Jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum (Bláfjöllum)

Í gær (26. Janúar 2024) og í dag (27. Janúar 2024) varð jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum, á svæðinu við Bláfjöll. Fyrri jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,4 klukkan 22:54 þann 26. Janúar 2024 og seinni jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 þann 27. Janúar 2024 klukkan 05:28 UTC. Það urðu síðan litlir jarðskjálftar síðar í dag en þeirri jarðskjálftavirkni er lokið þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna í Brennisteinsfjöllum á svæðinu við Bláfjöll. Það er einnig á þessu korti önnur jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum og á Reykjanesskaga.
Græn stjarna í Brennisteinsfjöllum við Bláfjöll. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin ber þess merki að vera kvikuhreyfingar, þá sérstaklega jarðskjálftarnir með stærðina Mw2,4 og Mw3,1. Meðal þeirra hreyfinga var talsverð lóðrétt hreyfing sem kom fram í jarðskjálftunum og lágtíðnimerki í jarðskjálftanum sem gerist nær eingöngu þegar kvika býr til jarðskjálfta. Á þessum tímapunkti, þá reikna ég ekki með því að eldgos verði á næstunni í Brennisteinsfjöllum. Það er hinsvegar hugsanlegt að kvika sé farin að safnast saman í Brennisteinsfjöllum. Það mun líklega taka nokkur ár áður en eldgos verður á þessu svæði, það gæti jafnvel tekið nokkra áratugi áður en nokkurt alvarlegt gerist.

Staðan á virkninni í Hagafelli þann 17. Janúar 2024 klukkan 02:57

Ég afsaka hvað þessi grein er seint á ferðinni. Ég hef verið að vinna í því að setja upp nýja þjóna tölvu hjá mér og það hefur tekið lengri tíma en ég reiknaði með.

Eldgosinu lauk eftir aðeins 41 klukkustund frá því að það byrjaði. Hraunið brenndi þrjú hús og olli skemmdum á vegum og öðrum innviðum í Grindavík, það er köldu vatni, heitu vatni og síðan rafmagni. Nýr sigdalur myndaðist austan við þann sigdal sem myndaðist þann 10. Nóvember 2023. Niðurstaðan af því er sú að Grindavík er núna orðin stórhættuleg og ekki hægt að fara þar um með neinu öryggi. Þar sem þarna eru sprungur sem eru allt að 40 metra djúpar áður en komið er niður á grunnvatn. Það er erfitt að lesa í GPS gögn, þar sem allt svæðið er orðið beyglað og brotið eftir umbrotin sem hófust þann 10. Nóvember 2023 og síðasta eldgos hefur aukið á þau umbrot. Svæðið er að færast upp eða niður, eftir því hvort um er að austan eða vestan við sigdalina. Það mun taka nokkra daga að sjá hversu hröð þenslan er í Svartsengi núna. Kvikan sem gaus núna virðist hafa komið frá Skipastígahrauni og Eldvörpum í sillu sem er þar undir, vestur af því svæði þar sem gaus núna við Hagafell. Það virðist sem að sillan sem er undir Svartsengi hafi ekki hlaupið núna í þessu eldgosi, þar sem ekkert sig mældist við eldgosið þar í kjölfarið á þessu eldgosi.

Hámarkstími þangað til að næsta eldgos verður er 30 dagar, með skekkjumörkum upp á hámark átta daga. Þetta tímabil gæti þó verið styttra, þar sem þenslan er að aukast. Það er samt mikil óvissa í þessu, vegna þess hvernig jarðskorpan er orðin við Grindavík.

Kort af sigdalnum við Grindavík og tengdum sprungum. Kortið sýnir einnig nýjan sigdal sem er austan við sigdalinn sem myndaðist þann 10. Nóvember 2023.
Sprungur og sigdalir við Grindavík. Höfundarréttur þessar mynda tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosin eru að færast suður með þessu svæði og það eru slæmar fréttir þar sem næsta eldgos verður þá inni í Grindavík og niður að höfninni, þegar næsta eldgos verður eftir rúmlega 30 daga. Staðan núna er sú að ekki er hægt að búa í Grindavík vegna þess hversu hættulegt það er vegna sprungna. Það hefur einnig orðið meiriháttar tjón á innviðum í Grindavík og að auki, þá hefur bæst í það tjón sem var fyrir á húsum, vegum og fleiru.

Staðan í eldgosinu við Hagafell þann 15. Janúar 2024 klukkan 03:04

Hérna er stutt grein um stöðu mála í eldgosinu við Hagafell þann 15. Janúar 2024 klukkan 03:04. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.

  • Eldgos hófst við Hagafell þann 14. Janúar 2024 klukkan 07:58. Tvær sprungur opnuðust.
  • Stærsta sprungan var með lengdina um 900 metrar en styttri sprungan var með lengdina í kringum 100 til 200 metra.
  • Seinni sprungan er næstum því inni í Grindavík og hefur hraun flætt inn í Grindavík.
  • Hraun hefur eyðilagt þrjú hús þegar þessi grein er skrifuð.
  • Síðustu klukkutíma hefur dregið úr óróanum sem bendir til þess að það sé farið að draga úr eldgosinu.
  • Það er ekkert rafmagn, hiti eða kalt vatn í Grindavík. Þar sem hraun hefur eyðilagt pípur og rafstrengi sem liggja til Grindavíkur. Viðgerðir munu taka marga mánuði, ef það verður hægt að flytja aftur til Grindavíkur eftir nokkra mánuði.
  • Nýjar sprungur og landsig átti sér stað þegar kvikan var að búa til kvikugang stiginu rétt áður en eldgos hófst. Sum svæði innan Grindavíkur hafa færst til um tvo metra í báðar áttir samkvæmt Veðurstofu Íslands. Hversu mikil færslan er nákvæmlega er óljóst, þar sem ekki er hægt að taka mælingar vegna þess að svæðið er ekki öruggt.
  • Eldgosin verða í austari brún sigdalsins. Ég er ekki viss um afhverju það er að gerast.

Þetta er allt það sem ég hef núna. Næsta grein ætti að vera þann 16. Janúar 2024 ef ekki verða stórar breytingar á eldgosinu.

Vefmyndavélar Rúv, Morgunblaðsins og Vísir er að finna á YouTube rásum þessara fjölmiðla.

Eldgos hófst í Sundhnúkagígum klukkan 07:58 þann 14. Janúar 2024

Þetta er stutt grein. Þar sem ég þarf að sofa aðeins eftir þessa atburðarrás í nótt. Ég mun skrifa betri grein þegar ég vakna síðar í dag eða á morgun.

Eldgos hófst í Sundhnúkagígum klukkan 07:58 þann 14. Janúar 2024. Sprungan er um 1 til 2 km norður af Grindavík. Undanfari eldgossins var mjög kröftug jarðskjálftahrina og bjó til kvikuinnskot sem er núna farið að gjósa úr.

Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavík og það hefur valdið meira tjóni innan Grindavíkur. Það eru einu upplýsingar sem ég hef eins og er. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er hraunið um 400 metra frá næstu húsum í Grindavík.

Ég mun skrifa næstu grein um þetta síðar í dag vonandi. Ég var að vinna við að setja upp nýja þjónatölvu hjá mér og hef því verið vakandi of lengi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli

Snemma í morgun klukkan 06:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,3. Þetta er stærsti jarðskjálfti í Grímsfjalli síðan mælingar hófust árið 1991. Þessi jarðskjálfti kom fljótlega eftir að jökulflóð hófst frá Grímsvötnum. Þetta er minniháttar jökulflóð.

Græn stjarna í Grímsfjalli, ásamt punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Það er einnig græn stjarna í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli og Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sérfræðingar búast við eldgosi í Grímsfjalli en ég er ekki sammála. Það er mín persónulega skoðun að ekki verði eldgos núna í Grímsfjalli, eins og varð tilfellið síðast þegar það kom flóð úr Grímsvötnum. Ástæðan er að Grímsfjall er komið í annan eldgosa fasa og það byrjaði eftir eldgosið í Maí 2011. Afhverju þetta breyttist er ekki eitthvað sem ég hef svar við.

Staðan í Sundhnúkagígum þann 2. Janúar 2024

Þetta er stutt grein um stöðuna í Sundhnúkagígum þann 2. Janúar 2024. Þessi grein er skrifuð klukkan 21:54. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.

Þenslan í Svartsengi virðist vera búinn að ná hámarksstöðu miðað við 18. Desember 2023 samkvæmt GPS stöðvum. Þenslan núna er ekki jöfn á öllum GPS stöðvunum og ég er ekki viss hver er ástæðan fyrir þessu en líklegasta ástæðan er að innflæði inn í sillunar í Svartsengi er ójafnt af einhverjum ástæðum. Af hverju það er veit ég ekki en eitthvað hefur mögulega breyst innan í eldstöðinni Svartsengi þegar það kemur að innflæði kviku þegar það kemur að sillunum.

Það er ekki hægt að vita hvenær næsta eldgos verður. Þegar þessi grein er skrifuð þá er ég að áætla að næsta eldgos verði eftir um sjö daga, það er í kringum 9. Janúar 2024. Það gæti orðið eldgos fyrr en það gæti einnig orðið eldgos seinna. Það er ekki hægt að segja til um það hvar næsta eldgos verður. Það er reiknað með því að næsta eldgos verði á svipuðum stað eða á þeim stað þar sem eldgosið í Sundahnúkum varð þann 18. Desember 2023.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er. Þetta er síðasta greinin þangað til eitthvað gerist í Sundhnúkagígum.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að millifæra beint á mig það sem fólk vill eða nota PayPal til þess að styrkja mig með öllum þeim vandamálum sem fylgja PayPal. Hægt er að finna bankaupplýsingar á síðunni styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Staðan í Sundhnúkagígum þann 27. Desember 2023 (einnig upplýsingar um Fagradalsfjall)

Þetta er stutt grein um stöðu mála í Sundhnúkagígum þann 27. Desember 2023 klukkan 22:01. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.

Það er þensla að eiga sér stað núna í eldstöðinni Svartsengi. Núverandi hraði þenslunnar er um 10mm á dag. Það þýðir að minnsti möguleiki tíma þegar næsta eldgos hefst verður þann 30. Desember 2023 að mínu áliti en það gæti einnig orðið eins seint og 10. Janúar 2024. Þetta er mjög hröð þensla en þar sem Svartsengi lækkaði aðeins um 80mm þegar síðasta eldgos varð, þá tekur það styttri tíma að þenjast út í þannig stöðu að eldgos geti hafist. Það þýðir að kvikan sem er núna að flæða inn, hefur minna pláss þangað til að þeirri stöðu er náð í jarðskorpunni að eldgos geti hafist. Það þýðir einnig að allt ferlið tekur styttri tíma en áður.

Jarðskjálftavirknin eftir kvikuganginum sem myndaðist þann 10. Nóvember 2023. Auki er jarðskjálftahrina í sprungu í Fagradalsfjalli.
Jarðskjálftavirkni í kvikuganginum sem myndaðist þann 10. Nóvember 2023 og einnig er jarðskjálftahrina í sprungu í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjall. Þar er virkni eftir sprungu sem hefur ekki verið virk með þessum hætti áður, eftir því sem ég kemst næst. Afhverju þarna er jarðskjálftavirkni er óljóst en þetta gæti verið merki um að þarna verði eldgos í framtíðinni. Þar sem eldgos verða í Fagradalsfjalli á um tíu mánaða fresti, þá má reikna með að þar gjósi á tímabilinu Maí til September 2024 næst. Það mun koma betur í ljós eftir því sem líður á hvað er að gerast í Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir frá Google Earth sýna sprungu á þessu svæði þar sem jarðskjálftavirknin er að eiga sér stað. Þetta er hugsanlega þekkt sprunga en ég hef ekki þær upplýsingar eins og er.

Jarðskjálftavirknin frá Skjálfta-lísu Veðurstofunnar fyrir síðustu 8 daga. Þarna sést jarðskjálftavirknin vel eftir kvikuganginum og síðan eftir sprungunni í Fagradalsfjalli. Jarðskjálftavirknin nær alveg til Grindavíkur í kvikuganginum sem myndaðist þann 10. Nóvember 2023.
Jarðskjálftavirknin eftir kvikuganginum þann 10. Nóvember 2023 og þarna sést einnig jarðskjálftavirknin eftir sprungunni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Sprungan í Fagradalsfjalli á mynd frá Google Earth.
Hérna er Google Earth mynd af sprunginni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Alphabet/Google Earth.

Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í Fagradalsfjalli og síðan í Svartsengi. Staðan getur breyst mjög hratt og án nokkurs fyrirvara. Þetta getur breyst svo hratt að ég er ekki viss um að ég nái að setja inn uppfærslu um þetta ef ég er úti ef eitthvað fer af stað.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get. Næsta uppfærsla um stöðu mála ætti að verða þann 2. Janúar 2024 ef ekkert gerist þangað til.

Staðan við Sundhnúkagíga þann 22. Desember klukkan 21:38

Þetta er stutt grein um stöðu mála við Sundhnúkagíga eftir því sem ég best veit. Þessi grein getur orðið úrelt án viðvörunnar. Þessi grein er skrifuð þann 22. Desember 2023 klukkan 21:39.

Þenslan er hafin aftur í eldstöðinni Svartsengi og það virðist sem að þenslan hafi jafnvel hafist áður en eldgosinu lauk við Sundhnúkagíga. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er þenslan aðeins um 5 til 8mm á dag, áður en eldgosið hófst þá var þenslan um 10mm á dag en það hafði hægst talsvert á þenslunni áður en það fór að gjósa og nýtt kvikuinnskot myndast. Það munu ekki öll kvikuinnskot koma af stað eldgosum en plássið fyrir kvikuna er mjög lítið eftir kvikuinnskotið sem varð þann 10. Nóvember. Þar sem það kvikuinnskot virðist hafa notað upp allt plássið í jarðskorpunni í sigdalnum á þessu svæði þar sem sigdalurinn myndaðist þann 10. Nóvember 2023.

Rauðir og appelsínugulir punktar í sigdalnum í dag sem sýnir mjög mikla virkni sem er þarna að eiga sér stað.
Jarðskjálftavirkni í sigdalnum við fjallið Þorbjörn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni jókst í sigdalnum um leið og það fór að draga úr eldgosinu í Sundhnúkagígum. Það þýðir að mínu áliti að kvikan í Svartsengi er að leita sér að leið út og reyna að gjósa öll á sama tíma, eða mögulega eins nálægt því og hægt er. Það virðist sem að 4,1 km löng sprungan sem myndaðist í eldgosinu þann 18. Desember hafi ekki verið nóg fyrir þann þrýsting sem er í eldstöðinni Svartsengi þegar þessi grein er skrifuð. Þetta er áhugavert en gæti einnig verið vísbending um það að þetta svæði sé að verða mjög hættulegt. Ég tek það einnig fram að ég veit ekki hvort að þetta gerist, þar sem vísbendingar eru eitt og síðan það sem gerist er allt annað.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og ég get.

Staðan í Sundhnúkagígar þann 21. Desember 2023 klukkan 19:30

Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Eldgosið sem hófst í Sundhnúkagígum þann 18. Desember klukkan 22:17 er lokið eftir því sem ég fæ best séð. Þetta var mjög stórt eldgos, þó svo að það hafi varað í mjög skamman tíma. Hrunið sem kom upp þakti um 3,7 km2 (ferkílómetra). Meirihluti af eldgosinu átti sér stað í fyrstu 24 til 48 klukkustundum. Það eru komnir fram fyrstu merki um það að þensla sé hafin aftur í Svartsengi, ef að þenslan er á sama hraða og fyrir eldgosið 18. Desember, þá mun það aðeins taka um 8 til 10 daga að ná sömu stöðu og áður en eldgos hófst. Það er stór spurning hvort að það gerist núna, þar sem það er ennþá mikið magn af kviku í Svartsengi og sú kvika getur farið af stað til yfirborðs án þess að þensla eigi sér stað og komið af stað stærra eldgosi. Hvort að það gerist er eitthvað sem þarf að bíða og sjá hvað gerist.

Myndbönd af svæðinu þar sem gaus sýna mikla afgösun eiga sér stað á svæðinu þar sem gaus. Þetta er áhugavert og ég er ekki alveg viss afhverju þetta er að eiga sér stað. Það er möguleiki á því að í kvikuganginum sé mikil kvika sem er að losa sig við gas en hefur ekki orkuna í að gjósa. Það er smá möguleiki á því að nýtt eldgos hefjist á sama stað. Hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um.

Rauðir punktar og talsverð jarðskjálftavirkni eftir sigdalnum við Þorbjörn og Grindavík. Þarna eru einnig gulir punktar sem sýna aðeins eldri jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni eftir sigdalnum við Grindavík og fjallið Þorbjörn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð og hófst í gær (20. Desember 2023) og hefur sama munstur og jarðskjálftavirknin rétt áður en það fór að gjósa í Sundhnúkagígum þann 18. Desember. Hvort að það sé að gerast núna verður að koma í ljós. Þetta er bíða og sjá staða núna.

Þetta er síðasta uppfærslan, nema ef eitthvað gerist á þessu svæði sem er líklegt miðað við þá virkni sem er að koma fram en spurningin er alltaf hvenær eitthvað gerist.

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígar þann 20. Desember 2023 klukkan 19:21

Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.

Það stefnir í að þetta eldgos verði stutt og það er venjulega þannig sem eldgos eru á Íslandi. Hugsanlega mun þessu eldgosi ljúka milli Föstudags og Mánudags, en það fer eftir því hvað gerist.

  • Hraunflæði frá þeim gígum sem eru að gjósa núna er í kringum 10m3/sek samkvæmt fréttum. Þetta er mjög lítið miðað við upphaf eldgossins.
  • Það sést á GPS gögnum að Svartsengi hefur lækkað um 80mm síðan á Mánudaginn. Þetta þýðir einnig að það er mikil kvika í Svartsengi sem getur gosið án viðvörunnar.
  • Jarðskjálftavirkni í sigdalnum er byrjuð aftur. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð en ég er ekki ennþá viss hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir þegar þessi grein er skrifuð.
  • Veðurstofan segir að eldgosið er stöðugt, þó svo að það sé lítið þegar þessi grein er skrifuð.
  • Hraunbreiðan er núna 3,7 km2 (ferkílómetrar) að stærð samkvæmt fréttum.
  • Samkvæmt Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, þá er kvikan sem er að koma upp aðeins þróaðri en kvikan sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það þýðir að kvikan stoppaði aðeins á leiðinni upp í jarðskorpunni og breytti efnasamsetningunni áður en eldgos hófst. Hægt er að lesa þessa rannsókn hérna á vefsíðu Háskóla Íslands.
  • Þetta er önnur gerð af hrauni en gaus þarna fyrir 2400 árum síðan. Afhverju það er veit ég ekki og það mun taka sérfræðinga nokkur ár að finna út afhverju það er, ásamt því að rannsaka þetta og birta vísindagreinar í vísindatímaritum um þetta.
Grænar stjörnur í sigdalnum við Grindavík og síðan fullt af rauðum og appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta í sigdalnum.
Jarðskjálftavirknin í Sigdalnum við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er áhugavert að fjallið Þorbjörn heldur áfram að síga samkvæmt GPS gögnum frá því í dag (20. Desember 2023). Veðurstofan hefur gefið út nýtt kort með hættusvæðinu og er hægt að sjá það hérna á vef Veðurstofunnar.

Þetta eru allar þær upplýsingar sem ég veit um í dag (20. Desember 2023). Næsta grein um stöðu mála ætti að koma á morgun ef ekkert sérstakt gerist. Ef eitthvað gerist, þá mun ég reyna að birta nýja grein eins fljótt og hægt er.