eru að mestu leiti litlir jarðskjálftar með stærðina 0,0 til 3,0 og koma fram í litlum jarðskjálftahrinum á handahófskenndum stöðum í eldstöðinni. Það koma einnig fram tímabil með lítilli jarðskjálftavirkni og það er eðlilegt.

Eldgos í Öskju er ekki hættulegt flugi til og frá Íslandi eða heldur millilandaflugi í Evrópu. Ef að eldgos verður þá yrði það líklega kvikueldgos á svipaðan hátt og eldgosið í Holuhrauni árið 2014 til 2015. Það eldgos hugsanlega jók einnig hraðann á þessu ferli innan Öskju þegar kvikuinnskotið frá Bárðarbungu olli næstum því eldgosi í Öskju og var aðeins tvo til þrjá daga frá því að valda eldgosi í Öskju en stoppaði rétt áður en það gerðist. Það getur hinsvegar hafa komið af stað ferli sem veldur auknum óstöðugleika í Öskju til lengri tíma og er núna farið að sýna sig með aukinni jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálftahrina í Öskju

Í gær (14-Mars-2018) hófst jarðskjálftahrina í Öskju með jarðskjálfta sem var með stærðina 3,8. Það hefur verið hrina af litlum jarðskjálftum á þessu sama svæði síðustu vikur. Þessa stundina er jarðskjálftavirknin ennþá í gangi.


Jarðskjálftahrinan í Öskju (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er sterkasti jarðskjálfti í Öskju síðan í Ágúst-2014 þegar jarðskjálfti með stærðina 4,5 varð þar. Sú jarðskjálftavirkni tengdist eldgosinu í Bárðarbungu og kvikuinnskotinu og þeirri virkni. Einnig sem það varð staðbundin þensla í Öskju vegna þeirrar virki. Það dró úr þenslunni síðar og svæðið varð aftur eðlilegt. Á þessari stundu hefur ekki komið fram neinn órói og það þýðir að þarna er ekki nein kvikuhreyfing eða eldgos að eiga sér stað.

Kvikuhreyfingar í Öskju (Dyngjufjöll)

Síðustu daga hafa verið litlir jarðskjálftar í eldstöðinni Öskju (einnig kölluð Dyngjufjöll). Þeir jarðskjálftar sem hafa komið fram núna eru mjög litlir að stærð og mjög fáir hafa náð stærðinni 1,0 eða stærri. Í dag er fyrsta skipti sem ég sé í fréttum að kvika sé kominn mjög grunnt í jarðskorpuna (grynnri en 10 km dýpi).


Jarðskjálftavirknin í Öskju og einnig í Herðubreið (sem á uppruna sinn í flekahreyfingum). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin skýr merki um að eldgos sé yfirvofandi í Öskju en ef eldgos verður þá mun verða kvikugos þar sem kvikan kemst ekki í tæri við vatn. Þarna er enginn jökull. Ef að eldgos verður þar sem vatn er til staðar þá verður öskugos svo lengi sem vatn kemst í kvikuna. Það er hinsvegar engin leið til þess að vita hvernig þetta þróast og hvenær og hvar eldgos kemur upp.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju

Í gær (06-Apríl-2016) urðu djúpir jarðskjálftar í Öskju. Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað voru stórir, sá stærsti var með stærðina 1,6.

160407_1235
Djúpir jarðskjálftar í Öskju þann 06-Apríl-2016. Þessir jarðskjálftar voru nærri Dreka. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flestir jarðskjálftarnir urðu í kringum 21 km dýpi. Þessi jarðskjálftavirkni steig ekki hærra upp í jarðskorpuna og ekkert bendir til þess að það muni gerast að þessu sinni. Engar breytingar urðu á óragröfum nærri Öskju við þessa jarðskjálftavirkni.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju (15-Mars-2016)

Í gær (15-Mars-2016) voru djúpir jarðskjálftar í Öskju. Um var að ræða litla jarðskjálftahrinu sem kom fram í eldstöðinni, dýpi þessara jarðskjálfta var frá 18,7 km og upp í 14,9 km. Jarðskjálftahrinan átti sér stað inní eldstöðinni og bendir það til þess að uppruni þessara jarðskjálfta sé innflæði kviku á miklu dýpi. Þessi tegund að virkni hefur átt sér reglulega staða í Öskju síðan árið 2010 en síðan kvikuinnskot Bárðarbungu komst mjög nærri því að komast í kvikuhólf Öskju þá hefur þessi tegund að jarðskjálftavirkni verið hægt og rólega að aukast. Hinsvegar er þessi jarðskjálftavirkni ekki ennþá ofan við venjulega bakgrunnsvirkni í Öskju og eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi.

160315_1710
Jarðskjálftavirkni í Öskju. Askja er staðsett norð-austan við Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina eru breytingar í Öskju mjög hægar, það gæti hinsvegar breyst ef kvika finnur sér einfalda leið til yfirborðs. Ef að eldgos verður þá reikna ég ekki með neinu stóru, líklega litlu hraungosi sem mundi standa í einhverjar daga til vikur í mesta lagi. Ef að kvika hinsvegar kemst í snertingu við vatn þá mundi þarna verða sprengigos með tilheyrandi öskufalli í skamman tíma. Þetta eru þó eingöngu getgátur hjá mér, Askja er hinsvegar virkt eldstöðvarkerfi og sem slíkt þá má búast við hverju sem er frá því.

Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Öskju

Í dag (18-Febrúar-2016) og í gær (17-Febrúar-2016) hafa verið djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Öskju.

Askja

Síðan í Mars 2010 hefur reglulega átt sér stað djúp virkni í Öskju. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvikuinnskot séu að eiga sér stað í Öskju. Þessi kvikuinnskot eru á mjög miklu dýpi og því engin hætta á því að þau nái upp á yfirborðið. Þetta hinsvegar sýnir fram á það að það er ennþá mjög mikil kvikuvirkni í Öskju og er hugsanlega að aukast þessa stundina. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos verður í Öskju, það gæti hinsvegar orðið mjög langur tími. Það eina sem gæti breytt þessu væri ef Bárðarbunga færi að hafa áhrif á Öskju og kæmi þannig af stað eldgosi. Jarðskjálftavirkni nærri Herðurbreið eru hefðbundnir brotaskjálftar og þeir eru á minna en 10 km dýpi.

Bárðarbunga

Mest alla vikuna þá hefur Bárðarbunga verið róleg. Það gæti hinsvegar verið að fara að breytast, þar sem djúpir jarðskjálftar komu fram í dag (18-Febrúar-2016) í norðurhluta Bárðarbungu, það bendir til þess að ný kvika sé að koma upp í eldstöðina úr kvikuhólfi sem er þarna undir á mjög miklu dýpi. Þrýstibreytingar vegna þessa kvikuflæðis veldur því að jarðskjálftar eiga sér stað á þessu dýpi. Jarðskjálftavirkni hefur einnig verið í kvikuinnskotinu sem kom eldgosinu í Holuhrauni af stað á jaðrinum við jökulinn, ég veit ekki afhverju þarna á sér stað jarðskjálftavirkni. Greinilegt kvikuinnskot átti sér stað í eldstöðinni Hamrinum þann 17-Febrúar-2016, þar urðu jarðskjálftar á dýpinu 12 – 13 km. Þetta er fyrsta kvikuinnskotið í Hamrinum núna í lengri tíma. Kvika stendur almennt grunnt í Hamrinum, sem þýðir að eldstöðin er veikari fyrir breytingum á kvikuþrýstingi og hugsanlegum eldgosum.

160218_1445
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Öskju. Einnig sem þarna sést jarðskjálftavirkni nærri Herðurbreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðfræði kort af Íslandi

Hægt er að kaupa jarðfræðikort af Íslandi hjá Eymundsson, það kostar 1975 kr og sýnir allar eldstöðvar á Íslandi. Hvort sem þær eru virkar eða kulnaðar. Hægt er að fá jarðfræðikortið hérna.