Sterkur jarðskjálfti í Nátthagakrika suður-vestur af Fagradalsfjalli

Ég get mjög takmarkað birt nýjar greinar. Þetta mun ekki komast í lag fyrr en 5. Júlí þegar ég fæ internet tengingu í Danmörku.

Í dag (8-Júní-2022) klukkan 05:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Nátthagakrika sem er suður-vestur af Fagradalsfjalli. Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta hafa komið fram minni jarðskjálftar og sumir með dýpi sem er aðeins 2 km. Það er óljóst hvað er í gangi en engar sérstakar breytingar hafa orðið á GPS mælum þarna síðustu daga.

Appelsínugulir punktar og síðan rauðir punktar sem sýna virknina frá Grindavík til Fagradalsfjalls á Reykjanesskaga
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldri gögn sýna að kvika er að safnast saman undir Fagradalsfjalli í jarðskorpunni og hefur verið að gera það síðan eldgosinu lauk þar. Hvenær sú kvika gýs er ekki hægt að segja til um. Það er einnig ekki hægt að segja til um það hvenær næsta hrina jarðskjálfta og eldgosa hefst í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Styrkir

Þeir sem geta og vilja, þá er hægt að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal eða með banka millifærslu. Styrkir koma í veg fyrir að ég verði rosalega blankur og hjálpa mér við að reka þessa vefsíðu. Upplýsingar er að finna á síðunni Styrkir sem er aðgengileg frá borðanum hérna uppi. Takk fyrir aðstoðina. 🙂

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Kleifarvatni (eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík)

Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík heldur áfram. Jarðskjálftavirknin er ennþá í Kleifarvatni og jókst aftur í morgun (7-Maí-2022). Það bendir sterklega til þess að þarna sé kvika á ferðinni undir Kleifarvatni.

Stærstu jarðskjálftarnir í dag (7-Maí-2022) voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,5. Báðir jarðskjálftar fundust greinilega á höfuðborgarsvæðinu.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í Kleifarvatni auk fullt af rauðum punktum ofan á hverjum öðrum sem sýnir jarðskjálftavirknina þarna
Jarðskjálftavirknin í Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin þarna er ennþá í gangi en það verða stutt hlé í þessari jarðskjálftavirkni og ég veit ekki afhverju það gerist. Það er möguleiki að kvikan sé að leita sér að annari leið upp í gegnum jarðskorpuna eða þá að þrýstingur í kvikunni sé ekki orðinn stöðugur. Hver svo sem er ástæðan fyrir þessu þá gæti þetta mögulega seinkað hugsanlegu eldgosi í Kleifarvatni.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mig með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar eða leggja inná mig beint. Bankaupplýsingar fyrir slíkt er að finna hérna. Takk fyrir aðstoðina. 🙂

Jarðskjálftahrina í Kleifarvatni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í fyrradag (4-Maí-2022) hófst jarðskjálftahrina í Kleifarvatni sem er í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,4 en jarðskjálfti sem var með stærðina Mw2,9 fannst einnig í Reykjavík.

Græn stjarna í Kleifarvatni þar sem stærsti jarðskjálftinn varð. Auk nokkura rauða punkta í kring á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirknin í Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að vera nákvæmlega viss um hvað er að gerast þarna núna. Hinsvegar bendir flest til þess að þarna sé kvika að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Jarðskjálftavirknin sýnir sveiflu í virkni og ég er ekki viss um afhverju það er að gerast. Eldgos þarna er mjög líklega en það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Flutningur til Danmerkur

Ég er að flytja til Danmerkur á ný og fram til miðjan eða lok Júní þá er hætta á því að uppfærslur verði takmarkaðar hjá mér vegna takmarkaðs sambands við internetið á þessum tíma. Ég mun hinsvegar setja inn uppfærslur eftir bestu getu hjá mér.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í dag (3-Apríl-2022) um klukkan 14:00 hófst jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Þetta virðist vera jarðskjálftahrina sem tengist þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst núna voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,0.

Græn stjarna norður af Grindavík sem sýnir hvar megin jarðskjálftavirknin. Þetta er nálægt smá fjalli sem er þarna
Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Rauðir punktar sýna hvar jarðskálftavirknin er norður af Grindavík. Þetta er nærri fjalli sem er þarna.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er úr korti Skjálfta-Lísu Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði. Það verða oft hlé á jarðskjálftahrinum á þessu svæði. Hvort að það sé raunin núna veit ég ekki en jarðskjálftahrinur þarna eiga það til að hægja á sér í nokkra klukkutíma. Ég tel víst að þessari jarðskjálftahrinu sé ekki lokið, þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkni á svæðinu þessa stundina.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík-Trölladyngju

Í morgun (17-Mars-2022) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Græn stjarna við Kleifarvatn sem sýnir jarðskjálftavirknina í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík
Jarðskjálftavirknin í Trölladyngja-Krýsuvík eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Mjög slæmt veður síðustu vikur hefur komið í veg fyrir að minni jarðskjálftar hafa mælst á þessu svæði. Meiri jarðskjálftavirkni hefur því getað átt sér stað þarna en kemur fram á kortum Veðurstofu Íslands.

Kvikan er á leiðinni upp í Fagradalsfjalli, síðustu mælingar segja um 1600 metra eftir

Samkvæmt frétt á Vísir.is (tengill neðst) þá er samkvæmt gervihnattamælingum kvikan byrjuð að rísa upp í Fagradalsfjalli. Þessa stundina á kvikan um 1600 metra eftir þangað til að kvikan kemst upp á yfirborðið og eldgos hefst. Hraði kvikunar núna er í kringum 130 metrar á dag og því ætti eldgos að hefjast í kringum 11-Janúar-2022. Þetta er núverandi mat á aðstæðum en það gæti breyst ef kvikan eykur hraðan eða hægir á sér á leiðinni upp jarðskorpuna.

Það er óljóst hvaða svæði mun gjósa þar sem nýi kvikugangurinn er til hliðar við eldri kvikuganginn og því er ekki víst að það gjósi í eldri gígum. Það eru því meiri líkur en minni að það muni gjósa í nýjum gígum þegar eldgos hefst, eitthvað af hugsanlegum nýjum gígum munu opnast á svæði sem er nú þegar undir undir nýju hrauni af eldra eldgosinu. Svæðið mun því verða mjög áhugavert þegar eldgos loksins hefst.

Frétt Vísir.is

Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir

Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli, Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðin

Þessar upplýsingar verða úreltar mjög hratt og mjög fljótlega.

Núna er stöðug jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli sem er hluti af Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu. Meira en tugur af jarðskjálftum sem hefur náð stærðinni Mw4,0 eða stærri hefur orðið síðustu klukkutímana og það eru litlar líkur á því að jarðskjálftavirknin muni hætta á næstunni. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu klukkutímana hafa verið með stærðina Mw4,8 og síðan Mw4,5. Jarðskjálftarnir norður af Grindavík virðast vera gikkskjálftar vegna þenslu í Fagradalsfjalli.

Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli og norður af Grindavík. Þéttar grænar stjörnur og síðan mikið af rauðum punktum sem sýnir minni jarðskjálftum
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þétt jarðskjálftavirkni á jarðskjálftavöktunar grafinu hjá Veðurstofu Íslands. Mikið af þéttum punktum sem sýnir jarðskjálftavirknina
Þétta jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga eins og hann er sýndur á grafinu hjá Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan núna er nærri Grindavík eins og gerðist fyrr á árinu 2021 þegar svipuð jarðskjálftahrina varð þarna. Rétt áður en það fór að gjósa í Fagradalsfjalli. Jarðskjálftahrinan mun halda áfram þangað til að eldgos hefst á ný. Jarðskjálftahrinunar munu einnig koma fram í bylgjum, með mikilli jarðskjálftavirkni en síðan minni jarðskjálftavirkni þess á milli. Ég reikna með sterkum jarðskjálftum á næstu dögum ef það fer ekki að gjósa í Fagradalsfjalli eða á nálægum svæðum.

Staðan í Krýsuvíkur-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu í Fagradalsfjalli, það fer líklega að gjósa mjög fljótlega

Þessar upplýsingar verða úreltar mjög fljótlega hérna.

Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli hélt áfram þann 22-Desember og þann 23-Desember. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,9 og fannst yfir stórt svæði. Það hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón á eignum ennþá í þessari jarðskjálftahrinu.
Það eru núna þrjár jarðskjálftamiður í þessari jarðskjálftahrinu. Fyrsta jarðskjálftamiðjan er norðan við stóra gíginn, jarðskjálftamiðja tvö er undur stóra gígnum, jarðskjálftamiðja þrjú er í Nátthagakrika. Það er það svæði þar sem fólk gekk upp að eldgosinu á gönguleið A og B.

Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Mikið af grænum stjörnum á kortinu og mikið af rauðum punktum
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þétt jarðskjálftavirkni á yfirlitsgrafinu frá Veðurstofunni. Mikið af punktum við 2 styrkja línuna en einnig talsvert af puntkum við 3 styrkja jarðskjálfta línuna
Þétt jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ljóst að þessi jarðskjálftavirkni mun ekki hætta fyrr en eldgos hefst á ný á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst þarna. Ef að nýr gígur opnast á þessu svæði, þá mun jarðskjálftavirknin halda áfram að stækka þangað til að það gerist. Ef að gígur sem er nú þegar á svæðinu byrjar að gjósa, þá mun það koma af stað einhverri jarðskjálftavirkni. Það er ljóst er að kvikan mun finna sér leið þar sem mótstaða er minnst í jarðskorpunni, alveg sama hver sú leið er. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið meira en 6000 jarðskjálftar og í kringum 50 til 100 af þeim hafa verið jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðinni, í Fagradalsfjalli, eldgos er mögulegt fljótlega

Staðan núna breytist mjög hratt og því verða upplýsingar í þessari grein úreltar mjög hratt.

Það er möguleiki á að eldgos sé að fara að hefjast aftur í Fagradalsfjalli (Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðin) eftir að jarðskjálftahrina hófst þar klukkan 17:00 þann 21-Desember-2021. Jarðskjálftahrinan hefur verið að vaxa mjög hratt síðustu klukkutímana og það sér ekki á þeim vexti þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3. Yfir 150 jarðskjálftar hafa mælst frá því klukkan 17:00.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli með mörgum rauðum punktum og síðan grænni stjörnu sem sýnir stærsta jarðskjálftann
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staða mála er að breytast mjög hratt á þessu svæði. Þegar þessi grein hefur eldgos ekki ennþá hafist en það er aðeins spurning um klukkutíma áður en eldgos hefst á þessu svæði á ný. Það gæti gerst í nótt eða einhverntímann á morgun. Það er engin leið að vita það þegar þessi grein er skrifuð.

Ég mun setja inn nýja uppfærslu seint á morgun. Þar sem ég verð upptekinn framan af degi í öðrum hlutum. Það er ekki hægt að komast hjá þessu.

Þensla mælist á miklu dýpi undir Fagradalsfjalli

Samkvæmt frétt Rúv í dag (16-Nóvember-2021) þá er þensla farin að mælast á miklu dýpi undir Fagradalsfjalli en þetta er hluti af Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu. Þessi þensla bendir til þess að eldgos gæti hafist aftur í Fagradalsfjalli, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos byrjaði. Þar sem það er mjög líklegt að kvika sé að safnast saman undir Fagradalsfjalli á miklu dýpi. Hvort og þá hvenær það kemur af stað eldgosi er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.

Þenslan er núna orðin nógu mikil til þess að sjást á gervihnattamyndum sem fylgjast með aflögun í efri lögum jarðskorpunnar. Í efri lögum jarðskorpunnar þá kemur þessi aflögun fram sem lítil en það er líklega ekki öll myndin hérna.

Frétt Rúv

Gosið enn í dvala – Mæla litlar hreyfingar á miklu dýpi (Rúv.is)