Áhugaverð jarðskjálftavirkni sunnan við Grímsfjall

Þann 3. Júní 2013 varð áhugaverð jarðskjálftahrina sunnan við Grímsfjall. Síðasta eldgos varð í Grímsfjalli árið 2011.

130603_2055
Jarðskjálftavirknin sunnan við Grímsfjall. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð, þar sem ekkert eldfjall er þekkt á þessu svæði, eða virkt sprungusvæði. Jarðskjálftavirkni hófst á þessu svæði eftir eldgosið árið 2011, í fyrstu var talið að þessi virkni ætti upptök sín í spennubreytingum á þessu svæði í kjölfarið á eldgosinu í Maí 2011.

bab_week21
Jarðskjálftavirkni sunnan við Grímsfjall í viku 21 árið 2011. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég er ekki viss um hvað er að gerast á þessu svæði. Þó svo að ekkert eldgos sé skráð á þessu svæði, þá er möguleiki á því að það sé vegna þess að þarna er þykkur jökull. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð vegna þess að þessi jarðskjálftavirkni hófst eftir eldgosið árið 2011 og hefur haldið áfram síðan, og það virðist ekki vera neinn endi á þessari virkni. Það margborgar sig að hafa augu með þessari jarðskjálftavirkni, þó svo að ekkert gerist á þessu svæði í lengri tíma.

Jarðskjálftahrina norðan við Kolbeinsey

Í dag um klukkan 11:00 hófst jarðskjálftahrina norðan við Kolbeinsey. Þessi jarðskjálftahrina hefur verið með jarðskjálfta í kringum 4,0+. Það hefur þó ekki fengist staðfest ennþá. Þó er erfitt að segja nákvæmlega til um það vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu. Einnig vegna fjarlægðar. Þá sjást eingöngnu stærstu jarðskjálftanir á SIL mælanetinu og mínum eigin jarðskjálftamælum. Síðasta staðfesta eldgos í Kolsbeinsey átti sér stað árið 1755 og þar á undan árið 1372. Einnig átti sér kvikuinnskot eða eldgos sér stað rúmlega 100 km norðan við Kolbeinsey árið 1999.

130413_1745
Jarðskjálftahrinan í Kolbeinsey er þar sem grænu stjörnunar eru. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bhrz.svd.13.04.2013.17.55.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Skoðið CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Engin merki um það að eldgos hafi hafist þarna ennþá. Reikna má með að slík merki muni sjást á SIL netinu ef eldgos hefst. Ég er þó ekki viss um að minn jarðskjálftamælir muni sýna slík merki vegna fjarlægðar (rúmlega 300 km). Reikna má með frekar jarðskjálftavirkni á næstu dögum til klukkutímum og dögum í Kolbeinsey. Ég veit ekki hvort að þessi virkni tengist annari jarðskjálftavirkni sem hefur verið undanfarið á Tjörnesbrotabeltinu. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mælast ekki minni jarðskjálftar sem eiga sér stað í Kolbeinsey þessa stundina eða á mínum jarðskjálftamæli sem er staðsettur rúmlega 300 km í burtu frá Kolbeinsey.

Hægt er að fylgjast með þeim jarðskjálftum sem eiga sér stað hérna á jarðskjálftavefsíðunni minni.

Minniháttar kvikuinnskot í Bárðarbungu

Í gær (05.04.2013) varð minniháttar kvikuinnskot í eldstöðina Bárðarbungu. Þessu kvikuinnskoti fylgdu nokkrir minniháttar jarðskjálftar. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 18 til 26 km. Enginn þeirra jarðskjálfta sem varð náði stærðinni 1,0.

130405_2140
Jarðskjálftanir í Bárðarbungu eru appelsínugulir og sína vel hvar kvikuinnskotið átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kvikuinnskot eiga sér stundum stað í Bárðarbungu. Án þess þó að þau þýði að þar muni gjósa fljótlega. Eins og er raunin núna í tilfelli þessa kvikuinnskots í Bárðarbungu.

Jarðskjálfti upp á 3,6 í Hamrinum

Í gær (05.04.2013) klukkan 01:50 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Hamrinum. Hamarinn er eldstöð sem tengist Bárðarbungu eldstöðinni með einhverjum hætti þó svo að það sé ekki góður skilningur á því hvernig það gerist. Engin merki eru um óróa eða það að eldgos sé að hefjast þarna. Nokkrir eftirskjálftar komu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Dýpi þessa jarðskjálfta var í kringum 2 km. Engin vefsíða er til fyrir eldstöðina Hamarinn.

130405_2140
Eldstöðin Hamarinn er þar sem græna stjarnan er. Þetta eru einnig upptök jarðskjálftana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.05.04.2013.22.12.utc
Engan óróa var að sjá á Skrokköldu SIL stöðinni. Það sem sést hérna hinsvegar eru jarðskjálftanir á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina á upptök sín í minniháttar kvikuinnskoti í eldstöðinni Hamrinum. Frekar en eitthvað annað sem þarna gæti átt sér stað þarna. Óvíst er hvort að þarna muni frekari virkni eiga sér stað í Hamrinum á næstunni.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju og Kverkfjöllum

Í dag voru djúpir jarðskjálftar í Kverkfjöllum og Öskju. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 1,0. Dýpi þessara jarðskjálfta var á bilinu 22 til 24 km. Upptök þessara jarðskjálfta voru innan í eldstöðvunum sjálfum og tengjast því einhverjum kvikuhreyfingum.

130331_1700
Jarðskjálftanir í Öskju og Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Upplýsingar um Kverkfjöll. Upplýsingar um Öskju.

Það er vonlaust að segja til um það hvað er að gerast í Öskju eða Kverkfjöllum. Þetta eru virkar eldstöðvar og því ber að horfa á málin frá því sjónarhorni.

Jarðskjálftar í Esjufjöllum

Jarðskjálftavirkni hefur hafst aftur í Esjufjöllum eftir talsvert hlé. Jarðskjálftavirkni hófst í Esjufjöllum fyrir nokkrum árum síðan og hefur átt sér stað með reglulegu millibili. Það hefur verið misjafnlega langt á milli þessra jarðskjálftahrina í Esjufjöllum og þessar hrinur hafa verið misjafnlega stórar. Jarðskjálftanir sem komu í dag voru eingöngu með stærðina 1,0 og 1,1. Dýpi þessara jarðskjálfta var þó áhugaverðara. Skráð dýpi var aðeins 0.1 km (í kringum 100 metrar) og verður það að teljast mjög grunnt.

130318_1510
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum er þar sem rauðu punktanir eru staðsettir. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosasaga Esjufjalla er nærri því óþekkt og því er lítið vitað hvernig eldgos haga sér og hver undanfari þeirra er. Af þeim sökum er nærri því ómögurlegt að segja til um hvað gerist næst í Esjfjöllum. Þó er alveg ljóst að það borgar sig að fylgjast með virkni í Esjufjöllum á næstunni. Þar sem jarðskjálftahrinur í Esjufjöllum fara oft hægt af stað. Byggi ég það mat á þeirri virkni sem hófst í Esjufjöllum árið 2011 og hefur haldið áfram síðan þá. Þó með löngum hléum eins og áður segir.

Þrír jarðskjálftar í Heklu

Í nótt urðu þrír smáskjálftar í eldstöðinni Heklu. Þessir jarðskjálftar voru mjög litlir, enginn þeirra náði stærðinni 1.0. Dýpið var frá 10,7 km og niður á 11,8 km.

130317_1535
Jarðskjálftanir í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Hvað þessir jarðskjálftar þýða er erfitt að segja til um á þessari stundu. Þetta er engu að síður áhugaverð jarðskjálftavirkni í eldstöðunni Heklu.

Djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli

Í dag klukkan 13:19 til 13:21 áttu sér stað djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli. Þessir jarðskjálftar voru ekki stórir og sá stærsti var með stærðina 1,4 samkvæmt Veðurstofu Íslands. Dýpsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með dýpið 28 km, en minnst var dýpið 18,7 km. Þetta dýpi bendir til þess að þarna hafi átt sér kvikuinnskot inn í eldstöðina Tungnafellsjökul. Hvað það þýðir til lengri tíma er hinsvegar vont að segja til um nákvæmlega á þessari stundu.

130303_1655
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Jarðskjálftanir eru þar sem rauðu punktanir eru á kortinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað er að gerast í Tungafellsjökli eins og er. Það er þó ljóst að eldgos er líklega ekki yfirvofandi í þessari eldstöð á þessari stundu. Hvort að það breytist í framtíðinni veit ég ekki. Það hefur aldrei gosið í Tungnafellsjökli á sögulegum tíma svo vitað sé. Það þýðir að mun erfiðara verður að spá fyrir um hvað gerist í eldstöðinni ef núverandi þróun heldur áfram eins og reikna má með. Ljóst er þó að mun meiri virkni þarf að koma fram í Tungafellsjökli en það sem núna er til staðar áður en til eldgoss kemur. Vont veður á Íslandi fram á föstudag þýðir að erfitt verður að mæla jarðskjálfta sem munu eiga sér stað þarna (ef einhverjir verða). Sérstaklega ef um er að ræða mjög litla jarðskjálfta í þessari eldstöð. Það er mjög lítill jökull á Tungnafellsjökli og þessi eldstöð er langt frá byggð. Þannig að ef til eldgoss kemur. Þá ætti tjón af völdum slíks að vera í algeru lágmarki.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni í suðurenda kötluöskjunnar

Það hefur áhugaverð jarðskjálftavirkni átt sér stað við suðurenda kötluöskjunnar undanfarið (eldstöðin Katla upplýsingar á ensku). Þessi jarðskjálftahrina er á svæði sem byrjaði að verða virkt eftir minniháttar eldgosið í Kötlu í Júlí 2011. Hvað veldur þessari jarðskjálftavirkni er ekki alveg vitað ennþá. Helsta tilgátan er sú að þarna sé um að ræða kvikuinnskot sem hafi náð þarna upp á grunnt dýpi. Eins og er það þó ósannað eins og er.

130302_1905
Jarðskjálftavirknin í suðurenda kötluöskjunnar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftanir sem þarna hafa átt sér stað eru mjög litlir. Stærðin er í kringum 0,0 til 0,5 í mesta lagi. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 1 km til 0,1 km (100 metrar). Þannig að ljóst er að hvað sem er í jarðskorpunni á þessu svæði er komið mjög grunnt upp. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað muni gerast á þessu svæði á næstunni. Eldfjöll eru til alls líkleg og það er vonlaust að spá til um hegðun þeirra í flestum tilfellum til lengri tíma. Hinsvegar er líklegt að þetta sé merki um að meiri virkni muni líklega hefjast í Kötlu fljótlega (miðað við eldri gögn). Þó er vonlaust að segja til um það með einhverri vissu á þessari stundu. Þar sem það er alveg eins líklegt að ekkert gerist í Kötlu. Enda er engin vissa um það hvað muni gerast í Kötlu þótt þarna sé einhver smá virkni að eiga sér stað núna.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey (TFZ) og í Grímsfjalls eldstöðvar kerfinu og Hamrinum

Í dag hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið). Stærsti jarðskjálfti þessar hrinu var með stærðina 2,9 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftahrinan átti upptök sín á svæði þar sem jarðskjálftar eru mjög algengir.

130228_1930
Jarðskjálftahrinan í dag á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grímsfjall og Hamarinn

Í gær var minniháttar jarðskjálftahrina í sprungusveimi Grímsfjalls sem gaus árið 2011. Þessi jarðskjálftahrina átti upptök sín ekkert langt frá því þar sem lakagígar koma fram undan jöklinum. Þetta er áhugaverð jarðskjálftahrina að mínu mati. Þó er vonlaust að segja til um á að þessu sinni hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Væntanlega ekki neitt reikna ég með.

130228_1930
Grímsfjall og Hamarinn eldstöðvar með smá jarðskjálfta. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær og fyrradag var einnig smá jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hamrinum sem einnig gaus litlu eldgosi í Júlí 2011. Stærsti jarðskjálftinn þar var með stærðina 2,8 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Það er erfitt að segja til um á þessari stundu hvað þessi virkni þýðir. Sérstaklega þar sem Hamarinn sem eldstöð er illa þekkt og hvernig eldgos koma fram þar. Þó tel ég ekki neina ástæðu til þess að óttast eldgos þarna eins og er. Hvorki í Grímsfjalli eða Hamrinum.