Aukin virkni í Öræfajökli

Það hefur sést undanfarnar vikur að aukin virkni er í Öræfajökli. Þessi aukna virkni í eldstöðinni sést núna eingöngu sem fjölgun lítilla jarðskjálfta í Öræfajökli á 5 til 10 km dýpi. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 fyrir tveim dögum síðan (þegar þetta er skrifað), talað var við eldfjallafræðinginn Páll Einarsson, í fréttinni segir Páll Einarsson að þessa stundina sé ekki þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu, þar er ég sammála honum að mestu leiti, eins og stendur er þetta mjög lítil virkni í Öræfajökli sem þarf ekki að hafa áhyggjur af, hann setti einnig fram þá hugmynd að það ferlið gæti tekið 18 ár frá upphafi til enda, eins og raunin varð með Eyjafjallajökul. Þar er ég ekki sammála honum, þar sem þetta ferli í Öræfajökli hófst fyrir rúmlega 10 árum síðan (líklega aðeins fyrr), síðan grunar mig að Öræfajökull tilheyri þeim flokki eldstöðva þar sem eldgosin verða snögg, kröftug á klári sig á tiltölulega stuttum tíma.

Eldgosið árið 1362 var með stærðina VEI=5 og eldgosið 1727 var með stærðina VEI=4. Bæði eldgosin voru kröftug sprengigos og vörðu í nokkra mánuði. Eldgos í Öræfajökli eru eingöngu öskugos með mikilli sprengivirkni, miðað við síðustu rannsóknir á sögulegum gögnum um eldstöðina. Það ferli sem keyrir eldgos í Öræfajökli er líklega öðruvísi en annara eldstöðva á þessu svæði, vegna þess að undir Öræfajökli er meginlandsplata að bráðna niður, það veldur því að eldgos í Öræfajökli verða sprengigos vegna þess að kvikan verður súr vegna þessara bráðnunar meginlandsklefans sem er þarna undir og er að bráðna niður (vísindagrein á ensku: Continental crust beneath southeast Iceland). Þetta þýðir að kvikan er að mestu leiti súr sem leitar upp í Öræfajökul með miklu gas innihaldi, sem veldur því að eldgos í Öræfajökli eru sprengigos. Öræfajökull er því eins og eldstöðvar sem er að finna á jöðrum meginlandsfleka, þar sem sjávarskorpa fer undir meginland og bráðnar í kjölfarið. Þau eldfjöll gjósa oftast súrri kviku í sprengigosum.

Það er önnur eldstöð á þessu svæði sem einnig hefur verið að sýna merki um aukna virkni. Sú eldstöð heitir Esjufjöll og er saga eldgosa í þeirri eldstöð ennþá verr þekkt heldur en eldgosasaga Öræfajökuls. Það er ekki ljóst hvort að nokkur eldgos hafi orðið í Esjufjöllum síðan Ísland byggðist fyrir um 1000 árum síðan. Hugsanlegt er að eldgos hafi orðið árið 1927 en það er ekki staðfest, talið er að þetta óstaðfesta eldgos í Esjufjöllum árið 1927 hafi varað í upp til fimm daga, það uppgötvaðist vegna þess að jökulflóð kom niður á þessu svæði þar sem eldstöðin er (samkvæmt sögulegum heimildum). Þetta jökulflóð var ekki mjög stórt samkvæmt sögulegum heimildum.

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu og jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi síðustu 24 klukkustundirnar (rúmlega).

Bárðarbunga

Eins og mátti búast við þá varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu. Þessa vikuna virðist sem að aðeins einn jarðskjálfti stærri en þrír hafi átt sér stað. Miðað við útslag jarðskjálftans, þá er ýmislegt sem bendir til þess að kvika, frekar en brotahreyfingar hafi valdið jarðskjálftanum.

160531_1635
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

Tjörnesbrotabeltið

Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Tjörnesbrotabeltinu í dag, rétt fyrir utan Kópasker. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og urðu aðeins í kringum 40 jarðskjálftar, stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.

160531_1735
Jarðskjálftahrinan fyrir utan Kópasker. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu er lokið. Jarðskjálftahrinur eins og þessi eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu.

Hvað er að gerast í Bárðarbungu – einföld greining

Hérna er einföld greining á því sem er að gerast í Bárðarbungu. Þetta er stutt greining og er því ekki skrifuð yfir nokkra daga eins og ég ætla mér að hafa þessar greinar. Þessi grein verður skipt niður í nokkra hluta til einföldunar (vona ég).

Núverandi virkni í Bárðarbungu

Bárðarbunga er að undirbúa nýtt eldgos hefur verið að gera það síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Hvenær það mun síðan gjósa er ekki hægt að segja til um. Það hafa hinsvegar verið að koma fram vísbendingar undanfarið um það hvað gæti gerst í framtíðinni (það þýðir ekki að það muni gerast). Núverandi jarðskjálftavirkni bendir til þess að næsta eldgos verði suður af öskju Bárðarbungu, aðeins sunnan við kvikuganginn sem myndaðist við eldgosið í Holuhrauni. Þar er kvikuinnskot frá Bárðarbungu og hefur verið á þessum stað í lengri tíma, það fór að bera á því á fyrir nokkrum árum síðan og síðustu mánuðum hefur það verið að stækka. Undanfarna mánuði hef ég tekið eftir smá aukningu í jarðskjálftum í kringum þetta kvikuinnskot sem hefur verið að breiða úr sér undanfarna mánuði, með tilheyrandi jarðskjálftavirkni. Ég veit ekki hversu stórt kvikuinnskot er hérna um að ræða, það er þó djúpt, nær niður á 25 km dýpi, líklega dýpra.

160525_1715
Hópur af appelsíngulum jarðskjálftum þegar kvikuinnskotið sýndi sig í gær (25-Maí-2016). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan að virknin hófst í Bárðarbungu þá hefur þetta kvikuinnskot breyst og þetta kvikuinnskot fór að stækka (ég veit ekki hvenær það gerðist) á einhverjum tímapunkti. Núverandi stærð bendir til þess að það sé nú þegar orðið stórt. Hversu nákvæmlega er erfitt að segja til um, ágiskun segir mér að þetta kvikuinnskot nær nú þegar niður á 25 km dýpi, ef ekki dýpra. Þetta kvikuinnskot myndaðist á árunum 2005 til 2008 (eða varð virkt á þessum tíma), það er möguleiki að þetta kvikuinnskot hafi myndast löngu áður, þetta eru hinsvegar fyrstu árin sem ég sá það í jarðskjálftagögnum. Þarna er jökulinn frekar þykkur, í kringum 200 metra þykkur þar sem mest er, þannig að ef eldgos mun eiga sér stað þarna, þá mun það valda jökulflóði.

Eldgosahættan í dag

Núverandi staða Bárðarbungu er sú sem ég kalla „virkt eldfjall – ekkert eldgos“, það þýðir að eldstöðin er ekki róleg (engin virkni). Það er mín skoðun að hættan á eldgosi sé í meðallagi eins og staðan er núna, ekkert bendir til þess að hætta sé á hærra stigi í augnablikinu. Það breytist þó með hverjum deginum og það er mín skoðun að einn daginn mun koma fram jarðskjálftahrina sem setur af stað eldgos í Bárðarbungu og það eru ágætar líkur á því að það eldgos muni eiga sér stað undir jökli.

Sigskatlar í öskjubarminum

Í Ágúst-2014 þegar jarðskjálftahrinan hófst í Bárðarbungu, með kvikuskotinu og þeim smá eldgosum sem áttu sér stað í kjölfarið, þá mynduðust nokkrir sigkatlar í kjölfarið í jöklinum. Undanfarna mánuði þá hafa þessir sigkatlar verið að dýpka og stækka. Þessir sigkatlar eru að bræða ofan af sér jökul sem er í kringum 200 metra þykkur (eftir því sem ég best veit). Ástæðan fyrir myndun þessara sigkatla er hrun Bárðarbungu (oft kallað hægt hrun) sem eldstöðvar í eldgosinu 2014 – 2015. Það er ýmislegt sem bendir til þess að kvikan sé komin grunnt upp í jarðskorpuna (minna en 5 km) á svæðum í Bárðarbungu, en þessi kvika hefur ekki kraftinn til þess að hefja eldgos og það er ekki víst að þessi kvika muni nokkurntímann gjósa. Hægt er að lesa enska vísindagrein um hrun Bárðarbungu hérna. Ég veit ekki hversu nákvæm þessi vísindagrein er, eða hvort að hún hefur verið „peer-reviewed“.

Dýpi jarðskjálfta

Þegar jarðskjálftar með stærðina 3,0 eða stærri eiga sér stað, þá sér stað jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu nokkrum klukkustundum áður. Hérna er hægt að sjá þá atburði ef þeir eiga sér stað. Þetta gerðist ekki alltaf.

bardarbunga.earthquake.23.05.2016
Lítill jarðskjálfti í Bárðarbungu en á 26,8 km dýpi. Skjáskot af vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Dýpi er mjög mikilvægt hérna, það að þessi jarðskjálfti átti sér stað á 26,8 km dýpi bendir til þess að kvika hafi búið þennan jarðskjálfta til. Það er ekki alltaf tilfellið, í þetta skiptið var það hinsvegar raunin. Þar sem rúmlega 12 tímum síðar varð jarðskjálfti með stærðina 3,4. Það bendir til þess að þrýstingur inní Bárðarbungu hafi breyst (eins og ég skil þessa eðlisfræði).

bardarbunga.earthquake.25.05.2016.b
Jarðskjálftahrinan í kringum kvikuinnskotið. Skjáskot af vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan í kringum kvikuinnskotið er öðruvísi. Þegar kvika kemur upp af dýpi, þá veldur hún jarðskjálftum þar sem jarðskorpan er veik fyrir og kvikan getur troðið sér inn og þannig stækkað kvikuinnskotið, þetta veldur því að jarðskjálftar koma fram á mismunandi dýpi eins og sést. Þetta þýðir einnig að kvikuinnskotið er að stækka og fáir jarðskjálftar benda til þess að lítið viðnám sé að finna þar sem kvikuinnskotið er í augnablikinu.

Jarðskjálfti með stærðina 4,4 í Bárðarbungu

Í dag (20-Maí-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 í Bárðarbungu. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í eldstöðinni síðan að eldgosinu í Holuhrauni lauk í Febrúar-2015. Tveir jarðskjálftar með stærðina 3,3 mældust einnig, aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

160520_1300
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt yfirlýsingu Veðurstofunnar þá er óljóst hvað er að gerast í Bárðarbungu. Þó er ljóst að fjöldi jarðskjálfta fer vaxandi og einnig styrkleiki þeirra einnig. Fjöldi jarðskjálfta og styrkleiki hefur verið að aukast síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Þetta er mjög óvenjuleg þróun mála eftir að askja Bárðarbungu féll saman í eldgosinu 2014 – 2015. Vegna skorts á sögulegum heimildum er erfitt að átta sig á því hvernig þetta mun þróast og hvað er að gerast í eldstöðinni. Samkvæmt GPS mælingum á svæðinu, þá er eldstöðin að þenjast út mjög hratt um þessar mundir, sem bendir til þess að kvika sé að safnast fyrir í eldstöðinni mjög hratt þessa stundina.

Þeir atburðir sem hafa átt sér stað hingað til hafa ekki leitt til eldgoss. Þeir gætu hinsvegar leitt til eldgoss í framtíðinni, hvenær það verður er ekki hægt að segja til um, það gæti verið eftir klukkutíma eða eftir nokkra áratugi, það er ekki hægt að spá fyrir um tímann sem þetta mun taka þar sem þetta er í fyrsta skipti sem svona atburðir gerast síðan mælingar hófust. Sigkatlar sem hafa myndast á jaðri Bárðarbungu hafa einnig dýpkað á undanförnum mánuðum, það bendir einnig til þess að magn kviku í eldstöðinni sér farið að aukast og jarðhitavirkni sé farin að aukast umtalsvert. Þessi kvikusöfnun svona stuttu eftir stór eldgos er mjög óvenjuleg og hefur ekki sést áður. Ég reikna með frekari jarðskjálftum í Bárðarbungu eins og þeim sem sáust í dag á næstu dögum og vikum, ég reikna einnig með að vikulegar jarðskjálftahrinur stækki og verði fleiri eftir því sem líður á.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öræfajökli, norðarverðum Langjökli

Þetta verður aðeins þétt grein. Þar sem ég er staðsettur á Íslandi þessa stundina. Ég verð kominn aftur til Danmerkur þann 18-Maí. Það verða engir tenglar í Global Volcanism Program upplýsingar, þar sem ferðavélin mundi ekki ráða við það álag.

Bárðarbunga

Sú jarðskjálftavirkni sem hófst í Bárðarbungu fyrir rúmlega 8 mánuðum síðan heldur áfram og munstrið er það sama og undanfarna 7 til 8 mánuði.

160512_2025
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Það er ekki mikill munur á jarðskjálftahrinum milli vikna núna.

Öræfajökull

Það er áhugaverð jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Öræfajökli. Það bendir til þess að einhver kvika sé að fara inn í eldstöðina á dýpi (5 til 10 km). Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Öræfajökli, hinsvegar er eldgosa hegðun Öræfajökuls ekki nógu vel þekkt og engin traust gögn þekkt um hvað gerist í eldstöðinni þegar eldgos er yfirvofandi. Á þessari stundu eru allir jarðskjálftarnir litlir, það bendir til þess það magn kviku sem er að koma inn í eldstöðina á dýpi sé mjög lítið á þessari stundu.

Langjökull norður

Í dag (12-Maí-2016) varð lítil jarðskjálftahrina í norðanveðrum Langjökli (nálægt Hveravöllum). Þarna hefur verið jarðskjálftavirkni síðan árið 2000, þegar að jarðskjálfti með stærðina 6,5 á suðurlandsbrotabeltinu kom virkni af stað á þessu svæði. Ástæður þess að þarna verða jarðskjálftahrinur eru óljósar. Engin breyting hefur orðið á eldstöðinni í Langjökli norðri svo vitað sé, þar hefur jarðskjálftavirkni ekki aukist undanfarin ár. Ein hugmyndin er sú að þarna séu að verða jarðskjálftar vegna breytinga á spennu í jarðskorpunni, það bendir til þess að þessi virkni sé ekki tengd sjálfri eldstöðinni.

160512_2110
Jarðskjálftavirknin í Langjökli nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað voru stórir. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.

Nýtt – Greiningar á eldstöðvum og jarðskjálftum

Ég ætla að byrja á nýjum greinarflokki á þessari hérna síðu. Þar ætla ég að reyna að greina og útskýra það sem er að gerast í eldstöðvum á Íslandi eftir því sem aðstæður leyfa. þessar greinar verða ítarlegar og því mun það taka mig nokkra daga að skrifa þær. Þannig að það munu ekki verða margar útgefnar greiningar á viku um það sem er að gerast í eldstöðvum á Íslandi. Ég ætla að bæta þessu við til þess að reyna að stækka lesendahóp þessar vefsíðu.

Jarðskjálftahrina ~125 norðan við Kolbeinsey

Þessi jarðskjálftahrina hófst einhverntímann í gær (09-Maí-2016) eða síðustu nótt (10-Maí-2016). Fyrsti jarðskjálftinn kom fram á mælum Veðurstofunnar um klukkan 01:03 UTC. Umrætt svæði er staðsett rúmlega 125 km norður af Kolbeinsey. Það er hugsanlegt að þarna hafi orðið eldgos á þessu svæði á síðustu árum (ég hef því miður ekki dagsetningu eða ár), einnig sem að eldgos á þessu svæði hefur ekki ennþá verið staðfest vegna fjarlægðar frá landi svo ég viti til. Það er mjög erfitt að vita nákvæmlega hvað er að gerast á þessu svæði núna. Jarðskjálftavirkni hefur verið að stíga undanfarin ár á þessu svæði.

160510_1345
Jarðskjálftahrinan norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði er fremur óþekkt og litlar mælingar hafa verið gerðar á því á undanförnum árum. Ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið þetta svæði hefur verið kortlagt á undanförnum árum. Ég reikna með því að virkni muni halda áfram á þessu svæði á næstu dögum. Ef þarna verður eldgos, þá mun enginn taka eftir því vegna fjarlægðar frá næstu byggð (~200 km).

Styrkir

Ég vil endilega minna fólk á að styrkja mína vinnu. Það er hægt með tvennum hætti. Með því að styrkja mig beint með Paypal og síðan með því að versla í gegnum Amazon auglýsingarborðana sem ég er með uppi á síðunni, eða í gegnum Amazon vefverslun auglýsingarborðana sem þar er að finna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (Vika 17)

Eftir stutt hlé með lítilli virkni, þá er jarðskjálftavirkni aftur farin að aukast í Bárðarbungu með jarðskjálftahrinum. Upptök þessara jarðskjálftavirkni eru þau sömu og venjulega, innstreymi kviku í Bárðarbungu og virkni kviku á grunnu dýpi (sem mun líklega ekki gjósa).

160502_1435
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,4. Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni að stærð. Fjöldi jarðskjálfta í þessari hrinu var mjög hefðbundinn, eða í kringum 20 jarðskjálftar. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið í bili, hinsvegar er líklegt að ný jarðskjálftahrina muni byrja aftur eftir nokkra daga en það hefur verið munstrið síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015.

160501.192500.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 3,4 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þetta er lóðrétti ásinn (Z) og merkið er síað á 2Hz. Þessi myndir er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (12-Apríl-2016) klukkan 22:26 varð vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu í þessari hrinu voru minni að stærð.

160413_2120
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er orðin nærri því vikulegur atburður og það verða oft einn til tveir jarðskjálftar sem verða stærri en þrír. Ég reikna með að núverandi jarðskjálftavirkni haldi áfram næstu daga og það þurfi ekki að bíða lengi eftir næsta jarðskjálfta sem er með stærðina þrír eða stærri.

Jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu

Stuttu eftir miðnætti varð jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu. Þetta var grunn jarðskjálftavirkni með dýpi í kringum 3 til 5 km. Nokkrir jarðskjálftar áttu sér stað á dýpinu 7 til 11 km, það bendir til kvikuhreyfinga á miklu dýpi í eldstöðinni. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika hafi náð grunnt upp í jarðskorpuna núna.

160408_1240
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,5 og á dýpinu 4,3 km. Aðrir jarðskjálftar voru minni og á mismunandi dýpi. Engin kvika náði til yfirborðs í þessari jarðskjálftavirkni. Jarðskjálftavirknin virðist hafa farið af stað vegna spennubreytinga sem eiga uppruna sinn í kvikusöfnun á miklu dýpi. Ég reikna með áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu næstu vikunar og mánuðina.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju

Í gær (06-Apríl-2016) urðu djúpir jarðskjálftar í Öskju. Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað voru stórir, sá stærsti var með stærðina 1,6.

160407_1235
Djúpir jarðskjálftar í Öskju þann 06-Apríl-2016. Þessir jarðskjálftar voru nærri Dreka. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flestir jarðskjálftarnir urðu í kringum 21 km dýpi. Þessi jarðskjálftavirkni steig ekki hærra upp í jarðskorpuna og ekkert bendir til þess að það muni gerast að þessu sinni. Engar breytingar urðu á óragröfum nærri Öskju við þessa jarðskjálftavirkni.