Mæling af Mw8,2 jarðskjálftanum í Alaska, Bandaríkjunum

Ég hef ekkert að segja um það svæði þar sem jarðskjálfti með stærðina Mw8,2 átti sér stað þann 29-Júlí-2021 klukkan 06:15 íslenskum tíma. Þar sem ég þekki ekki svæðið og jarðfræði þess. Hérna eru myndir af því hvernig þessi jarðskjálfti mældist hjá mér á mínum jarðskjálftamæli á Íslandi.

Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2. Myndin sýnir sterka P bylgju á lóðrétta ásnum (Z) og veika S bylgju og einnig þær yfirborðsbylgjur sem mældust, þær koma fram sem grófar bylgjur í mælingunni.
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 eins og hann kom fram á norður-suður mælinum hjá mér. Þar sést P bylgja, veik S bylgja og talsvert af yfirborðsbylgjum sem koma langt á eftir.
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum.
Jarðskjálftamæling af Mw8,2 jarðskjálftanum. Það kemur fram sterk P bylgja, veik S bylgja og síðan talsvert af yfirborðsbylgjum. Á austur-vestur ásnum eru yfirborðsbylgjunar ekki nærri því eins sterkar og á hinum myndnum
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum.