Ný eldgossasprunga opnast norð-austur af núverandi eldgosi í Geldingadalir

Þetta er stutt grein.

Ný gosssprunga fór að opnast klukkan 11:37 þann 5-Apríl-2021 norð-austur af núverandi eldgosi í Geldingadalir en þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw1,5 í nágrenni við Fagradalsfjall (mjög líklega). Nýja gossprungan er að stækka þegar þessi grein er skrifuð og er mjög líklega orðin 1,2 km að lengd miðað við það sem ég er að sjá á vefmyndavél Rúv núna.

Ný gossprunga opnast norð-austan við Geldingadalir og er eldvirknin mjög lítil á myndinni á vefmyndavél Rúv
Nýja gossprungan eins og hún kom fram á vefmyndavél Rúv klukkan 12:33. Höfundarréttur myndar tilheyrir Rúv. Skjáskot af vefstreymi Rúv.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég veit meira um stöðu mála.

Uppfærsla klukkan 16:39

Stærri sprungan er um 300 metra löng samkvæmt mælingum en hluti af sprungunni virðist vera undir sínu eigin hraunflóði miðað við það sem ég er að sjá á myndböndum og á vefstreymi af þessu eldgosi. Seinni sprungan er um 10 til 30 metra löng. Það virðist síðan vera einn stakur gígur fyrir utan sprungurnar. Hraunið flæðir núna niður í Meradali sem er beint fyrir neðan nýju gossprungunnar. Hraunið gæti fljótlega náð í það sem virðist vera lítið vatn þarna eða hugsanlega þurrt vatn sem er þarna. Eldgosið í upprunalegu gígunum heldur áfram en með miklu minni krafti en áður. Þetta gæti verið aðeins tímabundin breyting en það er erfitt að segja til um það með vissu hvað mun gerast.

Hérna er nýtt myndband frá Morgunblaðinu

Nýtt dróna­mynd­skeið af sprung­unni (mbl.is)

Næsta uppfærsla verður hjá mér eftir nokkra klukkutíma eftir því hvernig þetta ástand þróast.

Myndir eru frá Almannavörnum

Gossprungunar gjósa nýju hrauni úr tveim sprungum og rennur hraunið beint niður hlíðina
Mynd af nýju gossprungum. Myndin er frá Almannavörnum og er notkun á þeim frjáls.
Hrauná sem rennur niður bratta hlíð
Hrauná sem rennur niður bratta hlíð og niður í Meradali. Mynd frá Almannavörnum og er notkun þessar myndar frjáls.

Grein uppfærð klukkan 16:47.

Jarðskjálftavirkni suð-vestur af Keilir

Í nótt þann 4-Apríl-2021 klukkan 02:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 með dýpið 5,7 km í 1,5 km fjarlægð suð-vestur af Keili. Þessi jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Staðsetning jarðskjálftans bendir til þess að hann hafi orðið í kvikuganginum eða mjög nærri kvikuganginum. Þetta er hluti af eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Keili og síðan við Fagradalsfjall. Nokkrir punktar við Keili sem sýnir nýjustu jarðskjálftavirkni auk jarðskjálftavirkninnar við Geldingadalir þar sem eldgosið er núna
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Keili og Geldingadalir. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem kvikugangurinn er þá virðast vera að myndast þar hópar af jarðskjálftum. Ég er að sjá tvær staðsetningar sem eru mjög áberandi, sú fyrsta er við eldgosið í Geldingadalir og sú seinni er ekki mjög langt frá fjallinu Keilir. Það hefur verið mín reynsla af eldgosum á síðustu árum að nauðsynlegt er að fylgjast með svona jarðskjálftavirkni þar sem svona jarðskjálftavirkni getur hugsanlega verið fyrirboði á nýja eldgosavirkni. Það er ekki hægt að vita með neinni vissu hvort að eldgos verði þarna. Það hefur ekki orðið nein sérstök breyting á GPS gögnum síðan eldgosið hófst í Geldingadalir. Hægt er að skoða GPS gögnin hérna.

Staðan í eldgosinu í Geldingadalir þann 2-Apríl-2021

Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í eldgosinu í Geldingadalir (fyrrum, þar sem dalurinn er núna fullur af hrauni eða við það að fyllast af hrauni). Eldgosið á sér stað í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Eldgosið hefur verið stöðugt alla vikuna. Aðfaranótt Sunnudagsins 28-Mars-2021 þá hruni önnur hliðin af gígunum í hraunið sem er þar fyrir neðan. Báðir gíganir eru núna rúmlega að sömu stærð.

  • Það hraun sem er að koma upp í eldgosinu er frumstætt Þóleiít samkvæmt efnaskýrslu frá Jarðfræðideild Háskóla Íslands sem hægt er að lesa hérna (pdf á ensku).
  • Báðir gíganir eru óstöðugir og hrun í þeim eru mjög algeng. Þessi grjóthrun valda því að útlit gíganga breytist mjög hratt og án nokkurs fyrirvara.
  • Íslendingar halda áfram að láta eins of fífl fyrir framan vefmyndavélar sem sýnda eldgosið (að ég held allar vefmyndavélar). Vefmyndavél Rúv er stór þarna (með sólarrafhlöðum og öllu tilheyrandi) sem auðvelt er að forðast.
  • Hraunsuða er algeng í hrauninu frá eldgosinu og brýst oft upp í gegnum nýja jarðskorpuna sem þarna hefur myndast án fyrirvara og endurmyndar hraunið á mjög skömmum tíma.
  • Hraunslettuvirkni er mjög breytileg en magn hrauns sem kemur upp í eldsgosinu virðist vera mjög stöðugt miðað við það sem sést á vefmyndavélum og samkvæmt því sem sérfræðingar hafa verið að sjá í eldgosinu og samkvæmt síðustu fréttum sem ég fann af eldgosinu.
  • Það er óljóst hvenær hraunið fer að flæða úr Geldingadalir (fyrrum). Það mun hugsanlega gerst um helgina eða í næstu viku.
  • Við skrif þessar greinar þá er að taka eftir því að margt í aðstæðum í gígnum bendir til þess að hugsanlega sé stórt hrun yfirvofandi í þeim. Þá sérstaklega þeim gíg sem er hægra megin á skjánum. Hvenær slíkt hrun verður og hvort að það verður get ég ekki sagt til um. Það sem ég er hinsvegar að sjá bendir til þess að gíganir sem þarna eru séu ekkert mjög stöðugir þegar þessi grein er skrifuð.
  • Þegar ég skrifaði ensku greinina (þessar greinar eru yfirleitt samhljóða) þá varð stórt hrun úr gígnum sem er vinstra megin á skjánum (ég veit ekki hvað er suður og norður þarna). Við það hrun þá virtist gosrásin hafa aðeins lokast og það jók hraunslettuvirkni í gígnum vinstra megin mjög mikið í skamman tíma  meðan gosrásin var að hreinsa sig af því grjóti sem hafði hrunið ofan í hana.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að fara að ljúka. Það er möguleiki á því að þetta eldgos muni vara í mjög langan tíma. Næsta uppfærsla um þetta eldgos verður þann 9-Apríl-2021 ef ekkert stórt gerist á þeim tíma.

Uppfærsla á grein þann 3-Apríl-2021 klukkan 14:22

Eldgosið í Geldingadal. Tveir gígar gjósa og úr öðrum þeirra kemur gusa af hrauni en í honum er eldgosið orðið meira lokað inni. Á gígnum sem er hægra megin á skjánum er smá hraunfoss
Eldgosið í Geldingadal þann 3-Apríl-2021 klukkan 13:56. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv og myndin er fengin af YouTube streymi Rúv.

Það er núna í gígnum sem er norðar (til hægri á skjánum?) smá hraunfoss. Þetta er ekkert rosalega stór hraunfoss en hann er samt nokkra metra hár. Það er mikill munur á hraunslettu virkni í gígnum og gíganir sem eru búnir að hlaðast upp eru báðir mjög óstöðugir. Það verða mörg hrun á hverjum degi og breytingar á hverjum degi.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að nota PayPal takkann hérna á vefsíðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Auglýsingar

Ég sótti aftur um aðild að Amazon Associates og fékk þar inn næstu 180 daga þar sem á þeim tíma þarf ég að fá sölu til að geta haldið aðganginum opnum (þessi regla gildir um alla svona aðganga hjá Amazon núna). Ef þú kaupir vörur af Amazon þá er hægt að nota auglýsinga borðana hérna á síðunni til þess að versla og um leið styrkja mig um smá upphæð í leiðinni.

Grein uppfærð klukkan 14:22 þann 3-Apríl-2021

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey í gær (1-Apríl-2021)

Í gær (1-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,6. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það hafa komið fram 142 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Tvær þettar grænar stjörnur sýna staðsetningu jarðskjálftana með stærðina yfir 3 austan við Grímsey. Um 1 km löng lína af rauðum punktum sýnir minni jarðskjálfta sem hafa orðið á þessu svæði síðasta sólarhring
Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði á Tjörnesbrotabeltinu og rétt um fyrir einu ári síðan varð mjög stór jarðskjálftahrina langt vestan við Grímsey í Júní 2020. Það er erfitt að segja til um það hvort að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni á næstu dögum.