Ný sprunga opnast í suðurhluta Grímsfjalls (ekkert eldgos ennþá)

Það hefur sprunga opnast upp í syðri hluta Grímsfjalls án þess að eldgos hafi hafist á þessari stundu. Myndir af svæðinu sýna mikla jarðhitavirkni í þessari sprungu. Ég sé á Facebook (tengill fyrir neðan) að þetta er ný sprunga á svæði þar sem ekki hefur verið sprunga áður. Miðað við nýlega sögu, þá er ýmislegt sem bendir til þess að þarna muni gjósa næst þegar eldgos hefst í Grímsfjalli. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eða hversu stórt slíkt eldgos verður. Sprungan er á svæðinu Lat: 64° 24′ 13,476″ N Lon: 17° 13′ 57,282″ W. Það er möguleiki að sprungan sé ennþá að vaxa og þarna eru núna holur í jöklinum sem eru nægjanlega stórar til þess að gleypa stóra bíla í heilu lagi.

Grímsfjall er með brúum sandi og síðan merkt með þríhyrningi í miðjunni. Staðsetningar merki er austan við miðju Grímsfjalls.
Staðsetning sprungunnar í Grímsfjalli. Mynd frá Google Earth.

Hægt er að skoða Facebook póstinn hérna og sjá myndinar sem ég get ekki sett inn hérna vegna höfundarréttar.

Það er eitthvað að gerast í Grímsvötnum

Það er erfitt að skrifa um þetta. Þar sem það er ekkert farið að gerast á yfirborðinu og það er alveg möguleiki að ekkert gerist á yfirborðinu. Það virðist sem að eitthvað sé að gerast í Grímsfjalli. Þar sem jökulflóðið er að klárast eða er búið og það þýðir venjulega að óróinn ætti að vera farinn að lækka, en það hefur ekki ennþá gerst og ég er ekki viss um hvað það þýðir. Það er möguleiki að þetta sé suða í jarðhitakerfum í Grímsfjalli. Suðan gerist þegar þrýstingslækkun verður á jarðhitasvæðunum í Grímsfjalli. Þegar þetta er skrifað, þá hefur óróinn ekki náð eldgosastigum en það gæti breyst án viðvörunnar.

Vaxandi órói á jarðskjálftamælinum í Grímsfjalli. Línunar eru bláar, grænar og fjólubláar. Ásamt óveðurstoppi frá 10/10.
Óróinn í Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Rauður punktur í Grímsfjalli í miðjum Vatnajökli. Ásamt nokkrum öðrum punktum í Grímsfjalli og í Vatnajökli.
Jarðskjálftavirknin í Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að vita hvað er að gerast. Það sem það virðist hafa orðið breyting í Grímsfjalli eftir stóra eldgosið í Maí 2011. Hver sú breyting er veit ég ekki. Þessi breyting virðist hinsvegar hafa fækkað eldgosum í Grímsfjalli og það eru núna komin 11 ár frá því að síðasta eldgos varð. Það getur verið að þetta haldi áfram ef ekkert eldgos verður núna í kjölfarið á jökulflóðinu núna.

Von á litlu jökulhlaupi úr Grímsvötnum á morgun (11. Október 2022)

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni og frétt á Rúv. Þá er von á litlu jökulhlaupi frá Grímsvötnum á morgun. Þetta verður mjög lítið jökulhlaup og því stafar vegum eða brúm ekki nein hætta af þessu jökulflóði. Síðasta jökulflóð átti sér stað í Desember 2021. Búist er við því að jökulflóðið komi fram í Gígjukvísl.

Fréttir og tilkynning Veðurstofunnar

Lítið hlaup úr Grímsvötnum (Veðurstofan)
Von á litlu hlaupi úr Grímsvötnum á morgun (Rúv.is)

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Grímsfjalli

Í dag (2-Ágúst-2022) klukkan 14:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Grímsfjalli. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist ekkert benda til þess að eldgos sé að fara að hefjast en það gæti breytst án nokkurs fyrirvara.

Græn stjarna í Grímsfjalli sem er í miðjum Vatnajökli. Það eru einnig nokkrir aðrir rauðir punktar á kortinu fyrir utan Vatnajökul sem tengjast öðrum eldstöðvum
Jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram nokkrir minni jarðskjálftar, bæði fyrir og eftir stærsta jarðskjálftann. Þessi jarðskjálftavirkni er aðeins óvenjuleg, þar sem venjulega verða ekki jarðskjálftar í Grímsfjalli nema þegar eldgos hefst en það virðist ekki vera tilfellið núna. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli, ekkert eldgos ennþá

Ég hef verið að bíða eftir upplýsingum um stöðu mála í Grímsfjalli í dag. Í gær (05-Desember-2021) uppgötvaðist nýr ketill í Grímsfjalli. Það er óljóst hvernig þessi ketlill myndaðist en hugsanlegt er að þarna hafi orðið eldgos sem náði ekki upp úr jöklinum. Óróagögnin er mjög óljós um hvort að það hafi orðið lítið eldgos þarna. Klukkan 06:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli og ég náði að mæla þennan jarðskjálfta mjög illa á jarðskjálftamæli hjá mér og sú mæling bendir til þess að sá jarðskjálfti hafi komið til vegna kvikuhreyfinga í Grísmfjalli.
Lesa áfram „Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli, ekkert eldgos ennþá“

Snögg breyting í óróa í Grímsfjöllum

Staðan er núna óskýr og ekkert hefur verið staðfest þegar þessi grein er skrifuð. Þetta virðist hafa byrjað fyrir um einni klukkustund síðan og þá fór óróinn í kringum Grímsfjall að breytast. Þetta er ekki eins skörp breyting og varð rétt áður en eldgosið sem varð í Grímsfjalli í Maí 2011. Þessi breyting á óróanum er hinsvegar mjög líklega í samræmi við þær breytingar á óróa sem má búast við þegar kvika fer af stað innan í eldstöðvarkerfi. Jarðskjálftavirkni hefur verið í lágmarki síðustu 24 klukkustundirnar.

Óróinn á SIL stöðinni við Grímsfjall. þar sést snögg breyting á óróanum síðasta klukkutímann á blá, græna og fjólubláa óróanum
Óróinn í Grímsfjalli fyrir um klukkutíma síðan (þessi grein er skrifuð um klukkan 17:50 þann 04-Desember-2021). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástandið núna er þannig að eingöngu er hægt að fylgjast með því. Stundum verður eldgos eftir jökulfljóð í Grímsfjöllum. Stundum gerist ekki neitt og það er ekki hægt að segja til um það núna hvað mun gerast.

Jökulflóð að hefjast úr Grímsvötnum í eldstöðinni Grímsfjöllum

Það var tilkynnt í dag (24-Nóvember-2021) var tilkynnt að jökuflóð væri að hefjast úr Grímsvötnum sem eru í Grímsfjöllum. Það mun taka talsverðan tíma fyrir flóðið að koma undan jökli og niður í jökulár sem eru þarna á svæðinu, allt frá nokkrum klukkutímum til nokkura daga.

Það er einnig hætta á að þetta komi af stað eldgosi í Grímsfjalli. Hvort að það gerist á eftir að koma í ljós. Síðasta jökulflóð árið 2018 í Grímsvötnum kom ekki af stað eldgosi í Grímsfjalli.

Jarðskjálftavirkni og fleira í Grímsfjalli

Í gær (29-Janúar-2021) klukkan 23:34 varð jarðskjálfti með stærðina Mw2,4 í Grímsfjalli. Það voru nokkrir minni jarðskjálftar fyrir og eftir að stærsti jarðskjálftinn kom fram. Það varð engin breyting á óróagröfum í kringum þennan jarðskjálfta.

Jarðskjálfti í austur hluta Grímsfjalls er merktur sem gulur punktur auk fleiri jarðskjálfta á sama svæði. Grímsfjall er í miðjum Vatnajökli og er merkt með þríhirningi sem sýnir staðsetningu jarðskjálftamælis Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirkni í Grímsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig verið sagt frá í fréttum að jökullinn sem er ofan á Grímsvatni er í hæstu stöðu síðan árið 1996. Þensla vegna kvikusöfnunar er núna í austari hluta Grímsfjalls á svæði sem kallast Eystri Svíahnúkur. Kvikuþrýstingur er í dag jafn eða meiri en þegar Grímsfjall gaus í Maí árið 2011.

Heimildir og fréttir

Íshellan í Grímsvötnum ekki mælst hærri í 25 ár (Rúv.is)
Fundur í vísindaráði almannavarna (Almannavarnir.is)

Viðvörunarstig fyrir Grímsfjall fært yfir á gult fyrir flug

Í dag (30-September-2020) var eldstöðin Grímsfjall fært yfir á gult viðvörunarstig hjá Veðurstofu Íslands. Þetta bendir sterklega til þess að Veðurstofan álíti sem svo að eldgos sé hugsanlega yfirvofandi í Grímsfjalli á næstu dögum eða vikum. Það er búist við því að eldgos hefjist þegar það verður jökulflóð úr Grímsvötnum sem eru í öskju Grímsfjalla.


Viðvörunarstig Grímsfjalls. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eldgosið sem hugsanlega kemur yrði stórt eða lítið. Það sem er hægt að gera núna er að halda áfram að vakta Grímsfjall og fylgjast með stöðunni til að sjá hvort að eitthvað sé að gerast. Þessa stundina er allt rólegt.

Aukið gasútstreymi og jarðhiti í Grímsfjalli

Samkvæmt frétt á Vísir í gær (10-Júní-2020) hefur orðið vart við aukið útstreymi gass og aukin jarðhita í Grímsfjalli á síðustu mánuðum. Þessu hefur fylgt aukin jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli. Samkvæmt fréttinni þá er aukin hætta á eldgosi í kjölfarið á jökulflóði frá Grímsvötnum þegar þrýstingum léttir af kvikunni.


Uppsöfnuð orka jarðskjálfta í Grísmfjalli síðan eldgosinu 2011. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er búist við því að næsta eldgos í Grímsfjalli verði hefðbundið eldgos en eldgosið í Maí 2011 var stærsta eldgos í Grímsvötnum í 138 ár. Þá hafði síðast orðið eldgos af þessari stærð í Grímsfjalli árið 1873 og þá tók Grísmfjall 10 ár að verða tilbúið fyrir næsta eldgos.

Það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálftum í eldstöðinni Þórðarhyrna en vegna skorts á gögnum þá er óljóst hvað það þýðir. Síðasta eldgosi í Þórðarhyrnu lauk 12 Janúar 1904.

Frétt Vísir

Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum