Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í gær (20-Maí-2017)

Í gær (20-Maí-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,9 og Mw3.8, í kringum 10 jarðskjálftar komu fram í þessari jarðskjálftahrinu. Þessi jarðskjálftavirkni er öðruvísi en söguleg virkni í Bárðarbungu á tímabilinu 1970 til 1994 þegar það gaus í Gjálp. Fram að þeim tíma höfðu jarðskjálftar með stærðina 5 orðið einu sinni til tvisvar á ári. Sú virkni sem á sér stað núna bendir til þess að kvika sé að safnast hraðar upp í eldstöðinni en á tímabilinu 1970 til 1994. Ég veit ekki afhverju það er raunin.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú breyting hefur orðið á jarðskjálftavirkninni undanfarið að er að jarðskjálftum hefur aðeins fækkað og í staðinn koma stærri og kröftugri jarðskjálftar og jarðskjálftahrinur.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,8 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,8 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.

Samkvæmt frétt á Global Volcanism Program þá er mesta kvikusöfnunin í Bárðarbungu á 10 km dýpi og ekkert bendir til þess að kvikusöfnun sé að eiga sér stað á minna dýpi. Það er ekki víst að kvikusöfnun þurfi að eiga sér stað á minna dýpi áður en eldgos hefst í Bárðarbungu, þar sem hugsanlegt er að eldgos geti hafist með því að kvikuinnskot fari af stað og valdi eldgosi eins og gerðist í eldgosinu í Holuhrauni (2014 – 2015). Það sem hefur verið staðfest er að kvika er að safnast undir Bárðarbungu þessa stundina og eldstöðin er að þenjast út. Þessi kvikusöfnun mun stoppa eða halda áfram þangað til að nýtt eldgos verður í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (17.04.2017) klukkan 11:58 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,2. Þessi jarðskjálftahrina varði í rúmlega eina klukkustund.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,2. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu eftirskjáfltanir voru með stærðina 2,8 en sú tala getur breyst eftir því sem farið verður betur yfir jarðskjálftagögnin og þá er hugsanlegt að ég mundi uppfæra þessa grein með nýrri upplýsingum. Enginn gosórói eða annars skonar órói kom fram á svæðinu í þessari jarðskjálftahrinu.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (06-Apríl-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hófst í morgun klukkan 10:46 og stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 15:08 en sá jarðskjálfti var með stærðina 4,1 en annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni og hefur komið fram eitthvað í kringum tugur af þeim í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin er á sömu slóðum og eldri jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði í Bárðarbungu og hófst í September-2015. Það sem er öðruvísi núna er að ég fékk tvö mismunandi merki á jarðskjálftamælana mína í þessari jarðskjálftavirkni, merkið sem kom fram í Böðvarshólum er annað en það merki sem ég fékk á jarðskjálftamælinn minn í Heklubyggð. Munurinn kom mest fram á norður-suður ásnum í Böðvarshólum miðað við Heklubyggð en Böðvarshólar eru staðsettir norð-vestur af Bárðarbungu en Heklubyggð er staðsett suð-vestur af Bárðarbungu. Ég veit ekki afhverju þessu munar stafar en þetta bendir til þess að einhverskonar hreyfing hafi átt sér stað í þessari jarðskjálftahrinu. Ég reikna með að Veðurstofa Íslands hafi einnig séð þennan mun á jarðskjálftamerkjum á sínu mælaneti. Síðan September-2015 hefur verið þensla í Bárðarbungu og það eru engin merki ennþá þess efnis að dregið hafi úr þenslunni ennþá.

Styrkir

Ég vil minna fólk að styrkja mína vinnu ef það getur. Hægt er að gera það með Paypal eða beint með banka millifærslu, hægt er að fá upplýsingar fyrir slíkri millifærslu hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu þann 21-Mars-2017

Í gær (21-Mars-2017) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu og voru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina 3,1 og 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki mikið að segja um þessa jarðskjálftavirkni, þar sem nærri því stöðug jarðskjálftavirkni er núna í Bárðarbungu (fyrir þá sem vilja kynna sér slíkt, þá er hægt að lesa eldri greinar). Þessi jarðskjálftavirkni sem er að koma fram í Bárðarbungu á uppruna sinni í því að kvika er núna að koma upp í eldstöðina af miklu dýpi og það veldur þenslu og jarðskjálftum. Eldgosinu í Holuhrauni lauk þann 27-Febrúar-2015 og þensla hófst í Bárðarbungu í September það sama ár. Það dró aðeins og jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í Febrúar en jarðskjálftavirkni virðist aftur vera farin að aukast. Hvort og þá hvenær þetta veldur eldgosi er eitthvað sem ekki er hægt að segja til um.

Jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu

Síðustu nótt (13.Mars-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti á sér stað nokkrum dögum eftir að kröftug jarðskjálftahrina átti sér stað í Bárðarbungu. Eftirskjálftar voru litlir í kjölfarið á stóra jarðskjálftanum og ekki markverðir sem slíkir.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að stærðir jarðskjálfta sem núna eiga sér stað séu að aukast. Það er ekki vitað afhverju það er raunin og ekki er hægt að segja til um það hvort að þessi virkni muni enda í eldgosi eða ekki.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í nótt

Í nótt (8-Mars-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,1 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,9. Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænu stjörnunar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á að mestu leiti uppruna sinn í því að kvika er að flæða inn í eldstöðina og valda þenslu. Þessi kvika sem flæðir inn í eldstöðina fer þar inn í kvikuhólf sem eru staðsett einhverstaðar inn í eldstöðinni og núverandi gögn benda til þess að kvika sé að flæða inn í kvikuhólfið sem gaus í Ágúst 2014 til Febrúar 2015. Það hefur dregið undanfarið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og koma núna svona jarðskjálftahrinur eingöngu fram á 2 til 3 vikna fresti núna. Líklegt er að halda muni áfram að draga úr þessari jarðskjálftavirkni ef ekkert gerist (eldgos eða kvikuinnskotsvirkni).

Hugsanlegt kvikuinnskot í Þórðarhyrnu

Í kvöld (05.03.2017) varð hugsanlegt kvikuinnskot í Þórðarhyrnu (eldstöðin er undir Grímsvötnum hjá Global Volcanism Program). Þórðarhyrna er staðsett suð-vestur af Grímsvötnum og síðasta eldgos varð árið 1902 þegar eldstöðin gaus á sama tíma og Grímsvötn (stærð VEI=4), eldgosið þar á undan varð árið (Ágúst 25) 1887 og varði í rúmlega tvö ár (til ársins 1889).


Jarðskjálftavirknin í Þórðarhyrnu í kvöld (rauðu punktanir suð-vestur af Grímsvötnum). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,5 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta mun þróast, þar sem ekki hefur orðið eldgos í Þórðarhyrnu síðan árið 1902. Það eina sem hægt er að gera að er að bíða og sjá hvernig þetta mun þróast í eldstöðinni.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í morgun

Í morgun (01.03.2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 4,1 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Samtals fimm jarðskjálftar stærri en þrír áttu sér stað.


Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu, grænu stjörnurnar sýna hvar jarðskjálftahrinan átti sér stað og voru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona kom stærsti jarðskjálftinn fram hjá á mínum jarðskjálftamælum.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 í Bárðarbungu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Síun á merkinu er 1Hz. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar síðunni CC leyfi.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 í Bárðarbungu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Síun á merkinu er 4Hz. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á síðunni CC leyfi.

Jarðskjálftahrinur verða núna í Bárðarbungu vegna þess að kvika er að flæða inn í eldstöðina af miklu dýpi sem veldur þenslu. Síðasti mánuðir (Febrúar 2017) hefur verið sá rólegasti í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk í Febrúar 2015.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu (líklegasta staðsetning)

Í gær (25.02.2017) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu. Af óþekktum ástæðum, þá er Veðurstofa Íslands ekki búinn að staðsetja þennan jarðskjálfta nákvæmlega eða koma með nákvæma stærð þessa jarðskjálfta. Ég áætla út frá útslagi þessa jarðskjálfta á mínum jarðskjálftamælum að stærðina sé á bilinu 3,2 til 3,8. Staðsetningin er einhverstaðar í Bárðarbungu mjög líklega, þar sem ég er bara með tvo jarðskjálftamæla á Íslandi, þá get ég ekki fundið sjálfur út nákvæma staðsetningu á þessum jarðskjálfta. Til þess að fá nákvæma staðsetningu, þá þarf ég að vera með meira en þrjá jarðskjálftamæla.


Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Ég mun uppfæra þessa grein þegar nákvæm staðsetning og stærð þessa jarðskjálfta verður ljós hjá Veðurstofu Íslands.

Uppfærsla

Vikulegt jarðskjálftaeftirlit Veðurstofunnar hefur stærð þessa jarðskjálfta sem Mw2,58 og ML3,03.

227 20170225 143125.453 64.64607 -17.35535 0.065 2.58 3.03

Grein uppfærð þann 27.02.2017 klukkan 20:59.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni langt norður af Kolbeinsey

Undanfarnar virkur hefur verið jarðskjálftavirkni langt norður af Kolbeinsey. Það er ennþá óljóst hvað er að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey (bláu hringirnir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærðir allra þeirra jarðskjálfta sem hafa mælst á þessu svæði eru vanmetnar vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu. Ég náði að mæla síðustu jarðskjálftahrinu sem varð á þessu svæði á jarðskjálftamælinn minn á norðurlandi. Þá komu fram fimm jarðskjálftar sem voru að minnsta kosti með stærðina 3,2 á 4 til 8 mínútu tímabili. Þetta voru einu jarðskjálftarnir sem ég náði að mæla í þessari jarðskjálftahrinu, enda er fjarlægðin rúmlega 230 km. Þessi fjarlægð veldur því að erfitt er að staðsetja jarðskjálftana nákvæmlega og finna út nákvæmlega hversu stórir þeir voru, meiri skekkja kemur einnig fram í staðsetningu jarðskjálftana og getur þar munað nokkrum tugum kílómetra.

Það er möguleiki á því að þarna sé eldgos í gangi núna. Það var þarna mögulega eldgos eða kvikuinnskot á þessu svæði eða nálægt því í Október árið 1999, hægt er að lesa um þá jarðskjálftahrinu hérna á vefsíðu Global Volcanism Program.