Áframhaldandi jarðskjálftavirkni norð-austan við Flatey á Skjálfanda

Jarðskjálftavirkni sem hófst í Mars 2017 norð-austan við Flatey á Skjálfanda heldur áfram. Ég veit ekki hversu margir jarðskjálftar hafa átt sér stað síðan ég skrifaði síðast um þetta en þá voru komnir fram í kringum 800 jarðskjálftar í þessari virkni og það var fyrir rúmlega mánuði síðan. Þessi vökvi sem er líklega að ýta sér þarna upp á milli misgengja er að mínu mati kvika, hvort að þetta muni valda eldgosi er eitthvað sem ekki er hægt að spá fyrir um. Á þessari stundu virðist kvikan vera föst á 10 km dýpi (í kringum það dýpi). Hvers vegna það er raunin veit ég ekki.


Jarðskjálftavirknin við Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er fátt sem bendir til þess að jarðskjálftavirkin á þessu svæði sé að fara hætta á þessari stundu. Það er einnig áhugavert að kvikan sem er þarna á ferðinni virðist ekki vera komin hærra upp í jarðskorpuna, kvikan er nefnilega fer upp á milli tveggja misgengja sem er þarna á svæðinu og því ætti leiðin upp á yfirborð að vera nokkuð greið ef ekkert annað er að stoppa kvikuna (sem er eitthvað sem ekki er hægt að segja til um). Á þessari stundu er jarðskjálftavirknin takmörkuð við litla jarðskjálftavirkni og það er líklegt að kvikan sem er þarna á ferðinni skorti þrýsting til þess að ýta sér upp á yfirborðið á þessari stundu. Á þessu svæði eru ekki neinar þekktar eldstöðvar eða eldgos.

Vökvi (fluid) ástæða langtíma jarðskjálftahrinu norð-austan við Flatey á Skjálfanda, Tjörnesbrotabeltinu

Í Mars-2017 hófst jarðskjálftahrina norð-austan við Flatey á Skjálfanda. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram í þessari hrinu mældist með stærðina 2,5 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Í heildina hafa um 800 jarðskjálftar mælst síðan í Mars-2017.


Jarðskjálftavirknin fyrir norð-austan Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru tvö misgengi að verki hérna, annað vísar næstum því beint norður og er lóðrétt. Hitt er í stefnuna NV-SV og er með stefnuna 145 gráður austur og er með horn stefnuna 60 til 70 gráður. Dýpið er í kringum 10,5 km til 11,5 km. Síðan jarðskjálftavirknin hófst í Mars þá hefur jarðskjálftavirknin aðeins færst norður og grynnst.


NV-SV misgengið þar sem jarðskjálftahrinan er norð-austur af Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Misgengið sem vísar norður og er nærri því lóðrétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þær vísbendingar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu eru þær að hérna sé um að ræða jarðskjálftahrinu sem stafar af einhverjum vökva sem er að troða sér upp í jarðskorpuna á þessu svæði. Hvernig vökva er um að ræða er ekki hægt að vita. Á þessu svæði eru engin þekkt eldfjöll og þarna hafa aldrei verið skráð eldgos. Hvaða vökva er um að ræða þá er að mínu áliti ekki um að ræða marga möguleika, þarna gæti verið um kviku að ræða en einnig er hugsanlegt að um sé að ræða vatn undir þrýstingi sem sé að troða sér upp jarðskorpuna.


Jarðskjálftavirknin norð-austur af Flatey á Skjálfanda síðan í Mars-2017 til Júní-2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.