Jarðskjálftahrina í Kolbeinsey (norður af Grímsey)

Í dag (22-Nóvember-2022) varð jarðskjálftahrina í Kolbeinsey. Þetta er langt norður af Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina Mw3,1 og það urðu fjórir slíkir jarðskjálftar. Meira en tugur af minni jarðskjálftum átti sér einnig stað. Vegna þess hversu langt þessi jarðskjálftavirkni er frá mælaneti Veðurstofu Íslands þá mælast aðeins stærstu jarðskjálftarnir.

Grænar stjörnur langt norður af Íslandi ásamt punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Punktar um allt Ísland sem sýnir aðra jarðskjálftavirkni.
Jarðskjálftavirkni við Kolbeinsey er þar sem grænar stjörnur eru. Myndin er frá Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast á þessu svæði.Þetta gæti bara verið venjuleg jarðskjálftavirkni fyrir þetta svæði. Þar sem þetta er svæði er langt frá landi og út í sjó, þá er erfitt að fylgast með því sem er að gerast.

Jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey

Í morgun (5-Mars-2022) var jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey. Það komu fram þrír jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 í þessari jarðskjálftahrinu og það mældust einnig minni jarðskjálftar á sama svæði. Vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá mældust aðeins stærstu jarðskjálftarnir.

Grænar stjörnur efst á kortinu sýnir stærstu jarðskjálftana sem mældust hjá Veðurstofunni. Nokkrir appelsínugulir punktar sýna minni jarðskjálftana
Grænar stjörnur þar sem stærstu jarðskjálftarnir áttu sér stað. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og M3,2. Þarna getur orðið stærri jarðskjálfti en það sem hefur orðið núna. Það er óljóst hvað er að gerast þarna vegna þess að svæðið er afskekkt og undir sjó. Ef að þarna verður eldgos, þá er ekki víst að það sjáist eða að það verði vert við eldgos þarna, eða að það verður aðeins hægt að sá slíkan atburð á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar.

Jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey

Í morgun (14-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina Mw3,5 en var hugsanlega stærri en vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá er stærðin hugsanlega vanmetin. Ég mældi stærsta jarðskjálftann á eina jarðskjálftamælinn sem ég er með og þar sást mikið af yfirborðsbylgjum sem bendir til þess að stærð jarðskjálftans var hugsanlega stærri en Mw3,5.

Grænar stjörnur langt norður af Kolbeinsey þar sem jarðskjálftavirknin varð í morgun
Jarðskjálftavirknin langt norður af Kolbeinsey í morgun. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna þess hversu afskekkt þetta svæði er þá er ekki hægt að vita hvað er að gerast þarna. Svæðið er einnig undir sjó sem er 2 til 4 km djúpur. Ef eitthvað gerist þá mun það ekki sjást fyrir utan það sem kemur fram á mælitækjum.

Jarðskjálftavirkni í Kolbeinsey

Í gær (24-Janúar-2021) klukkan 09:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kolbeinsey. Tveir óstaðfestir jarðskjálftar með stærðina Mw2,6 og Mw2,5 urðu einnig á þessu svæði klukkan 17:37 og 19:06.

Græn stjarna á jaðri kortsins sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina Mw3.1
Jarðskjálftinn í Kolbeinsey er þar sem græna stjarnan er. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði er mjög afskekkt og því er erfitt að vita hvort að þarna hafi orðið fleiri jarðskjálftar. Stormveður síðustu daga dregur einnig úr næmni jarðskjálftamæla til þess að mæla litla og fjarlæga jarðskjálfta.

Jarðskjálftahrina um 42 km norður af Kolbeinsey

Aðfaranótt 3-September-2020 varð jarðskjálftahrina rúmlega 42 km til 50 km norður af Kolbeinsey. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá eru stærðir þeirra jarðskjálfta sem mældust ekki nákvæmar hvorki að stærð eða staðsetningu.


Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hugsanlega bara venjuleg jarðskjálftavirkni á þessu svæði en vegna fjarlægðar frá ströndinni og það að þetta svæði er allt undir sjó þá er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað er að gerast þarna.

Jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey

Í gær (22-Maí-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 klukkan 15:47 rúmlega 12 km norður af Kolbeinsey. Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Vegna fjarlægðar frá landi og næstu eyju sem er í byggð þá fannst þessi jarðskjálfti ekki.


Jarðskjálftahrinan norður af Kolbeinsey (græna stjarnan norður af Íslandi). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði og það er hugsanlegt að þarna muni verða frekari jarðskjálftavirkni á næstunni. Þetta svæði er ekki hluti af Tjörnesbrotabeltinu en tengist því sunnan við það svæði þar sem þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í gær.

Jarðskjálftahrina 88 til 90 km norður af Kolbeinsey í gær (8-September-2018)

Í gær (8-September-2018) varð kröftug jarðskjálftahrina 88 til 90 km norður af Kolbeinsey. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mældust ekki nærri því allir þeir jarðskjálftar sem líklega urðu þarna. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 3,3. Það urðu samtals tíu jarðskjálftar sem voru stærri en 3,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu en líklega er heildartalan í raun mun hærri. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mælast ekki minnstu jarðskjálftarnir sem koma fram. Vegna fjarlægðar frá landi þá er ekki hægt að segja til um það hvað var að gerast á þessu svæði.

Lítil jarðskjálftahrina í Kolbeinsey

Í gær (08-Október-2017) kom fram lítil jarðskjálftahrina í Kolbeinsey. Það mældust aðeins þrír jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu en það er líklega vegna þess að þessi jarðskjálftahrina var langt frá landi sem gerir erfiðara að mæla þá jarðskjálfta sem þarna verða.


Jarðskjálftahrinan í Kolbeinsey er græna stjarnan á þessu korti. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,1 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1. Síðan 10:33 í gær hefur ekki komið fram nein jarðskjálftavirkni þarna en það getur verið vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það er því ekki hægt að útiloka að frekari jarðskjálftavirkni hafi orðið þarna.

Nýr jarðskjálftamælir Veðurstofu Íslands

Ég sá í fréttum að núna er Veðurstofan búin að setja upp jarðskjálftamæli í Bjarnarey rétt fyrir utan Vestmannaeyjar. Þessi jarðskjálftamælir eykur næmina á svæðinu umtalsvert og þýðir einnig að hægt er að mæla jarðskjálfta sem verða lengra suður af Íslandi en áður hefur verið. Veðurstofan hefur einnig fært til jarðskjálftamælinn í Vestmannaeyjum vegna þess að gamla staðsetningin var farin að verða fyrir truflunum af menningarhávaða.

Frétt af nýja jarðskjálftamælinum, Jarðskjálftamælir í Bjarnarey að frumkvæði Vinnslustöðvarinnar (eyjafrettir.is).

Jarðskjálftahrina í Kolbeinsey

Í gær (24-Maí-2017) og aðfaranótt 25-Maí-2017 var jarðskjálftahrina í Kolbeinsey. Stærstu jarðskjálftanir voru með stærðina 3,6 (tveir þannig) og síðan stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Enginn órói kom fram þegar þessir jarðskjálftar áttu sér stað en það útilokar ekki þann möguleika að kvikuinnskot hafi átt sér stað þarna. Hafi kvikuinnskot átt sér stað þarna, þá náði það ekki til yfirborðs. Kolbeinsey er langt frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands og er næsta SIL stöð í rúmlega 25 km fjarlægð en mun lengra er í næstu SIL stöðvar. Þessi fjarlægð gerir mjög erfitt að fylgjast með þessum jarðskjálftum og sjá hvað er að gerst en líklega mundi gosóri koma fram á jarðskjálftamælinum í Grímsey.


Grænu stjörnunnar sýna hvar jarðskjálftahrinan í Kolbeinsey varð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos á þessu svæði varð árið 1755 en ekki er vitað nákvæmlega hvar það varð, síðasta eldgos sem vitað er hvar varð með einhverri vissu átti sér stað árið 1372 og varð norð-vestur af Grímsey. Það bendir til þess að eldstöðvarkerfi Kolbeinseyjar fari í áttina að Grímsey. Þessa stundina er engin mælanleg jarðskjálftavirkni í Kolbeinsey.

Kröftug jarðskjálftahrina rúmlega 80 km norður af Kolbeinsey

Aðfaranótt 26-Mars-2017 varð kröftug jarðskjálftahrina rúmlega 80 km norður af Kolbeinsey. Jarðskjálftahrinan varð rúmlega 250 km útaf strönd norðurlands. Það liggur ekki fyrir hvað er að gerast á þessu svæði, þar sem jarðskjálftavirkni á þessu svæði er hærri en vanalega síðustu mánuðina. Þessi jarðskjálftahrina er sú sterkasta sem hefur komið fram á þessu svæði hingað til.


Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Grænar stjörnur eru jarðskjálftar stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með eftirtaldar stærðir, jarðskjálfti með stærðina 4,6 (EMSC upplýsingar er að finna hérna), jarðskjálfti með stærðina 5,0 (EMSC upplýsingar er að finna hérna), jarðskjálfti með stærðina 4,8 (EMSC upplýsingar er að finna hérna). Þó svo að þessir jarðskjálftar hafi verið stórir, þá fundust þeir ekki upp á landi vegna fjarlægðar frá upptökum þessara jarðskjálfta. Það er einnig vegna fjarlægðar sem ekki er hægt að segja til um það hvort að eldgos sé að eiga sér stað, þó væri hugsanlega hægt að greina mjög stórt eldgos ef það yrði á þessu svæði. Eins og staðan er núna, þá hefur það ekki gerst ennþá.


Jarðskjálftinn með stærðina 5,0 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi.


Jarðskjálftinn með stærðina 5,0 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi á þessu svæði eða hvort að henni sé lokið vegna fjarlægðar frá næstu SIL jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands. Þar sem vegna fjarlægðar þá mælast ekki eða mjög illa þeir litlu jarðskjálftar sem verða í kjölfarið á svona jarðskjálftahrinu.