Minniháttar jarðskjálftahrina í Kröflu

Í dag (12-Október-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Kröflu. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina Mw1,0 og aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kröflu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni komi til vegna niðurdælingar á vatni undir þrýstingi á þessu svæði. Ef það er ekki ástæðan þá er hérna um að ræða hefðbundna jarðskjálftavirkni í jarðskorpunni sem verður stundum á þessu svæði.

Styrkir

Ég er þessa dagana að flytja til Danmerkur því miður kom það vandamál upp hjá mér óvænt að ég hef ekki almennilega efni á því að borga flutningskostnaðinn fyrr en í Nóvember. Það sem vantar uppá hjá mér í dag er 53.048 kr svo að ég geti borgað allan flutningsreikninginn. Þeir sem vilja styrkja mig geta gert að með því að leggja inn á þennan reikning.

Bankareikningur: 0159-05-402376
Kennitala: 160780-4369
Nafn: Jón Frímann Jónsson

Það er ekki ókeypis að reka þessa vefsíðu og tekur það talsvert af þeim litlu tekjum sem ég hef af örorkubótum. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Lítil jarðskjálftahrina í Kröflu

Þann 7-Desember-2015 varð lítil jarðskjálftahrina í Kröflu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2. Ég veit ekki hvort að jarðskjáfltinn fannst í nærliggjandi bæjum.

151209_1800
Jarðskjálftahrinan í Kröflu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með frekari jarðskjálftavirkni í Kröflu. Fyrir utan hefðbundna bakgrunnsvirkni sem er alltaf þarna.