Jarðskjálftavirknin í Kötlu

Ég ætla að hafa þessa grein frekar stutta um Kötlu, þar sem hætta er á því að efni hennar úreldist frekar hratt.

Það er ekkert eldgos í Kötlu eins og stendur. Það hefur bara jarðskjálftavirkni komið fram hingað til. Nýjustu upplýsingar sína fram á það að jarðhitavatn er komið í Múlakvísl og því hefur fólki verið ráðlagast að stoppa ekki á brúm eða vera nærri ánni vegna eitraða gastegduna. Tveir stærstu jarðskjáfltanir sem urðu síðustu nótt í Kötlu voru með stærðina 4,5 en dýpi þessara jarðskjálfta var mismundi, fyrri jarðskjálftinn var með dýpið 3,8 km en sá seinni með dýpið 0,1 km. Aðrir jarðskjálftar voru í kringum stærðina 3,0 þá bæði stærri og minni.

160829_2145
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Grænar stjörnur sýna hvar jarðskjálftar sem voru stærri en 3,0 áttu sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki vitað hvernig eldgos hefst í Kötlu. Þar sem ekki hefur orðið eldgos síðan nútímamælingar hófst á Íslandi og þar að leiðandi eru ekki til neinar sögulegar mælingar. Hugmyndir um að hvernig eldgos hefst í Kötlu eru því að mestu leiti ágiskanir á því hvernig eldgos hefst. Hjá mér persónulega er það hugmyndin að eldgos í Kötlu séu tengd reki flekanna, enda er Katla hluti af austara gosbeltinu á Íslandi (EVZ). Það gosbelti rekur 1cm/ári og er þar um að ræða ameríkuflekann og Evrasíuflekann sem eru að reka í sundur. Einnig sem að austara gosbeltið er að teygja sig suður með, langt útá hafi fyrir sunnan Vestmannaeyjar.

160829.014609.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá CC leyfi síðuna fyrir nánari upplýsingar.

160829.014700.bhrz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá CC leyfi síðuna fyrir nánari upplýsingar.

Það er mjög erfitt að átta sig á því hvað gerist næst í Kötlu. Það sem er að gerast núna hinsvegar boðar ekki neitt gott að mínu áliti. Það er hinsvegar aldrei spurning um það hvort að Katla gjósi, heldur alltaf hvenær það gerist. Eins og ég nefni að ofan, þá er skortur á gögnum að gera vísindamönnum erfitt fyrir að átta sig á því hvernig eldgos hefjast í Kötlu. Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá til hvað gerist.

Slökkt á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum þann 28-Maí-2015

Ég mun slökkva á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum þann 28-Maí-2015. Eftir að slökkt verður á þeim jarðskjálftamæli verður eingöngu jarðskjálftamælirinn við Heklubyggð í gangi um óákveðin tíma eins og staðan er í dag. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum hefur verið að mæla jarðskjálfta síðan 2012. Það hefur reynst mér erfitt að viðhalda jarðskjálftamælum sem eru staðsettir útí sveit vegna samskiptavandamála við þær stöðvar. Einnig sem að 3G merki hefur verið að leka inn í mælingar síðasta vetur þegar mikill snjór var til staðar auk annara vandamála. Það hefur einnig verið ljóst frá upphafi að ég mundi ekki geta haft þetta jarðskjálftamælanet í gangi um alla framtíð. Ég einfaldlega geta það ekki, þetta hefur alltaf verið tímabundið jarðskjálftamælanet. Á þeim tíma sem hef verið með þetta jarðskjálftamælanet hef ég mælt mjög marga jarðskjálfta að ég á eftir að vinna almennilega með það, setja inn staðsetningar og stærðir jarðskjálftanna. Þessa stundina á ég ennþá eftir að vinna úr rúmlega fimm árum af jarðskjálftagögnum. Það eru einnig breytingar að eiga sér stað þar sem jarðskjálftamælirinn er hýstur, breytingar sem ég hef ekki neina stjórn á og kem ekki nálægt.

Ég mun ekki hætta að mæla jarðskjálfta, þó svo að ég hætti með jarðskjálftamælanetið. Ég mun hinsvegar eingöngu mæla jarðskjálfta þar sem ég mun eiga heima og ég ætla mér að eiga heima í Danmörku. Í Danmörku verða ekki margir jarðskjálftar og því ætla ég að einbeita mér að því að mæla fjarlæga og stóra jarðskjálfta þegar þeir eiga sér stað [jarðskjálftar stærri en 6,0]. Það verður einnig einfaldara að vinna úr færri jarðskjálftum heldur en þeim rosalega fjölda jarðskjálfta sem ég hef verið að mæla undanfarin ár á Íslandi. Eini jarðskjálftamælirinn sem ég mun verða með núna verður staðsettur í Heklubyggð (Hekla). Ég veit ekki hversu lengi sú stöð verður í gangi í viðbót, það veltur á eigandanum sem á sumarbústaðinn. Ég vona að allir skilji afhverju ég þarf að slökkva á jarðskjálftamælinum mínum. Síðan eru einnig persónuelgar aðstæður hjá mér að breytast sem munu líklega gera mér ófært um að reka svona mælanet í framtíðinni hvort sem er. Eins og segir hérna að ofan, þá ætla ég mér ekki að hætta að mæla jarðskjálfta. Hinsvegar mun ég bara gera það heima hjá mér en ekki með jarðskjálftamælum sem eru staðsettir langt í burtu frá mér.

Hægt er að skoða gögn frá jarðskjálftamælunum mínum hérna. Jarðskjálftamælirinn í Heklubyggð uppfærist ekki þessa studina vegna bilunar. Það bilaði þráðlaus sendir (WLAN) sem tengir jarðskjálftamælinn við internetið. Sá búnaður er orðinn nærri því tíu ára gamall og farinn að bila af þeim sökum. Ég mun senda nýjan þráðlausan sendi fljótlega suður og það mun vonandi koma í veg fyrir þetta sambandsleysi við þessa stöð. Ég reikna með að jarðskjálftamælirinn sé ennþá í gangi og mæli jarðskjálfta, það hefur verið tilfellið undanfarna mánuði þegar þetta hefur gerst.

Breytingar á jarðskjálftamælanetinu á næsta ári (2016)

Ég hef tekið þá ákvörðun að gera umtalsverðar breytingar á jarðskjálftamælanetinu á næsta ári (2016) sem ég er núna með. Ástæðan er sú að ég get ekki rekið jarðskjálftanetið á Íslandi vegna þeirra breytinga sem eru að verða í mínu lífi. Ég er þó ekki hættur að mæla jarðskjálfta. Breytinganar eru þessar.

  • Ég mun hætta með jarðskjálftamælinn í Böðvarshólum. Bæði vegna kostnaðar við 3G tengingar og vegna þess að breytingar eru að eiga sér stað þar. Nú þegar hafa átt sér stað breytingar og hafa valdið mér smá vandræðum. Ég hef getað lagað það eingöngu vegna þess að ég er á svæðinu. Síðan reikna ég ekki með því að geta verið með jarðskjálftamælinn þarna lengur en til ársins 2017 eða 2018.
  • Jarðskjálftamælirinn í Heklubyggð verður ennþá í gangi á næstu árin. Ég veit ekki hversu lengi ég mun geta haft jarðskjálftamælinn þarna í viðbót. Þar sem það veltur á eiganda sumarbústaðarins sem hýsir jarðskjálftamælinn fyrir mig.
  • Ég hef hætt við að setja upp annan jarðskjálftamæli á Hvammstanga. Vegna þess að ég fann ekki almennilegan stað fyrir jarðskjálftamælinn og kostnaðurinn við að koma honum af stað er mjög mikill. Ég mun vera með jarðskjálftamæli á Hvammstanga á meðan ég bý þar til ársins 2017 eða 2018 (í lengsta lagi). Sá jarðskjálftamælir er sá sem ég er alltaf með heima hjá mér.

Kostnaðurinn við 3G tengingar hefur farið hækkandi á Íslandi síðustu árin og ég reikna með að það muni ekki breytast á næstu árum. Það er einnig mjög erfitt að gera við jarðskjálftamælinn ef eitthvað bilar. Þar sem ég hef ekki neinn aðgang að fjarstöðvum eftir að ég er fluttur til Danmerkur. Síðan munu koma upp vélbúnaðarbilanir sem erfitt er að eiga við þegar ég er fluttur til Danmerkur, auk annara bilana sem ég þarf að fást við í svona verkefni. Það var alveg ljóst þegar ég byrjaði á þessu að ég mundi ekki reka þetta mælanet um alla framtíð. Þó svo að ég gjarnan vildi það. Ég hef einfaldlega ekki peninga í slíkt verkefni endalaust. Einnig sem að það eru að verða breytingar á lífinu hjá mér og ég hef fundið minn stað í tilverunni og sá staður er í Danmörku (í Padborg). Ég ákvað árið 2007 að flytja til Danmerkur en var ekki viss um hvar ég vildi vera í upphafi. Ég er núna búinn að taka endanlega ákvörðun um það.

Ég ætla mér ekki að hætta að mæla jarðskjálfta. Ég mun hinsvegar eingöngu gera það í Danmörku (þegar ég verð alveg hættur jarðskjálftamælingum á Íslandi) og þá að mestu leiti mjög fjarlæga jarðskjálfta. Ég stefni á að kaupa Volksmeter í framtíðinni þegar ég hef efni á honum (kostar í kringum $2000 / 271.560 kr) til þess að mæla fjarlæga jarðskjálfta. Að mæla jarðskjálfta í Danmörku er öðruvísi en á Íslandi, þar sem eingöngu mælast 1 til 3 jarðskjálftar í Danmörku þegar mikið er að gerast. Í staðinn ætla ég að einbeita mér að því að mæla mjög fjarlæga jarðskjálfta sem verða á Jörðinni.

Mun hugsanlega opna nýja vefsíðu

Ég er að spá í að opna nýja vefsíðu um þá stóru jarðskjálfta sem verða stundum í heiminum. Ég er ekki endanlega búinn að taka ákvörðun um það á þessari stundu. Ef ég opna þessa vefsíðu, þá verður sú vefsíða á sínu eigin léni frekar en undirvefsíða á jonfr.com. Ég veit ekki hver áhuginn yrði á slíkri vefsíðu ennþá. Það er nú þegar talsvert um vefsíður sem fjalla um stóra jarðskjálfta sem verða í heiminum. Þessi vefsíða yrði eingöngu á ensku ef ég byrja með hana.