Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 23:33

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt. Ég mun ekki nota myndir núna, þar sem staða mála er orðin mjög flókin og stefnir í að verða flókari á næstunni.

Staðan í Öskju

 • Kvikuinnskotið hefur ekki ennþá náð inn í kvikuhólf Öskju. Það hefur náð inn í eldstöðina Öskju. Hvenær kvikinnskotið nær inn í kvikuhólf Öskju veit ég ekki.
 • Virkni hefur verið að aukast í Öskju vegna kvikuinnskotsins. Þetta er vegna stressbreytinga sem eru að eiga sér stað í eldstöðinni.

Staðan í Bárðarbungu

 • Staðan á kvikuinnskotinu er svipuð og hefur verið undanfarið. Það færist núna rúmlega 1 – 2 km á dag. Kvikuinnskotið hefur náð til Öskju. Það hefur hinsvegar ekki náð inn til kvikuhólfs Öskju ennþá. Hvenær það gerist veit ég ekki. Þegar það gerist þá mun jarðskjálftavirkni aukast í Öskju ásamt óróa.
 • Eldgosið sem varð þann 23-Ágúst-2014 hefur verið staðfest. Það entist aðeins í rúmlega 1 – 2 klukkutíma áður en það stoppaði. Ég held að þær hugmyndir sem hafa komið fram afhverju það hætti séu rangar. Það er mitt álitið að eldgosið átti sér stað vegna þess að þrýstingur var orðin svo mikill í kvikuhólfi Bárðarbungu að kvikan fór að leita að öðrum út-göngum í Bárðarbungu, þar sem kvikuinnskotið gat ekki annað þrýstingum. Þessi mikli þrýstingur varði þó eingöngu í rúmlega tvo klukkutíma. Þetta bendir sterklega til þess að kvika sé að koma af miklu dýpi inn í Bárðarbungu og það má því reikna með að þetta gerist aftur síðar. Núna er hinsvegar flæðið minna og því minni þrýstingur á kvikuhólfinu.
 • Ástæða þess að sigdældinar komu ekki fyrr fram er vegna þess að það tók tíma fyrir vatnið að finna sér farveg undir Vatnajökli. Ég veit ekki afhverju vatnið fór í Grímsvötn frekar en aðra leið.
 • Jarðskjálftavirkni er mjög mikil í norðurenda kvikuinnskotsins. Það er jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu sjálfri, þó svo að þessi jarðskjálftavirkni sé ekki stöðug eins og stendur. Það gæti breyst án viðvörunar.
 • Sprungur sjást núna á yfirborðinu þar sem kvikuinnskotið er og það bendir til þess að dýpst séu eingöngu rúmlega 2 km niður á sjálft kvikuinnskotið. Sigdældir hafa myndast við jökulsporðinn þar sem hann er þunnur vegna jarðhitavirkni sem er að taka sig upp núna á leið kvikuinnskotsins.
 • Kvikuinnskotið er búið að valda færslu upp á rúmlega 40 sm austur og vestur síðan þessi atburðarrás hófst. Það er ekkert sem bendir til þess að farið sé að hægja á þessari atburðarrás.
 • Þetta gæti orðið mjög löng atburðarrás. Sem gæti jafnvel varað nokkur ár, frekar en mánuði sé miðað við sögu Bárðarbungu í eldgosum.
 • Það hefur verið „rólegt“ í Bárðarbungu í dag. Óróinn hefur verið stöðugur og hefur ekki risið eða fallið eins og undanfarna daga. Ég tel líklegt að það muni breytast á næstu klukkutímum. Þar sem ég er nú þegar farinn að sjá breytingu á óróamælingum sem eru gerðar í kringum Bárðarbungu.

Þessi atburðarrás er mjög hröð og staða mála mun breytast mjög hratt. Það þýðir að þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt. Hægt er að skoða jarðskjálftavefsíðuna mína hérna.

Grein uppfærð klukkan 23:37.

Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 14:31

Hérna er staða mála í Öskju og Bárðarbungu. Ég hef ekki haft tíma til þess að fara yfir myndir og finna hentungar vegna þeirra stöðu sem er komin upp núna. Hvað gerist í þessu veit ég ekki ennþá.

Staðan í Öskju

 • Kvikuinnskotið frá Bárðarbungu er komið inn í Öskju. Ekki bara sprungusveiminn frá Öskju, heldur inn í sjálfa eldstöðina.
 • Viðvörunarstig Öskju hefur verið fært upp á gult stig.

Staðan í Bárðarbungu

 • Sigdældir hafa sést í Vatnajökli sem er ofan á Bárðarbungu, þær hafa ekki stækkað í nótt samkvæmt athugun vísindamanna í dag.
 • Það jökulvatn sem bráðnaði við þetta virðist hafa farið í Grímsvötn. Þar sem þau hafa hækkað um 10 til 15 metra á síðustu dögum.
 • Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil. Bæði í Bárðarbungu og í kvikuinnskotinu. Í morgun varð jarðskjálfti með stærðina 5,4 (samkvæmt EMSC, USGS) klukkan 08:13. Stærsti jarðskjálftinn átti sér stað í öskju Bárðarbungu eins og flestir stórir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað undanfarið.
 • Í gær urðu yfir 1300 jarðskjálftar í norður enda kvikuinnskotsins.
 • Sprungur eru farnar að koma fram í jörðinni milli Dyngjujökuls og Öskju. Þetta þýðir að kvikuinnskotið er komið mun hærra en jarðskjálftavirkni bendir til. Sigdældir hafa einnig sést í Dyngjujökli þar sem hann er hvað þynnstur við enda jökulsins.
 • Órói er ennþá mjög hár á SIL stöðvum í kringum Bárðarbungu.

Ástandið er mjög óstöðugt núna og mun breytast án fyrirvara á næstu 24 til 48 klukkutímum. Hugsanlega fyrr. Ég met að það séu 80% líkur á því að eldgos muni núna eiga sér stað bæði í Bárðarbungu og Öskju. Sérstaklega þar sem lítil eldgos hafa átt sér stað undir jöklinum í Bárðarbungu síðustu daga.

Óljóst hvað er að gerast í Bárðarbungu

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

 • Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil.
 • Sigkatlar hafa myndast í Vatnajökli nærri Bárðarbungu. Þeir eru SA og SSA við Bárðarbungu.
 • Sigkatlanir eru í kringum 4 til 6 km langir og rúmlega 1 km breiðir.
 • Enginn gosórói hefur sést á mælum Veðurstofunnar, en það gæti haft sínar eigin ástæður.

 

140827_2315
Jarðskjálftavirkni hefur verið mjög mikil síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140827_2315_trace
Mjög þétt jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.27.08.2014.at.23.22.utc
Óróinn er ennþá mjög mikill Dyngjuhálsi SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.27.08.2014.at.23.23.utc
Óróinn er ennþá mjög á Kreppuhrauni SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sigkatlanir eru á svæði þar sem jarðskjálftar með stærðina 5,0 hafa átt sér stað undanfarið. Auk fjölda annara jarðskjálfta. Hinsvegar hefur þarna ekki átt sér stað nein virki eins og þá sem hefur verið í kvikuinnskotinu síðan 16-Ágúst-2014. Það er ekki ennþá ljóst hvað varð um allt vatnið sem bráðnaði í þessu öllu saman. Á þessu svæði er jökulinn rúmlega 400 til 600 metra þykkur. Það hefur því talsvert magn af vatni bráðnað á þessu svæði núna. Það er möguleiki á því að þetta vatn hafi runnið til Grímsvatna, en það er ekki ennþá búið að staðfesta það ennþá.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég hef þær.

Um litla eldgosið í Bárðarbungu (staða mála klukkan 23:45)

Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög fljótt og án viðvörunar.

Eldgosið sem átti sér stað í dag (24-Ágúst-2014) í Bárðarbungu var mjög lítið. Þetta eldgos var svo lítið að það breytti ekki einu sinni yfirborði Vatnajökuls, en jökulinn þarna er í kringum 400 metra þykkur. Svona lítil eldgos eru ekki algeng á Íslandi samkvæmt sögunni. Þó svo að þau eigi sér einstaka sinnum stað.

140823_1940
Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög mikil í Bárðarbungu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag hafði stærðina 4,5 samkvæmt upplýsingum frá EMSC. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni og hafa nokkrir atburðir komið fram í dag sem voru stærri en 3,0.

dyn.svd.23.08.2014.at.23.16.utc
Óróinn í Bárðarbungu hefur verið mjög mikill í dag. Óróinn sem kom fram vegna litla eldgossins í dag er öðruvísi sá órói sem rennsli kviku neðanjarðar sem kemur einnig fram á Dyngjuhálsi SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.24.08.2014.at.23.25.utc
Óróinn sást einnig vel á Kreppuhraun SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

DYNC_3mrap.svd.23.08.2014.at.19.00.utc
Kvikuinnskotið í jarðskorpuna hefur valdið því að hún þenst út eins og þessi GPS gögn sýna. Hægt er að skoða fleiri GPS gögn hérna (á ensku). Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Háskóla Íslands.

Núverandi GPS gögn sýna að færslan norður hefur hætt, í staðinn er þenslan vestur farin að aukast ennþá meira og er núna 2 til 3 sm á hverju degi. Kvikuinnskotið hefur einnig breytt um stefnu, það leitar núna meira í norður heldur en í norð-austur eins og áður var. Síðan virðist kvikuinnstreymi inn í þennan berggang (visindavefur.is) vera mjög stöðugt og vera að mestu leiti ennþá á 5 til 10 km dýpi. Það hefur ekki dregið úr þessu innstreymi kviku í dag.

Það virðist sem að þetta eldgos hafi verið svo lítið að ég er ekki viss um að það hafi varað í klukkutíma. Þar sem þetta hinsvegar á sér stað undir 400 metrum af jökli þá eru þetta aðalega ágiskanir hjá mér, þar sem ég hef eingöngu mæligögn til þess að nota til þess að sjá þetta eldgos. Ég er viss um að þetta er ekki síðasta litla eldgosið sem mun eiga sér stað þarna, og ég er alveg viss um að einhver af þessum smá eldgosum munu verða á svæði þar sem enginn jökull er til staðar.

Lítið eldgos staðfest í Bárðarbungu

Nýjar upplýsingar. Þessar upplýsingar verða úreltar mjög fljótt.

Lítið eldgos er hafið í Bárðarbungu samkvæmt Veðurstofu Íslands. Sem stendur er þetta eldgos undir jökli og er lítið.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála um leið og ég hef þær.

Hugsanlegt eldgos í Bárðarbungu

Þetta hérna eru fyrstu upplýsingar og gætu verið rangar! Eldgos gæti ekki verið að hefjast og þetta gæti allt eins verið breytingar á óróa vegna kviku neðanjarðar. Það er ekki hægt að vera viss fyrr en búið er að staðfesta eldgos með öðrum leiðum.

Það virðist sem að eldgos sé líklega að hefjast í Bárðarbungu. Óróinn er farinn að stíga mjög mikið þessa stundina eins og sést á umræddum SIL stöðvum Veðurstofunnar.

dyn.svd.23.08.2014.at.11.09.utc
Óróinn á Dyngjuhálsi SIL stöðinni klukkan 11:09. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.23.08.2014.at.11.10.utc
Óróinn á Kreppuhraun SIL stöðinni klukkan 11:10. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.23.08.2014.at.11.10.utc
Óróinn kemur einnig vel fram á Mókollum SIL stöðinni klukkan 11:10. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast núna. Ekkert hefur verið staðfest ennþá þegar þetta er skrifað. Það er möguleiki á því að það sé ekki eldgos að hefjast í Bárðarbungu þessa stundina, það gæti þó breyst án fyrirvara hvenær sem er.

Óstaðfest eldgos í Bárðarbungu

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Alla síðustu viku (viku 33) þá hefur minniháttar jarðskjálftahrina átt sér stað í Bárðarbungu. Alla vikuna hefur þessi jarðskjálftahrina verið í gangi en hefur verið frekar lítil og enginn stór jarðskjálfti átt sér stað. Í nótt um klukkan 02:20 hófst órói í Bárðarbungu, um klukkan 03:30 hófst síðan jarðskjálftahrinan sem stendur ennþá. Stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærð í kringum 3,0. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 5 til 10 km. Síðustu klukkutíma hefur jarðskjálftahrinan færst til í Bárðarbungu og er núna austar en jarðskjálftahrinan sem hefur varað alla vikuna. Samkvæmt fréttum Rúv þá er jökulinn á þessu svæði í kringum 700 metra þykkur, þannig að það mun þurfa stórt eldgos til þess að það komist upp úr jöklum sem þarna er til staðar. Þetta þýðir einnig að mikil hætta er á flóði í jökulám á þessu svæði vegna þessar virkni.

140816.040416.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn í nótt sem kom fram á jarðskjálftamælinum mínum. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140816_1145
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu klukkan 11:45. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.16.08.2014.12.01.utc
Óróinn í Báðarbungu á Dyngjuhálsi. Þessi SIL stöð er næst upptökum óróans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.16.08.2014.12.02.utc
Óróinn í Bárðarbungu á Vonaskarð SIL stöðinni. Þessi SIL stöð er önnur næsta SIL stöðin við upptök óróans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er þessi óróavirkni í Bárðarbungu ekki alveg stöðug og það eru minniháttar sveiflur sem eru að eiga sér stað. Fyrir utan þessa litlu sveiflur þá virðist virkin vera mjög stöðug. Miðað við óróann sem er að koma fram og hversu langt hann nær þá virðist þetta ekki vera stórt atburður (óstaðfest eldgos), en það gæti breyst án fyrirvara. Ég býst við stórum jarðskjálfta áður en stórt eldgos hæfist í Bárðarbungu. Það sem virðist hafa gerst er að kvikuinnskot komst upp á yfirborðið og við það hófst lítið eldgos sem er ennþá í gangi.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram. Staða mála gæti breyst án fyrirvara og snögglega.

Tíðni eldgosa á Íslandi

Því er oft haldið fram að eldgos verði á Íslandi á 3 til 5 ára fresti. Samkvæmt þessari trú ætti næsta eldgos að eiga sér stað árið 2014 til 2016. Raunveruleikinn er hinsvegar mun flóknari en almennt er haldið varðandi eldgos á Íslandi. Eldgos eru mjög algeng á Íslandi, það er hinsvegar ekki það sama og að segja að eldgos eigi sér stað með reglulegu millibili. Lengsta hlé á eldgosum var 7 ár síðan almennileg skráning hófst á tíðni eldgosa á Íslandi. Það var þegar Krafla gaus árið 1984 og síðan Hekla árið 1991. Síðan eru það styttri tímabil milli eldgosa, eins og átti sér stað árið 2010 og árið 2011 þegar það gaus í Eyjafjallajöki, Kötlu og Grímsfjalli með nokkura mánaða millibili. Á þessu tímabili urðu tvö stór eldgos (Eyjafjallajökull og Grímsfjall) og síðan tvö lítil eldgos sem þarna áttu sér stað (~10 tímar í Kötlu og ~16 tímar í Harminum). Eldgosið í Grímsfjalli var það stærsta í 140 ár hið minnsta. Síðan varð gufusprenging í Kverkfjöllum núna í Ágúst-2013 (umfjöllum það er að finna hérna og hérna).

Það er ekki óalgengt að nokkur eldgos sé í gangi á Íslandi á sama tíma, þá á sama tíma eða yfir nokkura mánaða tímabil. Það hefur gerst áður í sögu Íslands og mun gerast aftur. Það er einnig algengt að löng hlé séu á eldgosum sem vara í nokkur ár hið minnsta. Eins og stendur er mjög rólegt á Íslandi en sagan sýnir að það er ekki alltaf þannig. Fyrir nánari upplýsingar um sögu eldgosa á Íslandi þá mæli ég með þessum hérna blogg pósti (jonfr.com, á ensku) og einnig þetta hérna (á ensku) yfirlit frá Veðurstofu Íslands.