Djúpir jarðskjálftar í rótum Eyjafjallajökuls

Í dag (30-Júní-2016) kom fram nokkrir jarðskjálftar í rótum Eyjafjallajökuls að ég held. Mesta dýpið sem kom fram var 14,3 km og mesta stærð jarðskjálfta sem kom fram var 1,1 en aðrir jarðskjálftar voru með stærðina 0,7.

160630_2055
Jarðskjálftarnir í rótum Eyjafjallajökuls (þrjár gulu doppunar á myndinni). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldstöðvakerfi Eyjafjallajökuls nær í þessa átt, hinsvegar á þessu svæði eru engir sjáanlegir gígar og líklegt að ef einhverjir gígar hafi verið þarna, þá hafi þeir veðrast niður með tímanum. Ólíkt mörgum eldfjöllum þá hefur Eyjafjallajökull ekki víðtækt sprungukerfi út frá sér, það ætti að takmarka hversu langt kvika getur ferðast frá eldstöðinni, það er að minnsta kosti hugmyndin eins og hún er í dag. Ég er ekki að búast við eldgosi á næstunni frá Eyjafjallajökli. Ef þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram, þá gæti ég þurft að breyta þeim hugmyndum. Ég reikna ekki með að þessi jarðskjálftavirkni haldi áfram og næsta eldgos í Eyjafjallajökli er ekki líklegt fyrr en árið 2199 í fyrsta lagi (miðað við þau módel sem ég nota).

Það er einnig möguleiki á því að þessir jarðskjálftar séu í raun hluti af Vestamannaeyja eldstöðvarkerfinu. Á undanförnum árum hafa djúpir jarðskjálftar átt sér stað í því eldstöðvarkerfi, ekki margir en reglulega hafa komið fram djúpir jarðskjálftar í því eldstöðvarkerfi.

Ný rannsókn sýnir að öskuskýið í eldgosum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum var stærra en talið var

Samkvæmt frétt Rúv í dag þá hefur komið í ljós í nýlegri rannsókn að umfang öskuskýjanna frá Eyjafjallajökli (2010) og Grímsvötnum (2011) var stórlega vanmetið á sínum tíma. Einnig var vanmetin kornastærðin í þessum öskjuskýjum. Þetta vanmat stafaði frá gervihnattamyndum sem gáfu ekki alveg rétta mynd af stöðu mála. Sú ákvörðun um að loka lofthelginni var því rétt samkvæmt fréttinni.

Frétt Rúv

Viðbrögðin voru hárrétt (Rúv.is, hljóð)

Tíðni eldgosa á Íslandi

Því er oft haldið fram að eldgos verði á Íslandi á 3 til 5 ára fresti. Samkvæmt þessari trú ætti næsta eldgos að eiga sér stað árið 2014 til 2016. Raunveruleikinn er hinsvegar mun flóknari en almennt er haldið varðandi eldgos á Íslandi. Eldgos eru mjög algeng á Íslandi, það er hinsvegar ekki það sama og að segja að eldgos eigi sér stað með reglulegu millibili. Lengsta hlé á eldgosum var 7 ár síðan almennileg skráning hófst á tíðni eldgosa á Íslandi. Það var þegar Krafla gaus árið 1984 og síðan Hekla árið 1991. Síðan eru það styttri tímabil milli eldgosa, eins og átti sér stað árið 2010 og árið 2011 þegar það gaus í Eyjafjallajöki, Kötlu og Grímsfjalli með nokkura mánaða millibili. Á þessu tímabili urðu tvö stór eldgos (Eyjafjallajökull og Grímsfjall) og síðan tvö lítil eldgos sem þarna áttu sér stað (~10 tímar í Kötlu og ~16 tímar í Harminum). Eldgosið í Grímsfjalli var það stærsta í 140 ár hið minnsta. Síðan varð gufusprenging í Kverkfjöllum núna í Ágúst-2013 (umfjöllum það er að finna hérna og hérna).

Það er ekki óalgengt að nokkur eldgos sé í gangi á Íslandi á sama tíma, þá á sama tíma eða yfir nokkura mánaða tímabil. Það hefur gerst áður í sögu Íslands og mun gerast aftur. Það er einnig algengt að löng hlé séu á eldgosum sem vara í nokkur ár hið minnsta. Eins og stendur er mjög rólegt á Íslandi en sagan sýnir að það er ekki alltaf þannig. Fyrir nánari upplýsingar um sögu eldgosa á Íslandi þá mæli ég með þessum hérna blogg pósti (jonfr.com, á ensku) og einnig þetta hérna (á ensku) yfirlit frá Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í Eyjafjallajökli síðan hún hófst í síðustu viku. Þetta eru mjög litlir jarðskjálftar og hefur enginn þeirra náð stærðinni 1,0 ennþá. Þessi jarðskjálftavirkni er einnig mjög grunn, eða á innan við 5 km dýpi. Ég veit ekki ennþá hvað er að valda þessari jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli og ekki er víst að ég muni komast nokkurntímann að því.

131016_2345
Jarðskjálftavirknin í Eyjafjallajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er engin hætta á eldgosi í Eyjafjallajökli. Þar sem engin ný kvika er að flæða inn í eldfjallið eins og er. Hægt er að fylgjast með Eyjafjallajökli hérna (jonfr.com) og hérna (livefromiceland.is)

Jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli

Í dag (10-Október-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og enginn jarðskjálftinn náði stærðinni 2,0. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,0 og á dýpinu 4,3 km. Það hafa ekki komið fram nein merki þess að eldgos sé að fara hefjast í Eyjafjallajökli, og það hafa heldur ekki komið fram nein merki þess að ný kvika sé farin að streyma inn í Eyjafjallajökul. Hugsanlegt er að þetta sé gömul kvika sem er á ferðinni hérna, það er þó erfitt að vera viss um það eins og er. Ef þetta er gömul kvika og ef þetta nær upp á yfirborðið þá verða í mesta lagi sprengingar. Það er hinsvegar ekkert víst að slíkt muni gerast og ekkert bendir til þess eins og er að slíkt sé að fara gerast.

131010_1940
Jarðskjálftahrinan í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þess að svona litlir jarðskjálftar mælast núna í Eyjafjallajökli er sú að SIL mælanetið er orðið mun þéttara í kringum Eyjafjallajökli en var fyrir eldgosið árið 2010. Það þýðir að mun minni jarðskjálftar eru að mælast núna en árið 2010. Á þessari stundu eru þetta ekkert nema jarðskjálftar og ég reikna ekki með neinum frekari atburðum í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Það gæti þó breyst með skömmum fyrirvara ef frekari breytingar verða á Eyjafjallajökli á næstunni.

Eldgosið árið 2010.
Eldgosið árið 1821 – 1823.