Jarðskjálfti með stærðina 8,0 í Perú

Í dag (26-Maí-2019) klukkan 07:41 (02:41 staðartíma) jarðskjálfti með stærðina 8,0 varð í Perú. Dýpi jarðskjálftans var frá 110 km til 130 km. Þessi jarðskjálfti fannst í rúmlega 1700 km fjarlægð frá upptökunum. Stærð jarðskjálftans og dýpi getur breyst á næstu dögum og mánuðum eftir því sem gögn í kringum þennan jarðskjálfta eru rannsökuð nánar. Upplýsingar USGS um jarðskjálftann er að finna hérna. Upplýsingar um EMSC er að finna hérna.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Dellukoti. Ég hef ekki aðgang að þessum jarðskjálftamæli vegna tæknilegra vandamála.

Jarðskjálftinn olli tjóni í Perú jafnvel þó svo að hann væri á 109 km til 130 km dýpi. Almenna reglan er að eftirskjálfti sem er einni stærðargráðu minni komi í kjölfarið á þessum svona jarðskjálfta á næstu dögum til vikum. Þetta þýðir að jarðskjálfti með stærðina 6,5 til 7,5 getur orðið á þessu svæði næstu dögum til vikum í norðurhluta Perú.