Kröftugir jarðskjálftar í Presthnjúkum

Ein af þeim eldstöðvum Íslands sem hefur yfirleitt aldrei jarðskjálfta er eldstöðin Presthnjúkar. Það virðist hinsvegar vera að breytast. Í gær (23-Júní-2022) klukkan 22:12 varð jarðskjálfti með stærðina MW4,6 og síðan eftirskjálfti með stærðina Mw3,7 urðu í eldstöðinni. Jarðskjálftarnir fundust á stóru svæði vestan, sunnan og norðan lands vegna þess hversu upptökin eru nærri miðju Íslands.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í eldstöðinni Presthnjúkar, sem er merkt sem ílangur hringur í Langjökli. Norð-austan við eldstöðina Presthnjúka er eldstöðin Hveravellir
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Presthnjúkar. Höfundarréttur þessarar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um hvað er að gerast hérna. Þar sem eldstöðin er illa þekkt. Það urðu nokkur lítil eldgos milli áranna 700 til 900, eða í kringum þau ár. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um það hvort að nýtt eldgosatímabil sé að hefast í eldstöðinni Presthnjúkar. Hinsvegar, vegna virkninnar sem er suður-vestur af Presthnjúkum. Þá er ekki hægt að útiloka slíkt eins og er.

Sterkur jarðskjálfti norð-vestur af Grindavík

Aðfaranótt 14-Júní-2022 varð jarðskjálfti með stæðina Mw3,9 norð-vestur af Grindavík, þetta er vestan við fjallið Þorbjörn. Þessi jarðskjálfti fannst á öllu Reykjanesinu. Þetta er einnig sterkasti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan 15-Maí-2022.

Græn stjarna noður af Grindavík sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Þarna eru einnig minni jarðskjálftar sem eru merktir sem gulir og bláir punktar á Reykjanesskaga
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga og norð-vestan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum kom fram talsverð eftirskjálftavirkni, þar voru stærstu eftirskjáfltanir með stærðina Mw2,1 til Mw2,9. Þessi jarðskjálfti varð á því svæði þar sem hefur myndast kvikuinnskot samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þegar þessi grein er skrifuð, þá eru ekki nein augljós merki um það að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði.

– Þessi grein er aðeins styttri en venjulega. Þar sem ég er á takmörkuðu interneti þegar það kemur að gagnamangi sem ég get notað.

Sterkur jarðskjálfti í Nátthagakrika suður-vestur af Fagradalsfjalli

Ég get mjög takmarkað birt nýjar greinar. Þetta mun ekki komast í lag fyrr en 5. Júlí þegar ég fæ internet tengingu í Danmörku.

Í dag (8-Júní-2022) klukkan 05:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Nátthagakrika sem er suður-vestur af Fagradalsfjalli. Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta hafa komið fram minni jarðskjálftar og sumir með dýpi sem er aðeins 2 km. Það er óljóst hvað er í gangi en engar sérstakar breytingar hafa orðið á GPS mælum þarna síðustu daga.

Appelsínugulir punktar og síðan rauðir punktar sem sýna virknina frá Grindavík til Fagradalsfjalls á Reykjanesskaga
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldri gögn sýna að kvika er að safnast saman undir Fagradalsfjalli í jarðskorpunni og hefur verið að gera það síðan eldgosinu lauk þar. Hvenær sú kvika gýs er ekki hægt að segja til um. Það er einnig ekki hægt að segja til um það hvenær næsta hrina jarðskjálfta og eldgosa hefst í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Styrkir

Þeir sem geta og vilja, þá er hægt að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal eða með banka millifærslu. Styrkir koma í veg fyrir að ég verði rosalega blankur og hjálpa mér við að reka þessa vefsíðu. Upplýsingar er að finna á síðunni Styrkir sem er aðgengileg frá borðanum hérna uppi. Takk fyrir aðstoðina. 🙂

Uppfærslur byrja aftur frá 5-Júlí-2022

Þar sem ég hef verið að flytja til Danmerkur, þá hefur orðið töf á uppfærslum hjá mér síðustu vikur. Ég vonast til þess að það komist í eitthvert lag í næstu viku.

Það hefur nefnilega tekið tíma og álag að flytja til Danmerkur. Ég er einnig ekki lengur með jarðskjálftamæli á Íslandi, þar sem ekki reyndist mögulegt að vera með slíkt lengur hjá mér. Þar sem búnaðurinn sem ég er með er bæði gamall og ekki lengur viðhaldið og virkar ekki lengur með internetinu. Þeir sem vilja fylgjast með rauntíma jarðskjálftavirkni á Íslandi geta gert það á vefsíðu Raspberry Shake hérna. Ég mun verða með jarðskjálftamæli í Danmörku en það mun gera mér fært um að mæla jarðskjálfta í Miðjarðarhafinu og því svæði, þegar mjög stórir jarðskjálftar eiga sér stað þar. Það er hægt að flytjast með þeim jarðskjálftamæli hérna þegar sá mælir kemst aftur á internetið. Það mun vonandi ekki taka of langan tíma fyrir mig að fá danska internet tengingu.

Ég ætla mér að uppfæra jarðskjálftamælabúnaðinn hjá mér en ég veit ekki hvenær það getur orðið.

Ég mun ekki setja þessa grein inn á samfélagsmiðla.

Uppfærsla þann 8-Júní-2022

Samkvæmt fyrirtækinu sem ég pantaði internetið hjá hérna í Danmörku. Þá mun ég ekki verða tengdur fyrr en þann 5-Júlí-2022. Þangað til að það gerist, þá verða uppfærslur takmarkaðar hjá mér.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með PayPal eða millifærslu í banka. Þar sem ég er rosalega blankur vegna flutninga í Júní. Styrkir hjálpa mér að komast af út Júní og á meðan staðan er aðeins óstöðug hjá mér. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Sterkur jarðskjálfti í Bárðarbungu í morgun

Í dag (28-Maí-2022) klukkan 08:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,4 eða Mw4,7 (EMSC gögn má sjá hérna) í Bárðarbungu.

Græn stjarna með rauðum punktum í jaðri Vatnajökli sýnir staðsetningu jarðskjálftans í Bárðarbugnu. Það eru nokkrir rauðir punktar suður-austur af Bárðarbungu en þar eru djúpir jarðskjálftar að eiga sér stað.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin er að þenjast út efti eldgosið árið 2014 til 2015. Það eldgos olli því að Bárðarbungu féll saman um 60 metra og þetta kvikuinnflæði er hægt og rólega að snúa því ferli við. Það mun hinsvegar taka marga áratugi og á meðan mun Bárðarbunga ekki gjósa.

Sterkur jarðskjálfti á Reykjaneshrygg þann 26-Maí-2022

Á Fimmtudeginum þann 26. Maí 2022 klukkan 20:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5. Ég held að þessi jarðskjálfti hafi fundist í bæjarfélögum næst upptökum hans. Þessi jarðskjálfti var einnig út í sjó, talsverða fjarlægð frá landi.

Græn stjarna smá frá landi á korti Veðurstofunnar. Fullt af minni jarðskjálftum frá grænu stjörunni og upp Reykjanesrhygg sem sýnir minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti er hugsanlega hluti af þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna í gangi á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga. Það er mun erfiðara að vita hvað er að gerast út í sjó en upp á landi.

Vegna þess að ég er að flytja til Danmerkur. Þá munu greinar næstu daga tefjast aðeins.

Lítil jarðskjálftahrina norður af Geysi

Í dag (24-Maí-2022) varð lítil jarðskjálftahrina norður af Geysi. Stærðir jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu eru einnig mjög litlar og stærsti jarðskjálftinn var bara með stærðina Mw2,8. Það hafa aðeins mælst um 40 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð.

Rauður punktur og appelsínugulir punktar norðan við Geysi og sunnan við Langjökul sýnir staðsetningu jarðskjálftahrinunnar
Jarðskjálftavirknin norður af Geysi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er venjuleg brota-jarðskjálftavirkni í jarðskorpunni á þessu svæði og ég reikna ekki með því neitt frekara gerist þarna. Það gæti samt orðið stærri jarðskjálfti þarna en mér finnst það samt ólíklegra. Þarna verða einnig reglulega jarðskjálftahrinur.

Kröftugur jarðskjálfti í morgun við Grindavík

Í dag (23-Maí-2022) klukkan 07:14 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 norð-austur af Grindavík. Þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík og Reykjavík. Þessi jarðskjálfti varð á svæði sem er að þenjast út eða á jaðri svæðis sem er að þenjast út.

Græn stjarna norð-austur af Grindavík og síðan grænar stjörnur norð-vestur af Grindavík auk appelsínugulra punkta sem sýnir minni jarðskjálfta sem hafa orðið við Grindavík
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Grindavík síðustu 48 klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt frétt hjá Veðurstofunni þá hefur þenslan við fjallið Þorbjörn náð núna 45mm. Ég veit ekki hversu mikla þenslu jarðskorpan þolir á þessu svæði áður en eldgos hefst á svæðinu. Eldgos á þessu svæði mun líklega hefjast með því að nokkrir gígar munu opnast og síðan mun eldgosið færast yfir í einn gíg sem mun gjósa þangað til að eldgosið endar.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík vekur fólk af svefni

Í dag (22-Maí-2022) klukkan 09:53 og 09:57 urðu jarðskjálftar með stærðina Mw3,5 og Mw3,6. Þessir jarðskjálftar voru norð-vestur af Grindavík og fundust vel í bænum og samkvæmt fréttum, vöktu fólk upp af svefni.

Tvær grænar stjörnur norð-vestur af Grindavík sem sýnir stærstu jarðskjálftana. Önnur græn stjarna beint norður af Grindavík. Talsvert af rauðum punktum og appelsínugulum sem sýna minni jarðskjálfta á svæðinu
Jarðskjálftavirkni við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin merki um að farið sé að draga úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin kemur hinsvegar í bylgjum samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það þýðir að það eru tímabil mikillar jarðskjálftavirkni og síðan lítillar jarðskjálftavirkni. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er tímabil lítillar jarðskjálftavirkni í gangi.

Jarðskjálftavirkni eykst á ný við Reykjanestá

Í dag (20-Maí-2022) um klukkan 18:00 þá jókst jarðskjálftavirkni aftur við Reykjanestá eftir að þar hafði verið rólegt í nokkra daga. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og staðan breytist stöðugt. Þessi grein verður því styttri vegna þess.

Grænar stjörnur útaf ströndinni við Reykjanestá auk fjölda af rauðum punktum sem tákna minni jarðskjálfta. Græn stjarna er einnig norðan við Grindavík á kortinu
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg og síðan á Reykjanesi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw3,8 og fannst í Grindavík og öðrum nálægum bæjum á Reykjanesskaga. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,5. Jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 varð fyrir norðan Grindavík og fannst í bænum.