Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í gær (12-Maí-2021) klukkan 15:47 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni tengist þenslunni í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbunga sem er þakin Vatnajökli á korti frá Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu mánuði og ástæðan fyrir því er ekki augljós eins og er. Tímabil milli eldgosa í Bárðarbungu geta verið allt að 18 ár eða styttri. Eldgosið í sprungunni Gjálp árið 1996 telst vera eldgos í Bárðarbungu. Það setur tímann á milli eldgosa í Bárðarbungu í rúmlega 18 ár, á milli áranna 1996 til ársins 2014.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Esjufjöllum

Ég skrifa bæði um Öræfajökul og Esjufjöll í þessari grein.

Öræfajökull

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Öræfajökli. Eins og áður þá eru flestir jarðskjálftar sem verða minni en 1,0 að stærð. Jarðskjálftavirknin er að mestu leiti bundin við öskju Öræfajökuls en fer aðeins út fyrir öskjuna stundum. Míla hefur sett upp vefmyndavél þar sem hægt er að fylgjast með Öræfajökli, hægt er að horfa á vefmyndavélina hérna.

Esjufjöll

Eftir langan tíma án nokkurar jarðskjálftavirkni þá hefur jarðskjálftavirkni hafist aftur í Esjufjöllum. Eins og í Öræfajökli þá verður ekki jarðskjálftavirkni þar án þess að kvika komi við sögu. Ég hef ekki neina almennilega þekkingu á Esjufjöllum vegna þess að þar hafa ekki orðið nein skráð eldgos síðustu 12.000 árin. Það er hugsanlegt að það hafi orðið smá eldgos í Esjufjöllum árið 1927 sem varði í fjóra daga en sá atburður er illa skrásettur og hef ég því ekki neinar nothæfar upplýsingar um þann atburð. Ef að eldgos verður í Esjufjöllum þá mundi jökulflóðið koma niður í jökulsárslón. Vefmyndavél Mílu er að finna hérna.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartögl þann 6-Maí-2014

Hérna eru nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög fljótt ef staðan breytist í Herðubreiðartöglum skyndilega.

Síðustu 24 klukkustundir hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum. Undanfarinn sólarhring hafa því komið færri og minni jarðskjálftar, síðasta sólarhring hafa stærstu jarðskjálftar haft stærðina 2,5 til 2,9 en enginn stærri en það. Síðustu 24 klukkutíma hefur ekki orðið neinn jarðskjálfti með stærðina 3,0 eða stærri.

140506_2030
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum þann 6-Maí-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140506_2030_tracer
Fjöldi jarðskjálfta þann 6-Maí-2014 (rauðu punktanir) eins og sjá má hefur virknin minnkað talsvert í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.6-may-2014
Færri jarðskjálftar koma vel fram á jarðskjálftateljaranum mínum, þar sem fækkunin sést mjög vel. Tejarinn telur jarðskjálfta á öllu Íslandi af vefsíðu Veðurstofu Íslands, en meirihluti jarðskjálfta í dag hefur átt sér stað í Herðubreiðartöglum. Þessi myndir undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

IASK.svd.06.05.2014.20.29.utc
Í dag komst ég að því að Veðurstofa Íslands er með góð tromplurit á vefsíðunni hjá sér. Hérna er eitt slíkt tromluplott af SIL stöðinni í Öskju. Hérna sést jarðskjálftavirknin í Herðubreiðartöglum mjög vel. Hægt er að skoða tromplurit Veðurstofu Íslands hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mjög erfitt að segja til um það hvað er að valda þessari jarðskjálftahrinu í Herðubreiðartöglum. Það er möguleiki á því að þetta sé kvikuinnskot, en eins og stendur þá hefur það ekki verið sannað eins og stendur. Stærstu jarðskjálftarnir sem koma fram hjá í Herðubreiðartöglum koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (ég er bara með tvo núna) og er hægt að fylgjast með þeim hérna.

Styrkir: Endilega muna að styrkja mína vinnu hérna. Annars verður Maí-2014 frekar lélegur mánuður hjá mér. Takk fyrir stuðninginn.

Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Herðubreiðartöglum í gær (03-Maí-2014) heldur áfram af fullum krafti. Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn var með stærðina 3,9. Eins og stendur hafa yfir 380 jarðskjálftar mælst síðan á miðnætti. Miðað við fjölda jarðskjálfta í dag, miðað við jarðskjálftahrinuna í gær. Þá er jarðskjálftahrinan kraftmeiri í dag heldur en í gær. Vegna þess hversu hratt aðstæður breytast þarna, þá munu upplýsingar sem koma fram hérna úreldast mjög hratt.

140504_2015
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum núna í dag (04-Maí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140504_2015_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í dag í jarðskjálftahrinunni í Herðubreiðartöglum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.04.05.2014.20.25.utc
Hérna er óróaplott frá SIL mælinum í Öskju. Eins og hérna sést er mikil jarðskjálftahrina í gangi en það er smá stopp í jarðskjálftahrinunni áður en hún hófst aftur af meiri krafti síðustu nótt með jarðskjálftanum með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.04.05.2014.19.26.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á SIL stöðinni í Mókollum. Þarna sést smá munur og í Öskju, sá munur er eingöngu vegna fjarlægðar SIL stöðvarinnar frá upptökum jarðskjálftahrinunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.4-may-2014
Jarðskjálftateljarinn hjá mér í dag. Þarna sést vel að það eru fleiri jarðskjálftar að koma fram í dag heldur en í gær. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Ég býst við frekari jarðskjálftavirkni þarna næstu klukkutímana og næstu daga. Þar sem það eru ekki komin fram nein merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara hægja á sér. Stærstu jarðskjálftarnir koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (stærri en 3,0) og er hægt að fylgjast með þeirri virkni á jarðskjálftamælavefsíðunni minni hérna.

Minniháttar jarðskjálftahrina hjá Geysi og í Langjökli (syðri hlutanum)

Í gær (05-Febrúar-2014) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina norður af Geysi og síðan í suðurhluta Langjökuls í eldstöð sem er kennd við Presthnjúka. Enginn jarðskjálfti í þessari hrinu fór yfir stæðina 2,6. Stærstu jarðskjálftanir sáust á mælanetinu hjá mér og er hægt að sjá þá hérna (í nokkra klukkutíma í viðbót þegar þetta er skrifað).

140206_1100
Jarðskjálftahrinan í Langjökli og síðan norðan við Geysi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir utan þessa smáhrinu þá er mjög rólegt á Íslandi í jarðskjálftum og þetta er rólegasta tímabil á Íslandi síðustu fimm árin eftir því því sem ég kemst næst.

Styrkir: Þessi vefsíða er án auglýsinga og því þarf ég að treysta á styrki til þess hafa tekjur af minni vinnu. Ég þakka stuðninginn.

Tíðni eldgosa á Íslandi

Því er oft haldið fram að eldgos verði á Íslandi á 3 til 5 ára fresti. Samkvæmt þessari trú ætti næsta eldgos að eiga sér stað árið 2014 til 2016. Raunveruleikinn er hinsvegar mun flóknari en almennt er haldið varðandi eldgos á Íslandi. Eldgos eru mjög algeng á Íslandi, það er hinsvegar ekki það sama og að segja að eldgos eigi sér stað með reglulegu millibili. Lengsta hlé á eldgosum var 7 ár síðan almennileg skráning hófst á tíðni eldgosa á Íslandi. Það var þegar Krafla gaus árið 1984 og síðan Hekla árið 1991. Síðan eru það styttri tímabil milli eldgosa, eins og átti sér stað árið 2010 og árið 2011 þegar það gaus í Eyjafjallajöki, Kötlu og Grímsfjalli með nokkura mánaða millibili. Á þessu tímabili urðu tvö stór eldgos (Eyjafjallajökull og Grímsfjall) og síðan tvö lítil eldgos sem þarna áttu sér stað (~10 tímar í Kötlu og ~16 tímar í Harminum). Eldgosið í Grímsfjalli var það stærsta í 140 ár hið minnsta. Síðan varð gufusprenging í Kverkfjöllum núna í Ágúst-2013 (umfjöllum það er að finna hérna og hérna).

Það er ekki óalgengt að nokkur eldgos sé í gangi á Íslandi á sama tíma, þá á sama tíma eða yfir nokkura mánaða tímabil. Það hefur gerst áður í sögu Íslands og mun gerast aftur. Það er einnig algengt að löng hlé séu á eldgosum sem vara í nokkur ár hið minnsta. Eins og stendur er mjög rólegt á Íslandi en sagan sýnir að það er ekki alltaf þannig. Fyrir nánari upplýsingar um sögu eldgosa á Íslandi þá mæli ég með þessum hérna blogg pósti (jonfr.com, á ensku) og einnig þetta hérna (á ensku) yfirlit frá Veðurstofu Íslands.

Minniháttar kvikuinnskot í Báðarbungu – Hamarinn eldstöðvanar

Í gær (02-September-2013) átti sér stað minniháttar kvikuinnskot í Báðarbungu – Hamarinn eldstöðvanar. Þetta var lítið kvikuinnskot og stóð stutt yfir og olli minniháttar óróa á nærliggjandi sil stöðvum. Stærsti jarðskjálftinn sem fylgdi þessu kvikuinnskoti var 2,8 og með dýpið 14 km, sá jarðskjálfti sem kom á eftir þessum var með stærðina 2,1 og dýpið 15,5 km. Einn annar minni jarðskjálfti kom síðan í kjölfarið á þeim jarðskjálfta.

130903_1920
Jarðskjálftanir í Hamarinn – Báðarbunga eldstöðvunum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kvikuinnskot eru algeng á þessu svæði, þó svo að fjöldi þeirra sé breytilegur milli ára. Sum ár hafa mörg kvikuinnskot á þessu svæði, á meðan önnur ár eru fá til engin kvikuinnskot á þessu svæði. Kvikuinnskot þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi, kvikuinnskot þýðir bara að kvika var að færa sig til á dýpi og ekki er hægt að segja til um þýðingu þess til framtíðar.

Allt rólegt í íslenskri jarðfræði

Í sumar hefur verið tiltölulega rólegt á Íslandi þegar það kemur að jarðfræði Íslands, bæði í jarðskjálftum og virkni í eldfjöllum. Ástæðan fyrir þessu er sú að virkni á Íslandi gerist í stökkum, þess á milli er mjög rólegt og ég hef mjög lítið til þess að skrifa um. Þar sem þessi bloggsíða skrifar um það sem gerist, frekar en aðrar fræðigreinar á sviði jarðfræðinnar. Þetta hefur verið svo rólegt undanfarið að stundum hafa ekki mælst nema rétt um 100 jarðskjálftar á viku (7 dagar).

130806_1545
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir betri upplýsingar um jarðfræði Íslands þá mæli ég með þessari fræðigrein hérna (pdf, enska) eftir Pál Einarsson. Þessa stundina er rólegt á Íslandi og af þeim sökum er ekki mikið fyrir mig að skrifa um á þessari stundu. Það gæti þó breyst án nokkurs fyrirvara ef einhver virkni fer að eiga sér stað.