Jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Bárðarbungu

Í gær (21-Mars-2018) klukkan 22:56 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn varð á hefðbundnum stað innan í öskju Bárðarbungu. Á svæði þar sem er mikil jarðhitavirkni til staðar núna og er þessi jarðhitavirkni það mikil að hún hefur náð að bræða jökulinn ofan af sér.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist að það sé talsverð jarðskjálftavirkni í gangi á þessu svæði samkvæmt nálægum SIL stöðvum. Þessi jarðskjálftavirkni kemur þó ekki fram á kortinu vegna þess að þessi jarðskjálftavirkni kemur bara fram á einni SIL stöð.

Jarðskjálftahrina í Öskju

Í gær (14-Mars-2018) hófst jarðskjálftahrina í Öskju með jarðskjálfta sem var með stærðina 3,8. Það hefur verið hrina af litlum jarðskjálftum á þessu sama svæði síðustu vikur. Þessa stundina er jarðskjálftavirknin ennþá í gangi.


Jarðskjálftahrinan í Öskju (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er sterkasti jarðskjálfti í Öskju síðan í Ágúst-2014 þegar jarðskjálfti með stærðina 4,5 varð þar. Sú jarðskjálftavirkni tengdist eldgosinu í Bárðarbungu og kvikuinnskotinu og þeirri virkni. Einnig sem það varð staðbundin þensla í Öskju vegna þeirrar virki. Það dró úr þenslunni síðar og svæðið varð aftur eðlilegt. Á þessari stundu hefur ekki komið fram neinn órói og það þýðir að þarna er ekki nein kvikuhreyfing eða eldgos að eiga sér stað.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (07-Mars-2018) var jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin var á tveim svæðum. Í sjálfri Bárðarbungu og síðan suð-austan við Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í sjálfri Bárðarbungu er eðlileg og tengist þenslu eldstöðvarinnar þar sem kvika er þessa stundina að streyma inn í kvikuhólf Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin á sér stað þegar kvikan þrýstir jarðskorpunni upp þegar kvikan flæðir inn í kvikuhólfið af miklu dýpi. Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu er áhugaverðari. Þar er kvikuinnskot á ferðinni og það hefur verið virkt á þessu svæði í nokkur ár. Jarðskjálftavirkni í þessu kvikuinnskoti er ennþá á dýpinu 15 til 23 km en aukin jarðskjálftavirkni þýðir að hugsanlega sé aukin hætta á eldgosi á þessu svæði ef jarðskjálftavirknin minnkar ekki. Aukin kvikuvirkni í Bárðarbungu virðist hafa ýtt undir jarðskjálftavirkni í þessu kvikuinnskoti síðustu mánuði.

Það er mikil hætta á sterkum jarðskjálfta í Bárðarbungu á næstu dögum eða vikum.

Það var einnig áhugaverður atburður þegar jarðskjálftavirknin gekk yfir í Bárðarbungu. Það virðist sem að óróahviða hafi komið fram á miðbandinu (1-2Hz) þegar jarðskjálftahrinan átti sér stað. Þetta er mjög óvenjulegt. Hvað þetta þýðir er ekki augljóst á þessari stundu.


Óróahviðan sést nærri endanum (rauða, græna, bláa) á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli, ný jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Öræfajökli þann 25-Febrúar-2018 heldur áfram. Flestir af þeim jarðskjálftum sem koma fram eru litlir, flestir eru minni en 1,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldstöðin Tungnafellsjökull

Norð-vestur af Öræfajökli er eldstöðin Tungnafellsjökull. Þar hefur jarðskjálftavirkni tekið sig upp aftur eftir talsvert hlé. Flestir jarðskjálftar sem verða þar eru einnig mjög litlir og langflestir eru minni en 1,0 að stærð. Eftir eldgosið í Bárðarbungu 2014 – 2015 jókst jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli en það var einnig mikil jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli á meðan eldgosið í Bárðarbungu stóð yfir vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Það er líklegt að núverandi jarðskjálftavirkni sé vegna spennubreytinga í jarðskorpunni.

Jarðskjálftavirkni eykst á ný í Öræfajökli

Í gær (24-Febrúar-2018) og í dag (25-Febrúar-2018) jókst jarðskjálftavirkni á ný í Öræfajökli eftir talsverðan langan tíma án nokkurar jarðskjálftarvirkni. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,2. Stærðir annara jarðskjálfta sem komu fram voru á bilinu 0,6 til 1,2. Allir jarðskjálftar eru skráðir með grunnt dýpi en það er hugsanlega ekki rétt mæling.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli á sér stað vegna þess að kvika er að troða upp eldstöðina. Núverandi jarðskjálftavirkni er fyrir ofan bankgrunnsvirkni í Öræfajökli. Bakgrunnsvirkni í Öræfajökli er í kringum 1 til 2 jarðskjálftar á ári (allt að 10 jarðskjálftar á ári).

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (09-Febrúar-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram í Öræfajökli síðan jarðskjálftavirknin hófst í eldstöðinni árið 2017. Þann 3-Október-2017 kom fram jarðskjálfti með stærðina 3,4 (grein hérna) og hefur það verið stærsti jarðskjálftinn hingað til. Þessi aukning í stærð jarðskjálfta er áhyggjuefni og nauðsynlegt að fylgjast betur með því sem er að gerast í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur aðeins einn jarðskjálfti orðið eftir stóra jarðskjálftann og var sá jarðskjálfti með stærðina 1,7 (sjálfvirk niðurstaða). Ég reikna með frekari jarðskjálftum í Öræfajökli á næstu klukkutímum.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Esjufjöllum

Ég skrifa bæði um Öræfajökul og Esjufjöll í þessari grein.

Öræfajökull

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Öræfajökli. Eins og áður þá eru flestir jarðskjálftar sem verða minni en 1,0 að stærð. Jarðskjálftavirknin er að mestu leiti bundin við öskju Öræfajökuls en fer aðeins út fyrir öskjuna stundum. Míla hefur sett upp vefmyndavél þar sem hægt er að fylgjast með Öræfajökli, hægt er að horfa á vefmyndavélina hérna.

Esjufjöll

Eftir langan tíma án nokkurar jarðskjálftavirkni þá hefur jarðskjálftavirkni hafist aftur í Esjufjöllum. Eins og í Öræfajökli þá verður ekki jarðskjálftavirkni þar án þess að kvika komi við sögu. Ég hef ekki neina almennilega þekkingu á Esjufjöllum vegna þess að þar hafa ekki orðið nein skráð eldgos síðustu 12.000 árin. Það er hugsanlegt að það hafi orðið smá eldgos í Esjufjöllum árið 1927 sem varði í fjóra daga en sá atburður er illa skrásettur og hef ég því ekki neinar nothæfar upplýsingar um þann atburð. Ef að eldgos verður í Esjufjöllum þá mundi jökulflóðið koma niður í jökulsárslón. Vefmyndavél Mílu er að finna hérna.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í Öræfajökli undanfarið og er viðvörunarstig Öræfajökuls ennþá gult eins og sjá má hérna [vefsíðan er hérna]. Eins og áður þá eru langflestir jarðskjálftar sem eiga sér stað mjög smáir að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (appelsínugulu doppuanar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er núna munstur á þessari jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það munstur kemur fram á SIL stöðvum rétt áður en og þegar jarðskjálftavirkni er skráð í Öræfajökli. Það er möguleiki að þessi breyting á óróanum séu jarðskjálftar að eiga sér stað í Öræfajökli. Ég er ekki ennþá viss um hvað er að valda þessu. Aðrar útskýringar á þessu eru mögulegar.


Toppanir sjást við 01/02 línuna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá afhverju þetta gerist og hvað er í gangi þegar þetta kemur fram og afhverju þetta kemur fram.

Slæmt veður kemur núna í veg fyrir jarðskjálftamælingar á litlum jarðskjálftum á Íslandi. Þar sem það er spáð slæmu veðri fram á Sunnudag þá má reikna með áframhaldandi truflunum á jarðskjálftamælinum vegna veðurs.

Flutningur til Íslands

Mér hefur tekist að koma því þannig fyrir að ég mun flytja til Íslands í Júlí frekar en Október. Það gefur mér tækifæri til þess að vinna í sumar og haust (við að slá gras og í sláturhúsi). Það að flytja í Júlí lækkar einnig skattareikinginn hjá mér í Danmörku fyrir árið 2018 þar sem ég er eingöngu skattskyldur í Danmörku fram til þess dags að ég flyt lögheimilið til Íslands. Ég hef bara ekki efni á því að lifa í Danmörku og það er ekkert við því að gera.

Kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (30-Janúar-2018) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Í þessari jarðskjálftahrinu varð einnig stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan 27-Október-2017. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,9 (klukkan 19:24), tveir jarðskjálftar urðu á undan þeim jarðskjálfta og voru með stærðina 3,7 (klukkan 17:49) og síðan kom jarðskjálfti með stærðina 3,8 (klukkan 18:00).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en síðasti jarðskjálfti varð klukkan 21:29. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kringum Bárðarbungu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það virðist sem að norður-austur hluti Bárðarbungu sé að verða stöðugt óstöðugri með hverri jarðskjálftahrinunni sem verður á þessu svæði. Stærðir jarðskjálftanna sem verða eru einnig að vaxa en á sama er lengra á milli þessara jarðskjálftahrina. Tími milli jarðskjálftahrina getur núna farið upp í nokkrar vikur. Eftir að þessi jarðskjálftavirkni hófst í September-2015 þá voru svona jarðskjálftahrinu vikulegur atburður.

Kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (21-Janúar-2018) kom fram kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot kom fram á svæði sem er aðeins utan við megineldstöðina og líklega utan við sjálft Bárðarbungu kerfið eins og það er sett fram á kortum í dag.


Kvikuinnskotið suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var eingöngu með stærðina 1,2 en minnsta dýpi sem kom fram á 13,9 km og stærðin á þeim jarðskjálfta var eingöngu 0,8. Það er mitt mat að hættan á eldgosi á þessu svæði er að aukast eftir því sem þessi kvikuinnskotavirki heldur áfram. Það er ekki hægt að setja til um það hvenær eldgos verður á þessu svæði. Þetta svæði hefur verið virkt í talsverðan tíma núna og þarna verða regluleg kvikuinnskot.