Kröftug jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í dag (22-Nóvember-2022) klukkan 10:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Öræfajökli. Samkvæmt fréttum og Veðurstofu Íslands, þá er þetta stærsti jarðskjálfti í Öræfajökli síðan árið 2018. Þessi jarðskjálfti fannst á nálægum sveitarbæjum. Minni jarðskjálfti með stærðina Mw2,6 hafði orðið þarna nokkru fyrr og fannst einnig á svæðinu. Minni jarðskjálftar áttu sér einnig stað í öskju Öræfajökuls. Hinsvegar er slæmt veður á svæðinu að koma í veg fyrir almennilega mælingu á minni jarðskjálftum þarna.

Græn stjarna og rauðir punktar í Öræfajökli í suðurhluta Vatnajökuls.
Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Síðast þá var svona jarðskjálftavirkni í Öræfajökli á árunum 2018 til 2019 áður en jarðskjálftavirknin fór að minnka aftur. Það eru merki um að kvika sé á ferðinni innan í Öræfajökli en hvort og hvenær það mun valda eldgosi er ekki hægt að segja til um.

Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu (22-Nóvember-2022)

Í dag (22-Nóvember-2022) klukkan 19:55 hófst kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw4,4 og síðan kom annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 og þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,5. Fjöldi jarðskjálfta og stærðir jarðskjálfta eru að breytast þegar þessi grein er skrifuð.

Þrjár grænar stjörnur í eldstöðinni Kötlu í öskjunni sýna kröftuga jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað þar. Rauðir punktar eru einnig í öskjunni sem sýnir minni jarðskjálfta.
Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast þegar þessi grein er skrifuð. Þessa stundina er ég ekki að sjá neinn óróa á mælum í kringum eldstöðina Kötlu en það gæti breyst án nokkurar viðvörunnar. Ég mun setja inn uppfærslur um stöðu mála ef eitthvað breytist.

Jarðskjálftahrina í Kolbeinsey (norður af Grímsey)

Í dag (22-Nóvember-2022) varð jarðskjálftahrina í Kolbeinsey. Þetta er langt norður af Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina Mw3,1 og það urðu fjórir slíkir jarðskjálftar. Meira en tugur af minni jarðskjálftum átti sér einnig stað. Vegna þess hversu langt þessi jarðskjálftavirkni er frá mælaneti Veðurstofu Íslands þá mælast aðeins stærstu jarðskjálftarnir.

Grænar stjörnur langt norður af Íslandi ásamt punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Punktar um allt Ísland sem sýnir aðra jarðskjálftavirkni.
Jarðskjálftavirkni við Kolbeinsey er þar sem grænar stjörnur eru. Myndin er frá Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast á þessu svæði.Þetta gæti bara verið venjuleg jarðskjálftavirkni fyrir þetta svæði. Þar sem þetta er svæði er langt frá landi og út í sjó, þá er erfitt að fylgast með því sem er að gerast.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu (í gærkvöldi þann 19-Nóvember-2022)

Í gærkvöldi (19-Nóvember-2022) klukkan 21:13 hófst lítil og skammvin jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,2 klukkan 21:13:05. Rétt þar á undan hafði orðið lítill jarðskjálfti og eftir stærsta jarðskjálftann komu fram fleiri minni jarðskjálftar.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðinni Kötlu. Þetta sýnir jarðskjálftavirknina í Kötlu og rauðu punktanir sína minni jarðskjálfta í eldstöðinni Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það varð engin frekari virkni í Kötlu eftir að þessari jarðskjálftavirkni hætti.

Djúpir jarðskjálftar í Heklu

Á Mánudaginn (14-Nóvember-2022) urðu djúpir jarðskjálftar í eldstöðinni Heklu. Fyrsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,0 og á 25,6km dýpi. Þetta er á eins miklu dýpi og jarðskorpan er á þessu svæði á Íslandi. Þessari jarðskjálftavirkni fylgdu tveir minni jarðskjálftar með stærðina Mw0,6 og Mw0,5 á um 11,5km dýpi.

Rauður punktur við eldstöðina Heklu og nokkrir bláir punktar í kringum eldstöðina sem sýna eldri jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni við eldstöðina Heklu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það eru engin augljós merki um það að eldstöðin Hekla sé að fara að gera eitthvað. Hinsvegar benda djúpir jarðskjálftar til þess að þarna sé hugsanleg kvikuhreyfing á ferðinni eða spennubreytingar að eiga sér stað. Þetta er augljóslega ekki mikil virkni og þegar þessi grein er skrifuð. Þá reikna ég ekki með því að eitthvað fari að gerast.

Hugsanlegt kvikuinnskot í Fagradalsfjall

Snemma í morgun (10-Nóvember-2022) varð jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli, aðeins norðan við þann stað þar sem eldgosið varð í Ágúst 2022. Þetta var hugsanlega mjög lítið kvikuinnskot sem þarna varð og varði í kringum 1 klukkustund áður en það stoppaði. Dýpi jarðskjálftanna var í kringum 5 til 7 km.

Jarðskjálftar í línu norð-austur af Fagradalsfjalli í korti sem er teiknað upp af Skjálfta-lísu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Flestir punktanir eru rauðir og því jarðskjálftar sem urðu í dag.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er sýnd í jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands í Skjálfta-lísu. Mynd af vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirknin gefur hugsanlegar vísbendingar um það hvar næsta eldgos verður í Fagradalsfjalli. Miðað við fyrri reynslu, þá verður ekki mikil viðvörun á því þegar eldgos er að hefjast. Í Ágúst þá byrjaði það eldgos með litlu kvikuinnskoti og lítilli jarðskjálftahrinu, sem síðan þróaðist yfir í stóra jarðskjálftahrinu dagana áður en eldgos hófst. Það er áhugavert að eldgosavirknin sé að færa sig norð-austur frekar en suður-vestur en óljóst afhverju það er að gerast.

Jarðskjálfti í Henglinum, fannst í Hveragerði og Reykjavík

Í dag (9-Nóvember-2022) klukkan 13:34 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Henglinum. Fannst þessi jarðskjálfti í Hveragerði og Reykjavík. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið.

Græn stjarna í Henglinum og rauðir og appelsínugulir punktar rétt við stjörnuna sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða mjög nálægt því að enda. Ég reikna ekki með neinu sérstöku í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (3-Nóvember-2022) klukkan 11:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti varð talsverða fjarlægð frá landi. Þessi jarðskjálfti virðist einnig vera hluti af jarðskjálftavirkni á þessu svæði og á Tjörnesbrotabeltinu. Þarna virðist vera stöðug jarðskjálftahrina eins og er.

Græn stjarna suður af Grímsey og talsvert langt frá landi sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Einnig eru nokkrir rauðir punktar hér og þar sem sýna minni jarðskjálfta á Tjörnesbrotabeltinu.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að vita hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir, ef þessi jarðskjálftavirkni þýðir þá eitthvað. Það er orðið mjög langt síðan það varð mjög stór jarðskjálfti á Tjörnesbrotabeltinu á þessu svæði. Jarðskjálftar á þessu svæði geta náð stærðinni Mw7,0 en það er bara eftir mjög langt tímabil þegar ekkert hefur gerst. Oftast verða jarðskjálftar þarna með stærðina Mw6,0 og aðeins stærri.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 norðan við Herðubreið

Í dag (31-Október-2022) klukkan 15:00 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 rétt norðan við Herðubreið. Þessi jarðskjálfti byrjaði jarðskjálftahrinu rétt norðan við Herðubreið og austan við þær jarðskjálftahrinur sem hafa verið í gagni þar síðustu viku. Jarðskjálftavirkni er mjög mikil þegar þessi grein er skrifuð.

Rauðir punktar og græn stjarna rétt norðan við Herðubreið sem er austan við eldstöðina Öskju.
Jarðskjálftavirkni í Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er í gangi á þessu svæði. Þetta virðist vera jarðskorpuhreyfingar en það er möguleiki á því að þarna sé meira í gangi en sést á yfirborðinu. Þessa stundin er þetta hinsvegar bara jarðskjálftavirkni og það er óljóst hvort að það muni breytast.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu

Í dag (31-Október-2022) klukkan 14:57 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundinn jarðskjálfti vegna þenslu í Bárðbungu eftir stóra eldgosið árið 2014 til 2015.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Þetta er í vestanverðum Vatnajökli. Norðan við er jarðskjálftavirkni í Herðubreið.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og einnig á þessu korti er ótengd jarðskjálftavirkni við Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og gerðist á nokkura mánaða fresti.