Jarðskjálftahrina við Hveravelli

Það er jarðskjálftahrina í gangi við Hveravelli sem ég veit ekki mikið um, þar sem ekki er hægt að staðsetja jarðskjálftana vegna skorts á SIL jarðskjálftamælum á þessu svæði. Það sem ég veit er að þarna á sér stað jarðskjálftarhrina, stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni 2,1. Stærsti jarðskjálftinn sem er búið að fara yfir náði stærðinni 2,1 og var með dýpið 2,1 km. Meira veit ég ekki á þessari stundu vegna skorts á upplýsingum hvað er að gerast á Hveravöllum.

160609_2035
Jarðskjálftahrinan á Hveravöllum. Þarna eru eingöngu þeir jarðskjálftar sem tekist hefur að staðsetja. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ste.svd.09.06.2016.at.21.02.utc
Jarðskjálftahrinan kemur vel fram á þessum jarðskjálftamæli Veðurstofunnar og eingöngu þessum jarðskjálftamæli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ste.svd.09.06.2016.at.21.02.utc
Tromlurit jarðskjálftamælisins við Hveravelli, jarðskjálftarnir sjást einnig vel á því. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég giska á að þarna hafi orðið í kringum 50 til 100 jarðskjálftar eins og stendur en án nákvæmra gagna er erfitt að segja til um fjölda jarðskjálfta. Stærðir þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað þarna er frá 0,0 til ~2,1 hingað til. Það er ekki hægt að útiloka stærri jarðskjálfta á þessu svæði, eftir því sem stærðir jarðskjálftana aukast þá verður hægt að staðsetja þá nákvæmar. Minni jarðskjálftar munu aðeins koma fram á einum jarðskjálftamæli og þá verður ekki hægt að staðsetja, þar sem þeir koma bara fram á einum jarðskjálftamæli eða tveim og það er ekki nægjanlegur fjöldi jarðskjálftamæla til þess að staðsetja jarðskjálftann nákvæmlega.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þörf verður á því.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öræfajökli, norðarverðum Langjökli

Þetta verður aðeins þétt grein. Þar sem ég er staðsettur á Íslandi þessa stundina. Ég verð kominn aftur til Danmerkur þann 18-Maí. Það verða engir tenglar í Global Volcanism Program upplýsingar, þar sem ferðavélin mundi ekki ráða við það álag.

Bárðarbunga

Sú jarðskjálftavirkni sem hófst í Bárðarbungu fyrir rúmlega 8 mánuðum síðan heldur áfram og munstrið er það sama og undanfarna 7 til 8 mánuði.

160512_2025
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Það er ekki mikill munur á jarðskjálftahrinum milli vikna núna.

Öræfajökull

Það er áhugaverð jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Öræfajökli. Það bendir til þess að einhver kvika sé að fara inn í eldstöðina á dýpi (5 til 10 km). Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Öræfajökli, hinsvegar er eldgosa hegðun Öræfajökuls ekki nógu vel þekkt og engin traust gögn þekkt um hvað gerist í eldstöðinni þegar eldgos er yfirvofandi. Á þessari stundu eru allir jarðskjálftarnir litlir, það bendir til þess það magn kviku sem er að koma inn í eldstöðina á dýpi sé mjög lítið á þessari stundu.

Langjökull norður

Í dag (12-Maí-2016) varð lítil jarðskjálftahrina í norðanveðrum Langjökli (nálægt Hveravöllum). Þarna hefur verið jarðskjálftavirkni síðan árið 2000, þegar að jarðskjálfti með stærðina 6,5 á suðurlandsbrotabeltinu kom virkni af stað á þessu svæði. Ástæður þess að þarna verða jarðskjálftahrinur eru óljósar. Engin breyting hefur orðið á eldstöðinni í Langjökli norðri svo vitað sé, þar hefur jarðskjálftavirkni ekki aukist undanfarin ár. Ein hugmyndin er sú að þarna séu að verða jarðskjálftar vegna breytinga á spennu í jarðskorpunni, það bendir til þess að þessi virkni sé ekki tengd sjálfri eldstöðinni.

160512_2110
Jarðskjálftavirknin í Langjökli nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað voru stórir. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.

Nýtt – Greiningar á eldstöðvum og jarðskjálftum

Ég ætla að byrja á nýjum greinarflokki á þessari hérna síðu. Þar ætla ég að reyna að greina og útskýra það sem er að gerast í eldstöðvum á Íslandi eftir því sem aðstæður leyfa. þessar greinar verða ítarlegar og því mun það taka mig nokkra daga að skrifa þær. Þannig að það munu ekki verða margar útgefnar greiningar á viku um það sem er að gerast í eldstöðvum á Íslandi. Ég ætla að bæta þessu við til þess að reyna að stækka lesendahóp þessar vefsíðu.

Jarðskjálftahrina á Hveravöllum

Í gær (6-Janúar-2014) hófst jarðskjálftahrina á Hveravöllum. Sem stendur er þetta mjög lítil jarðskjálfta og hefur enginn jarðskjálfti farið yfir stærðina 2,0 ennþá.

140107_0115
Jarðskjálftahrinan á Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt óróaplottinu á nærliggjandi SIL stöð Veðurstofu Íslands þá eiga sér stað þarna fleiri jarðskjálftar en koma fram á kortum Veðurstofu Íslands. Ástæðan er sú að þessir jarðskjálftar eru ekki nógu stórir til þess að mælast á öðrum SIL stöðvum sem Veðurstofa Íslands er með.

hve.svd.07-Januar-2014.01.22.utc
Óróaplott frá SIL stöðinni nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftavirkni haldi eitthvað á fram. Hvort að þessi jarðskjálftavirkni muni aukast er erfitt að segja til um á þessari stundu.