Þensla frá upphafi September í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík og í eldstöðinni Reykjanes

Samkvæmt GPS gögnum sem hægt er að skoða hérna fyrir eldstöðina Trölladyngja-Krýsuvík og hérna fyrir eldstöðina Reykjanes. Þá virðist sem að nýtt þenslutímabil hafi hafist í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík í upphafi September og er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Mjög lítil jarðskjálftavirkni er í gangi þessa stundina en það hefur verið mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu undanfarna mánuði og það getur hafa slakað á spennu á svæðinu. Þessi jarðskjálftavirkni útskýrir einnig einhverja af GPS færslunum sem koma fram. Ég hef takmarkaðan skilning á GPS gögnum og því getur mat mitt á þessum gögnum verið lélegt og rangt.

Það virðist einnig vera þensla í gagni í eldstöðinni Reykjanes og án mikillar jarðskjálftavirkni. Sú þensla virðist hafa verið í gangi síðan í upphafi Ágúst. Það hafa ekki orðið nein eldgos í eldstöðinni Reykjanes á þessum tíma. Jafnvel þó svo að komið hafi fram endurtekin tímabil þenslu, jarðskjálfta og sig í eldstöðinni Reykjanes. Stundum kemur fram kvikuinnskot í kjölfarið á þenslutímabili en það virðist ekki hafa gerst núna.

Ef að þetta þenslutímabil heldur áfram í einu eða báðum eldstöðvum. Þá er mjög líklegt að nýtt jarðskjálftatímabil sé að hefjast á Reykjanesskaga. Hvenær slíkt jarðskjálftatímabil hefst er vonlaust að segja til um. Þar sem nýlegar jarðskjálftahrinur og eldgos hafa breytt jarðskorpunni á svæðinu mjög mikið á undanförnum mánuðum. Kvikuinnskot og kvikan sem er þarna valda því að á svæðum er jarðskorpan að verða mýkri vegna hitans frá kvikunni og það dregur úr jarðskjálftavirkninni hægt og rólega. Frekar en í upphafi eldgosa tímabilsins, þegar jarðskorpan var köld og stökk og brotnaði með meiri látum sem olli meiri jarðskjálftavirkni rétt áður en eldgos átti sér stað.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að leggja inná mig með þessum hérna banka upplýsingum. Takk fyrir stuðninginn. Þar sem styrkir gera mér fært að halda þessari vefsíðu gangandi og vinna þessa vinnu. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf

Staðan í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanesi

Þetta er stutt grein um stöðina í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanesi. Greinin er skrifuð klukkan 18:14.

Eldstöðvar nefndar í þessari grein

Fagradalsfjall
Reykjanes
Krýsuvík

 • Fagradalsfjall hefur ekki gosið síðan á Pleistósentímabilið. Hvenær síðasta eldgos varð er ekki vitað eða er ekki skráð. Þetta er að lágmarki fyrsta eldvirkni í Fagradalsfjalli í 11700 ár.
 • Eldgosahætta er núna í eldstöðinni Reykjanes*.
 • *Þetta gæti verið önnur eldstöð kennd við Svartsengi (engin upplýsingasíða) en jarðfræðikortum ber ekki saman um hvaða eldstöð er nákvæmlega þarna. Það er möguleiki að eldstöðin Reykjanes nái þangað en það er ekki almennilega vitað miðað við ósamræmi í jarðfræðikortum. Það er möguleiki að eldstöðin Reykjanes nái eingöngu inn að Reykjanestá og restin af eldstöðinni er þá undir sjó.
 • Það hefur aðeins dregið úr virkninni í eldstöðinni Krýsuvík síðasta sólarhring. Hættan á eldgosi er núna minni í þeirri eldstöð.
 • Mesti fjöldi jarðskjálfta var núna meiri en 3000 jarðskjálftar á einum degi.
 • Síðustu 24 klukkutíma hafa 12 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 hafa átt sér stað. Flestir af þessum jarðskjálftum finnast í byggð.
 • Síðustu 48 klukkutímana þá hafa um 3300 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga.
 • Kvika er núna áætluð á rúmlega 5 til 6 km dýpi og gæti verið eins grunnt og 2 km dýpi.

 

Þétt jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Mikið af grænum stjörnum mikið um rauða punkta sem tákna nýja jarðskjálfta
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga þar sem mesta jarðskjálftavirknin er til staðar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kort af mögulegum svæðum þar sem eldgos geta orðið hafa verið gefin útaf Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og hægt er að sjá þau kort hérna á Facebook. Jarðsvísindadeild Háskóla Íslands hefur einnig gefið út kort af mögulegu hraunflæði og það er hægt að skoða þau kort hérna á Facebook. Kortin eru uppfærð daglega á Facebook

Vefmyndavélar – Bætt inn klukkan 21:16

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Vogastapi (Rúv.is)
Keilir í beinni (mbl.is)
Óróasvæðið í beinni útsendingu (Vísir.is)
Live from Iceland
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Road camera 1
Road camera 2 (næturmyndavél/innrauð myndavél)

Styrkir

Það er hægt að styrkja mig með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni auk þess sem hægt er að millifæra beint á mig styrk ef fólk getur styrkt mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Auglýsingar

Hægt er að kaupa auglýsingar á þessari síðu. Ég er ennþá að vinna í verðskrá fyrir auglýsingar þar sem þetta er ný þjónusta hjá mér.

Grein uppfærð klukkan 21:16

Jarðskjálfti milli Bárðarbungu og Grímsfjalls

Í dag (05-Júlí-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á milli Bárðarbungu og Grímsfjalls.

160705_1515
Græna stjarnan sýnir jarðskjálftann milli Bárðarbungu og Grímsfjalls. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti bendir til þess að flækjur séu á leiðinni milli þessara tveggja eldstöðva. Spurningin er hinsvegar hvort að Bárðarbunga og Grímsfjall muni hafa áhrif á hvora aðra á næstunni. Þar sem báðar þessar eldstöðvar eru að undirbúa eldgos. [Hugleiðingar!] Allt það sem ég fæ frá mínum hugsunar módelum eru óljós svör um það sem gæti hugsanlega gert (þar sem ég hef ekki þekkinguna eða tölvuaflið til þess að skrifa þetta niður í tölvuforrit ennþá) er óvissa. Í versta tilfelli þá mun kvikuinnskot frá Bárðarbungu koma inn í Grímsfjall og valda þannig eldgosi. Hinn möguleikinn er sá að kvikuinnskot frá Grímsfjalli fer í Bárðarbungu og veldur þannig eldgosi (athuga: Slíkt gæti valdið frekar stóru og miklu eldgosi sem gæti valdið miklum skaða). Það er einnig möguleiki á því að ekkert meira en jarðskjálftar eigi sér stað. Hinsvegar bendir jarðskjálftavirknin á þessu svæði að engin slík heppni sé til staðar núna á þessu svæði. Hvenær og hvort að þetta mun gerast er ekki hægt að segja til um með neinum hætti. Það eina sem hægt er að gera að vakta þessar eldstöðvar dag og nótt.[/Hugleiðingar!]

Allt rólegt á Íslandi (þessa stundina)

Þessa stundina er allt rólegt í jarðskjálftum á Íslandi, frá miðnætti hafa eingöngu mælst fimm jarðskjálftar (sjálfvirkt, handvirk yfirferð er með fleiri jarðskjálfta). Ég er ekki viss um að þessir jarðskjálftar hafi farið yfir stæðina 1,0. Það hefur verið mjög rólegt í jarðfræðinni á Íslandi síðustu daga og því hef ég ekki haft neitt til þess að skrifa um, einnig sem að veðrið hefur verið gott (ekki neinn sterkur vindur). Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi það verður svona rólegt á Íslandi, venjulega enda svona róleg tímabil með jarðskjálftahrinu einhverstaðar á Íslandi. Stundum koma stórar jarðskjálftahrinur, stundum koma litlar jarðskjálftahrinur.

Vegna þess hversu rólegt það er þessa stundina, þá hef ég ekki neitt til að skrifa um. Það er hægt að fylgjast með hinum hefðbundu eldfjöllum, eins og Bárðarbungu, Kötlu og síðan jarðskjálftasvæðum fyrir norðan og sunnan Ísland. Hugsanlegt er að einhver jarðskjálftavirkni sé að eiga sér stað djúpt á Reykjanesinu og síðan djúpt norður af Kolbeinsey (sem er norðan við Grímsey).

Myndir af eldstöðvum Íslands

Þegar ég flaug til Danmerkur þann 14 Apríl þá var gott veður og heiðskýrt yfir Íslandi. Það gaf mér tækifæri til þess að taka myndir af þeim eldstöðvum sem voru í flugleið á leið minni til Kaupmannahafnar.

Hægt er að skoða myndirnar hérna. Ég get ekki sett þær inn í WordPress þar sem þær eru of stórar fyrir kerfið. Ég mun útbúa vefsíðu síðar með útskýringum hvað sést á myndunum. Höfundaréttur þessara mynda tilheyrir Jóni Frímanni Jónssyni. Hægt er að nota myndirnar gjaldfrjálst persónulega en öll notkun í auglýsingum og annari atvinnustarfsemi krefst leyfis frá mér.

Áhugaverð virkni í Hamrinum (Bárðarbunga) og Tungnafellsjökli

Í gær (11-September-2015) átti sér stað áhugaverð virkin í Hamrinum (sjá undir Bárðarbunga). Hamarinn er eldstöð sem er innan sprungusveims Bárðarbungu. Hamarinn er hugsanlega tengdur eldstöðinni Bárðarbungu en sönnunargöng fyrir því eru mjög veik. Þó benda söguleg gögn til þess að oft gjósi í Hamrinum á svipuðum tíma og í Bárðarbungu. Annað slíkt dæmi er eldstöðin Þórðarhyrna í sprungusvarmi Grímsfjalls.

Sú jarðskjálftahrina sem hófst í Hamrinum byrjaði með litlum jarðskjálfta á 22,3 km dýpi. Nokkrir grunnir jarðskjálftar áttu sér stað á undan þessum jarðskjálfta, en þeir tengjast líklega breytingum í jarðhitakerfi Hamarsins á undan jarðskjálftanum. Þessi staki jarðskjálfti kom af stað hrinu jarðskjálfta á minna dýpi, það bendir til þess að þrýstingur inní eldstöðinni sé orðinn hár, hversu hár er ómögulegt að segja til um, það er einnig ekki hægt að segja til um það hversu nálægt eldgosi eldstöðin er. Miðað við þær vísbendingar sem ég er að sjá núna, þá er útlitið ekki gott að mínu mati. Síðast varð lítið eldgos í Hamrinum í Júlí-2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna, hérna og hérna.

150911_2215
Það svæði sem er núna virkt í Hamrinum. Jökulinn á þessu svæði er í kringum 300 til 400 metra þykkur. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.svd.11.09.2015.at.22.48.utc
Þeir jarðskjálftar sem eiga sér stað í Hamrinum eru lágtíðni jarðskjálftar (grænir og rauðir toppar). Einnig sést óróatoppur á græna bandinu, ég veit ekki afhverju sá órói varð en hann virðist ekki koma fram á bláa og rauða bandinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.11.09.2015.at.22.49.utc
Óróatoppurinn sést ekki á SIL stöðinni í Skrokköldu. Ég er ekki viss um afhverju það er. Jarðskjálftavirkni sést mjög vel. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Virkni í Tungnafellsjökli

Það hefur einnig verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli. í gær (11-September-2015) varð jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Jarðskjálftahrinan hófst á jarðskjálfta á 12,3 km dýpi og varð öll á svipuðu dýpi í kjölfarið. Þetta bendir til þess að kvikuinnskot hafi átt sér stað í dag á þessu svæði. Hvenær slíkt gæti er ekki hægt að spá fyrir um. Það er einnig hugsanlegt að kvika sér á minna dýpi nú þegar vegna þeirrar virkni sem átti sér stað í kringum eldgosið í Bárðarbungu.

150911_2215
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Tungnafellsjökull er fyrir norðan Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 1,9. Þetta var einnig grynnsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Eftir því sem ég best veit þá hafa ekki orðið neinar yfirborðsbreytingar í Tungnafellsjökli eftir því sem ég kemst næst. Það verða ekkert alltaf yfirborðsbreytingar í eldstöðvum (hverir og jarðhiti) áður en eldgos hefst.

Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Tungnafellsjökli

Þó svo að eldgosinu í Holuhrauni og Bárðarbungu sé lokið. Þá er ennþá fullt að gerast í Bárðarbungu þessa dagana. Dýpsti jarðskjálftinn sem hefur átt sér stað síðustu 48 klukkutímana var með dýpið 28,6 km og jarðskjálftar verða ekki mikið dýpri en þetta í Bárðarbungu. Á þessi dýpi koma jarðskjálftar fram vegna hreyfinga kviku frekar en spennubreytinga í jarðskorpunni.

150629_1615
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (rauðir punktar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tungnafellsjökull

Síðan að eldgosinu lauk í Bárðarbungu og Holuhrauni þá hefur ekki dregið úr virkni í Tungnafellsjökli eins og búast hefði mátt við. Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram, þó lítil sé og á mjög miklu dýpi. Dýpsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með dýpið 26,2 km.

150628_1925
Jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli (gulir punktar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast í Tungnafellsjökli þar sem eldstöðin hefur ekki gosið á sögulegum tíma. Það er þó ljóst að kvikuinnskot eru að eiga sér stað á miklu dýpi, hvort og hvenær slíkt gæti leitt til eldgoss er óljóst á þessari stundu. Þar sem Tungnafellsjökull hefur ekki gosið á sögulegum tíma þá er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í eldstöðinni.

Staðan í Bárðarbungu þann 5-Janúar-2015

Hérna eru nýjustu upplýsingar um stöðuna í Bárðarbungu þann 5-Janúar-2015.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá hafa ekki orðið neinar stórar breytingar á eldgosinu í Holuhrauni um helgina. Eldgosið heldur áfram að mestu leiti á svipuðum nótum og hefur verið síðustu fjóra mánuðina. Hraunið rennur núna neðanjarðar að mestu leiti í nýja hrauninu sem hefur myndast í eldgosinu.

150105_2225
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Minni jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu síðustu daga og ber þess merki að dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkninni miðað við vikunar á undann. Það er mín skoðun að þetta bendi til þess að kvikuhólfið sem var að tæmast sé núna orðið tómt, eða næstum því orðið tómt. Ef það er raunin þá er hætta á því að þetta kvikuhólf falli saman með látum að mínu áliti. Þetta mundi ekki vera hrun öskjunnar, heldur eingöngu kvikuhólfsins sem er undir öskjunni í mjög flóknu eldfjalli. Þetta getur auðvitað ekki gerst, ef þetta gerist þá munu merkin verða merki af mjög stórum jarðskjálftum sem munu eiga sér stað þegar kvikuhólfið fellur saman. Ef þetta gerist ekki og kvikuhólfið helst uppi (jafnvel þó svo að kvikan sé öll farin eða nærri því öll farinn) þá er ljóst að jarðskorpan í Bárðarbungu brotnar ekki svo auðveldlega. Það er hinsvegar þekkt staðreynd að náttúrunni er illa við tóm rými þar sem þau eiga ekki að vera.

Eldstöðvanar Tungafellsjökull og Hamarinn

Vísindamenn hafa núna áhyggjur af því að Bárðarbunga sé að valda óstöðugleika í nálægum eldstöðvum. Þá helst í Tungafellsjökli og Hamrinum (einnig þekktur sem Loki-Fögrufjöll). Mikill munur er á Tungafellsjökli og Hamrinum, það er hinsvegar aukinn virkni í þessum tveim eldfjöllum síðustu fjóra mánuði.

Vandamálið við Hamarinn er það að ekki eru miklir jarðskjálftar í þeirri eldstöð og eldgos virðast geta átt sér stað þar án mikils fyrirvara eða viðvörunar (það gæti breyst, en þetta er það sem gögnin benda til núna). Þetta bendir til þess að kvika sé tiltölulega grunnt í Hamrinum og að jarðskorpan sé svo mjúk að hún brotnar ekki (þetta er bara mín hugmynd um hvað gæti verið að gerast þarna, þetta hefur ekki verið sannað). Ef þetta er staðan, eins og gögnin benda til þá er hætta á eldgosi í Hamrinum án mikillar viðvörunar og mjög lítilli eða engri jarðskjálftavirkni. Síðasta eldgos var í Hamrinum í Júlí-2011 og skrifaði ég um það hérna og hérna (á ensku).

Staðan er önnur í Tungafellsjökli. Þar hefur verið örlítið um kvikuinnskot í eldstöðina síðan seint árið 2011 eða snemma árið 2012. Þau kvikuinnskot hafa búið til frekari leiðir fyrir meiri kviku að ryðja sér leið upp á yfirborðið og valda eldgosi. Eins og stendur er ekki nægjanlega mikið af kviku í Tungafellsjökli til þess að valda eldgosi og þessi kvika hefur ekki þrýstinginn til þess að valda eldgosi að auki eftir því sem ég er að sjá úr gögnum (mín skoðun). Eins og staðan er núna, þá verður umtalsvert meira að gerast til þess að það fari að gjósa í Tungafellsjökli í fyrsta skipti á sögulegum tíma að mínu mati (athugið! Ég hef stundum rangt fyrir mér í þessum efnum).

Staðan í Bárðarbungu þann 15-Október-2014

Í dag (15-Október-2014) varð ekki mikil breyting á stöðunni frá því í gær (15-Október-2014). Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 5,4 og fannst vel á Akureyri. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Ég hef ekki frétt að neinum breytingum á eldgosinu í Holuhrauni sem heldur áfram eftir því sem ég best veit, og ekki er að sjá neina breytingu á eldgosinu sé að ljúka. Við jarðskjálftann þá lækkaði askja Bárðarbungu um rúmlega 15 sm.

141015_2255
Jarðskjálftarnir í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég held að það séu ekki neinar frekari fréttir af stöðu mála í Bárðarbungu eins og er, það er alltaf eitthvað að gerast á hverjum degi og því held ég áfram að skrifa um það litla sem þó gerist. Sá stöðugleiki sem er í eldgosinu og í virkninni í Bárðarbungu er blekkjandi, þar sem að þetta getur allt saman breyst án nokkurs fyrirvara.

Fyrir þá sem hafa áhuga, þá hægt að hlusta á jarðskjálftann sem varð í dag (15-Október-2014) sem ég mældi. Ég breytti þeim gögnum sem ég hef um jarðskjálftann í hljóðskrár frá þeim tveim jarðskjálftamælum sem ég er með. Þetta er ekki langur hljóðbútur, rétt um 3 sekúndur hver þeirra. Þessir hljóðbútar eru undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.

Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum.
141015.111600.bhrzZ

Jarðskjálftamælirinn í Heklubyggð.
141015.111607.hkbzZ

Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 18:37

Þessar upplýsingar mun verða úreltar mjög fljótt.

Þetta er helgar uppfærsla hjá mér af stöðu mála í Öskju og Bárðarbungu. Það er því ekki víst að ég hafi allar upplýsingar hérna inni um helgar.

Staðan í Öskju

 • Askja er ennþá á gulu viðvörunarstigi.
 • Kvikuinnskotið virðist hafa stoppað á leið sinni til Öskju. Afhverju það er ekki vitað eins og er.
 • Jarðskjálftavirkni virðist hafa minnkað í Öskju síðustu 24 klukkustundirnar.

Staðan í Bárðarbungu

 • Stærsti jarðskjáfltinn síðustu 24 klukkutímana varð klukkan 07:03 í morgun og var með stærðina 5,4. Jarðskjálftinn varð í suð-vestur hluta Bárðarbungu og kom vel fram á jarðskjálftamælunum mínum sem hægt er að skoða hérna.
 • Það hefur verið staðfest að eldgos átti sér stað þann 23-Ágúst. Eldgosið var tíu sinnum stærra en eldgosið í Holuhrauni, en varð undir 400 til 600 metra jökli og sást því ekki.
 • Flestir jarðskjálftarnir eiga sér núna stað á 15 km svæði í kvikuinnskotinu. Það svæði byrjar þar sem gaus í Holuhrauni og nær 15 km suður frá þeim stað. Kvikuinnskotið virðist ekki vera að færast norður þessa stundina.
 • Síðasta stóra eldgos varð í Bárðarbungu árið 1717. Samkvæmt Global Volcanism Program þá varð það eldgos með stærðina VEI 3.
 • Eldgos geta átt sér stað í hlíðum Bárðarbungu en einnig í öskjunni, þar sem rúmlega 800 metra þykkur jökull er til staðar (+- 100 metrar).
 • Jarðskjálftavirkni er stöðug, með rúmlega 1000 til 2000 jarðskjálfta á dag.

GPS gögn

Veðurstofan hefur gefið út GPS gögn og hægt er að skoða þau hérna.

Uppfærslur um helgar

Ég mun setja inn styttir uppfærslur um helgar þar sem ég þarf að taka mér smá frí um helgar. Ég hef núna verið að skrifa um stöðu mála í Bárðarbungu síðustu tvær vikur. Þannig að uppfærslur um helgar verða styttri með færri atriðum en uppfærslur sem eru skrifaðar Mánudaga til Föstudaga. Ef eldgos verður þá mun ég skrifa um það um leið og ég frétti af því, og ég mun setja inn frekar upplýsingar um leið og ég veit eitthvað frekar um hvað er að gerast.

Grein uppfærð klukkan 19:02.
Upplýsingar um staðsetningu jarðskjálftavirkninnar í kvikuinnskotinu voru leiðréttar.