Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Oddnýjarhnjúkur-Langjökull (Hveravellir)

Meirihlutann af Apríl hefur verið jarðskjálftahrina í eldstöðinni Oddnýjarhnjúkur-Langjökull (Hveravellir). Jarðskjálftahrinan er norður-austur eldstöðinni í nágrenni við Hveravelli. Þegar þessi grein er skrifuð hefur enginn jarðskjálfti náð stærðinni Mw3,0.

Rauðir punktar austan við Langjökul sýnir þá jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað við Hveravelli
Jarðskjálftavirknin við Hveravelli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði virðist hafa jarðskjálftahrinur á 5 til 10 ára fresti. Síðsta jarðskjálftahrina á þessu svæði var í Nóvember-2007. Minni jarðskjálftavirkni á sér stað milli stærri jarðskjálftaatburða á þessu svæði. Það er óljóst hvað er í gangi þarna en þetta virðast eingöngu vera brotajarðskjálftar í jarðskorpunni á þessu svæði. Þar sem það eru fáir jarðskjálftamælar á þessu svæði, þá mælast aðeins stærstu jarðskjálftarnir sem eru að mælast og koma fram á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Það eru jarðskjálftar með stærðina Mw1,3 og stærri. Jarðskjálftahrinur í meiri fjarlægð frá Hveravöllum eru ekki útilokaðar. Það eru komin næstum því 12 ár síðan það varð jarðskjálftahrina við Blöndulón.

Jarðskjálftahrina við Hveravelli

Það er jarðskjálftahrina í gangi við Hveravelli sem ég veit ekki mikið um, þar sem ekki er hægt að staðsetja jarðskjálftana vegna skorts á SIL jarðskjálftamælum á þessu svæði. Það sem ég veit er að þarna á sér stað jarðskjálftarhrina, stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni 2,1. Stærsti jarðskjálftinn sem er búið að fara yfir náði stærðinni 2,1 og var með dýpið 2,1 km. Meira veit ég ekki á þessari stundu vegna skorts á upplýsingum hvað er að gerast á Hveravöllum.

160609_2035
Jarðskjálftahrinan á Hveravöllum. Þarna eru eingöngu þeir jarðskjálftar sem tekist hefur að staðsetja. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ste.svd.09.06.2016.at.21.02.utc
Jarðskjálftahrinan kemur vel fram á þessum jarðskjálftamæli Veðurstofunnar og eingöngu þessum jarðskjálftamæli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ste.svd.09.06.2016.at.21.02.utc
Tromlurit jarðskjálftamælisins við Hveravelli, jarðskjálftarnir sjást einnig vel á því. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég giska á að þarna hafi orðið í kringum 50 til 100 jarðskjálftar eins og stendur en án nákvæmra gagna er erfitt að segja til um fjölda jarðskjálfta. Stærðir þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað þarna er frá 0,0 til ~2,1 hingað til. Það er ekki hægt að útiloka stærri jarðskjálfta á þessu svæði, eftir því sem stærðir jarðskjálftana aukast þá verður hægt að staðsetja þá nákvæmar. Minni jarðskjálftar munu aðeins koma fram á einum jarðskjálftamæli og þá verður ekki hægt að staðsetja, þar sem þeir koma bara fram á einum jarðskjálftamæli eða tveim og það er ekki nægjanlegur fjöldi jarðskjálftamæla til þess að staðsetja jarðskjálftann nákvæmlega.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þörf verður á því.

Skaftárhlaup og önnur virkni

Ég hef ekki tíma til þess að skrifa langa grein núna

Skaftárhlaup er að mestu lokið eins og hefur komið fram í fréttum. Flóðið er ennþá í gangi þó svo að mjög hafi dregið úr því eins og komið hefur fram í fréttum. Hægt er að sjá myndir af því tjóni sem flóðið hefur valdið á einni brú hérna (Vísir.is). Hægt er að fá upplýsingar um vatnsmagn flóðsins hérna (mbl.is)

Bárðarbunga

Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast í Bárðarbungu. Það er ekki ljós hversu mikil aukning á virkni á sér stað þarna. Líklegt er að kvika sé búin að streyma í það miklu magni inn í eldstöðina að þrýstingur er aftur farinn að aukast. Þó hugsanlegt sé að ennþá sé langt í eldgos. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram í þessari viku var með stærðina 3,1.

151004_1635
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni við Hveravelli

Fyrr í þessari viku varð jarðskjálftahrina við Hveravelli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 (eða í kringum þá stærð, vegna vinnu þá gat ég ekki fylgst almennilega með þessari virkni). Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað.

151003_1200
Jarðskjálftavirknin við Hveravelli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vesturlands brotabeltið (WFZ)

Í gær (04-Október-2015) hófst jarðskjálftahrina á Vesturlands brotabeltinu (WFZ). Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað en mér sýnist að hún eigi sé að eiga sér stað í kulnaðri eldstöð sem er þarna á svæðinu. Það er hætta á því að jarðskjálftahrinan þarna vari í lengri tíma, þar sem jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir á þessu. Jarðskjálftahrina á þessu svæði gæti varað í vikur til mánuði hið lengsta ef mikil spenna er í jarðskorpunni. Þó er hugsanlegt að jarðskjálftavirkni þarna hætti eftir nokkra daga.

151004_1520
Jarðskjálftavirkni á Vesturlands brotabeltinu (WFZ). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig hætta á stærri jarðskjálftum á þessu svæði ef mikil hreyfing fer af stað þarna. Ég þekki ekki sögu þessa svæðis varðandi það atriði.

Jarðskjálftahrina á Hveravöllum

Þann 13-Ágúst-2014 varð minniháttar jarðskjálftahrina við Hveravelli. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu náðu stærðinni 2,5. Dýpi þessara jarðskjálfta var minna en 10 km.

140814_2330
Jarðskjálftahrinan við Hveravelli (bláu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er frekar algeng á Hveravöllum og á því svæði. Jarðskjálftahrinur koma reglulega en þess á milli er rólegt með lítilli til engri virki. Í dag bendir ekkert til þess að frekari jarðskjálftavirkni sé að vænta á Hveravöllum. Ef þarna verður mikil jarðskjálftavirkni þá gætu stærstu jarðskjálftarnir náð stærðinni 5,0.

Jarðskjálftahrina á Hveravöllum

Í gær (6-Janúar-2014) hófst jarðskjálftahrina á Hveravöllum. Sem stendur er þetta mjög lítil jarðskjálfta og hefur enginn jarðskjálfti farið yfir stærðina 2,0 ennþá.

140107_0115
Jarðskjálftahrinan á Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt óróaplottinu á nærliggjandi SIL stöð Veðurstofu Íslands þá eiga sér stað þarna fleiri jarðskjálftar en koma fram á kortum Veðurstofu Íslands. Ástæðan er sú að þessir jarðskjálftar eru ekki nógu stórir til þess að mælast á öðrum SIL stöðvum sem Veðurstofa Íslands er með.

hve.svd.07-Januar-2014.01.22.utc
Óróaplott frá SIL stöðinni nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftavirkni haldi eitthvað á fram. Hvort að þessi jarðskjálftavirkni muni aukast er erfitt að segja til um á þessari stundu.