Lítil jarðskjálftahrina í Hengill

Í dag (20-Maí-2022) klukkan 15:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Henglinum. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst.

Græn stjarna í Henglinum sýnir stærsta jarðskjálftann og nokkrir rauðir punktar sýna minni jarðskjálfta sem einnig urðu
Jarðskjálftinn í Henglinum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð, þá hefur ekki komið fram nein meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það gæti samt breyst án nokkurs fyrirvara.

Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli

Í dag (20-Maí-2022) klukkan 15:24 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Hofsjökli. Tveir minni jarðskjálftar urðu á undan stærsta jarðskjálftanum.

Græn stjarna í öskjubarmi Hofsjökuli og þar sjást einnig minni jarðskjálftanir
Jarðskjálftavirkni í Höfsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að frekari jarðskjálftavirkni sé að fara að gerast í Hofsjökli í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Jarðskjálftar eru sjaldgæfir í Hofsjökli en verða á nokkura ára fresti. Það er einnig ekkert sem bendir til þess að eitthvað meira sé að fara að gerast í Hofsjökli.

Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík (stöðug jarðskjálftavirkni)

Í gær (18-Maí-2022), þá gleymdi ég að skrifa um þá stöðugu jarðskjálftavirkni sem er norður af Grindavík. Þessi jarðskjálftavirkni kemur til vegna þess að þarna hefur myndast nýtt kvikuinnskot eða þá að kvikuinnskotið frá Svartsengi nær til þessa staðar. Ég veit ekki hvort gildir hérna. Kort á Skjálftalísu Veðurstofu Íslands bendir sterklega til þess að þarna hafi myndast annað kvikuinnskot, hinsvegar eru þessar niðurstöður frekar óljósar eins og er. Á svæðinu austan við Þorbjörn er gömul gígaröð, ég veit ekki hvenær það gaus þarna en hugsanlega gaus þarna á 12 og 13 öldinni.

Sex grænar stjörnur norður af Grindavík auk nokkura punkta sem sýna minni jarðskjálfta
Sex grænar stjörnur norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær (18-Maí-2022) urðu samtals sex jarðskjálftar norður af Grindavík sem voru stærri en Mw3,0 að stærð. Stærsti jarðskjálftinn þá var með stærðina Mw3,5. Í dag (19-Maí-2022) þegar þessi grein er skrifuð aðeins orðið einn jarðskjálfti sem hefur náð stærðinni Mw3,0. Það virðist vera að draga úr jarðskjálftavirkninni. Ég veit ekki afhverju það er að gerast.

Jarðskjálftavirkni í Tjörnesbrotabeltinu

Aðfaranótt 10-Maí-2022 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina Mw3,2 og miðað við fjarlægð frá landi þá er ekki líklegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist.

Græn stjarna á austur af Grímsey út í sjó. Nokkrir appelsínugulir punktar sýna minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin austur af Grímsey. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Það er ekki hægt að vita hvað gerist næst þarna en það eru góðar líkur á því að þessi jarðskjálftavirkni hætti bara.

Kröftugur jarðskjálfti í eldstöðinni Presthnúkur

Klukkan 08:12 þann 30-Apríl-2022 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Presthnúkur. Þessi jarðskjálfti fannst hjá Geysi.

Græn stjarna í Langjökli sem sýnir stærsta jarðskjálftann. Rauðir punktar vestur af stjörnunni sem sýnir minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í Presthnúkar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir minni jarðskjálftar hafa komið fram í kjölfarið en þeir eru í öðrum hluta eldstöðvarinnar og það er ekki víst að það séu eftirskjálftar.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Oddnýjarhnjúkur-Langjökull (Hveravellir)

Meirihlutann af Apríl hefur verið jarðskjálftahrina í eldstöðinni Oddnýjarhnjúkur-Langjökull (Hveravellir). Jarðskjálftahrinan er norður-austur eldstöðinni í nágrenni við Hveravelli. Þegar þessi grein er skrifuð hefur enginn jarðskjálfti náð stærðinni Mw3,0.

Rauðir punktar austan við Langjökul sýnir þá jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað við Hveravelli
Jarðskjálftavirknin við Hveravelli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði virðist hafa jarðskjálftahrinur á 5 til 10 ára fresti. Síðsta jarðskjálftahrina á þessu svæði var í Nóvember-2007. Minni jarðskjálftavirkni á sér stað milli stærri jarðskjálftaatburða á þessu svæði. Það er óljóst hvað er í gangi þarna en þetta virðast eingöngu vera brotajarðskjálftar í jarðskorpunni á þessu svæði. Þar sem það eru fáir jarðskjálftamælar á þessu svæði, þá mælast aðeins stærstu jarðskjálftarnir sem eru að mælast og koma fram á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Það eru jarðskjálftar með stærðina Mw1,3 og stærri. Jarðskjálftahrinur í meiri fjarlægð frá Hveravöllum eru ekki útilokaðar. Það eru komin næstum því 12 ár síðan það varð jarðskjálftahrina við Blöndulón.

Fleiri jarðskjálftar í eldstöðinni Reykjanes

Gleðilega páska. Þennan páskadag (17-Apríl-2022) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (vefsíða GVP er niðri). Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið hingað til var með stærðina MW3,5. Tveir aðrir jarðskjálftar hafa komið fram með stærðina Mw3,0 og Mw3,2. Þessi jarðskjálftahrina er út í sjó og bendir til þess að kvikuvirkni í eldstöðinni sé að aukast frá því sem var áður. Þessi jarðskjálftahrina hófst milli klukkan 07:00 til 09:00 í morgun og virðist vera lokið þegar þessi grein er skrifuð.

Rauðir og appelsínugulir punktar á vestur-suðurhluta kortsins sýnir staðsetingu jarðskjálftahrinunniar. Þarna eru einnug nokkrar grænar stjönur sem sýnir staðsetningu stærstu jarðskjálftanna
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt fréttum þá fundist ekki stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu. Þar sem þessi jarðskjálftavirkni er talsvert langt frá landi. Þetta eykur einnig líkunar á því að þarna verði eldgos úti í sjó og það gæti búið til tímabundna eyju, þar sem sjórinn er grynnri á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni er að aukast í eldstöðinni Reykjanes á þessari stundu. Hvort að það heldur áfram er erfitt að segja til um á þessari stundu, ef þessi aukning á jarðskjálftavirkni heldur áfram, þá eykur það líkunar á því að eldgos verði á þessu svæði.

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í gær (12-Apríl-2022) hófst kröftug jarðskjálftahrina með jarðskjálfta sem er með stærðina Mw3,9. Það er samt möguleiki á því að þarna hafi verið jarðskjálftahrina minni jarðskjálfta dagana og jafnvel vikunar áður á þessu sama svæði. Þar sem það hefur verið mikið til samfelld jarðskjálftavirkni á þessu svæði síðustu mánuði. Stærsti jarðskjálftinn hingað til fannst á stóru svæði á suðurlandi og vesturlandi. Það hafa orðið fleiri en sjö jarðskjálftar með stærðina yfir Mw3,0 á þessu svæði síðan jarðskjálftahrinan hófst, það er erfitt að segja til um nákvæman fjölda af þessum jarðskjálftum eins og er.

Fjöldi rauðra punka á Reykjanestánni sýnir þar sem jarðskjálftahrinan er. Þarna er einnig fjöldinn allur af grænum stjörnur sem sýnir jarðskjálfta yfir 3 að stærð
Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í eldstöðinni Reykjanes. Síðasta eldgos í þessari eldstöð varð hugsanlega árið 1831 en það er ekki víst að svo hafi verið. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið í kringum 280 til 300 jarðskjálftar á þessu svæði samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þessi tala breytist á hverri mínútu, þar sem jarðskjálftavirknin er mjög mikil og er ennþá í gangi. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að jarðskjálftavirknin sé að aukast. Staðan þarna getur breyst mjög hratt og með litlum fyrirvara. Ég er að sjá vísbendingar í þessari jarðskjálftahrinu að þarna sé kvika á ferðinni og það er mín skoðun að þarna verði líklega eldgos. Hvort að það verður núna eða seinna er ekki eitthvað sem ég get sagt til um. Það verður að koma í ljós hvað gerist nákvæmlega þarna.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í eldstöðinni Reykjanesskaga þar sem þenslan heldur áfram að aukast síðan eldgosinu lauk í Fagradalsfjalli. Nýtt eldgos getur hafist á Reykjanesskaga án mikillar viðvörunnar í Fagradalsfjalli. Núverandi virkni er í eldstöðinni Reykjanes norð-vestur af Grindavík.

Jarðskjálftavirkni norð-vestur af Grindavík sýnd með grænni stjörnu þar sem stærsti jarðskjálftinn átti sér stað
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu nótt varð jarðskjálfti þarna með stærðina Mw3,2 (klukkan 04:29) og átti sér stað í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík. Minni jarðskjálftar hafa haldið áfram þarna en fjöldi nýrra jarðskjálfta sem verður þarna er mjög lítill, þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst án viðvörunnar. Það er ekki ljóst hvernig jarðskjálfti þetta er og það er möguleiki á því að þarna sé jarðskjálfti sem kemur til vegna aukinnar þenslu í Fagradalsfjalli og þeim breytingum sem það veldur á stressi í nálægri jarðskorpu. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er allt rólegt og ekkert bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast, það getur hinsvegar breyst án nokkurs fyrirvara.