Aukning í jarðskjálftahrinu austan við Grímsey aðfaranótt 26-September-2020

Aðfaranótt 26-September-2020 varð aukning í jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Það komu fram sex jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 og stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw4,3. Jarðskjálftarnir eru á svæði sem heitir Nafir og þarna er eldstöð sem hefur opinberlega ekkert nafn en er einnig kennd við Nafir. Það er engin upplýsingasíða frá Global Volcanism Program um þessa eldstöð og engar upplýsingar er að finna um hvenær þarna varð síðast eldgos. Stærstu jarðskjálftarnir fundust í Grímsey og öðrum nálægum svæðum. Samkvæmt fréttum eru íbúar Grímseyjar orðnir þreyttir á allri þessari jarðskjálftavirkni sem hefur verið í gangi á Tjörnesbrotabeltinu síðan 19-Júní-2020.


Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundaréttur myndarinnar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í Febrúar 2018 varð jarðskjálfti á þessu svæði með stærðina Mw5,2 á þessu sama svæði. Það eru engin merki um að þarna sé að fara að hefjast eldgos en það er erfitt að vera viss um slíkt. Öll jarðskjálftavirknin á þessu svæði virðist vera tengd flekahreyfingum í þeim sigdal sem þarna er. Allar kvikuhreyfingar munu koma mjög greinilega fram á SIL mælinum í Grímsey og öðrum mælum sem eru þarna á norðurlandi. Það er búist við þarna verði frekari jarðskjálftavirkni og hætta er á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu

Síðustu daga hafa verið tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu. Þessar jarðskjálftahrinur hafa verið á tveim stöðum. Fyrir vestan Kópasker, hin hefur verið austan við Grímsey eins og hefur verið undanfarnar vikur á því svæði. Báðar jarðskjálftahrinur hafa verið litlar og enginn jarðskjálfti stærri en 2,0 hefur átt sér stað. Heildarfjöldi jarðskjálfta er í kringum 146 þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey er ekki lokið og hefur haldið þar sem jarðskjálftavirkni á þessu svæði hefur ekki náði toppi ennþá. Það er erfiðara að segja til um jarðskjálftahrinuna vestan við Kópasker. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru báðar jarðskjálftahrinur í gangi.

Staðan í jarðskjálftahrinunni í Nöfum austan við Grímsey

Hérna er nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Nöfum austan við Grímsey (það er engin Global Volcanism Program síða). Í gær (19-Mars-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar fyrir og eftir þennan jarðskjálfta voru minni að stærð. Það virðist sem að meira en 200 jarðskjálftar hafi orðið í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan í gær í Nöfum austan Grímseyjar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin hefur stöðvast á þessu svæði núna og það hafa ekki orðið jarðskjálftar síðustu klukkutímana. Miðað við þróunina í fyrra þá varði jarðskjálftavirkni þarna í nokkrar vikur og fór ekki að draga úr jarðskjálftavirkninni fyrr en hámarki var náð. Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Staðan í eldstöðinni Nafir (TFZ) klukkan 18:17 þann 20-Febrúar-2018

Upplýsingar í þessari grein munu líklega verða úreltar mjög fljótlega.

Síðan í gær (19-Febrúar-2018) hefur dregið umtalsvert úr jarðskjálftavirkninni í eldstöðinni Nafir austan við Grímsey í Tjörnesbrotabeltinu. Það hefur aðeins einn jarðskjálfti með stærðina 3,0 orðið síðan á miðnætti. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi en eingöngu litlir jarðskjálftar eiga sér eingöngu stað núna og það hafa ekki orðið margir jarðskjálftar sem eru stærri en 2,0 síðan á miðnætti.


Núverandi jarðskjálftavirkni austan við Grímsey í eldstöðinni Nafir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er ekki mjög mikil eða þétt þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna slæms veðurs á næstu dögum má reikna með því að litlir jarðskjálftar muni ekki mælast almennilega á Tjörnesbrotabeltinu á meðan stormurinn gengur yfir og einnig á öðrum svæðum á Íslandi.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein.

Staðan í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey klukkan 22:35

Upplýsingar í þessari grein munu úreltast á skömmum tíma.

Hérna eru nýjustu stærðartölur um stærstu jarðskjálftana sem urðu í morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands og USGS.

Jarðskjálfti klukkan 05:34 var með stærðina 4,9. USGS segir stærðina mb4,8.
Jarðskjálfti klukkan 05:38 var með stærðina 5,2. USGS segir stærðina mb5,0.
Jarðskjálfti klukkan 06:32 var með stærðina 4,0. USGS segir stærðina mb4,5.

Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 68 jarðskjálftar stærri en 3,0 hafa orðið í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey. Það hafa orðið samtals 1488 jarðskjálftar síðustu 48 klukkutímana.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Nafir austan Grímseyjar (Tjörnesbrotabeltið). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er ennþá frekar þétt í eldstöðinni Nafir, austan Grímseyjar (Tjörnesbrotabeltið). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem veðurspáin næstu daga er mjög slæm fyrir Ísland þá mun það koma í veg fyrir að smáir jarðskjálftar muni mælast á svæðinu. Stærri jarðskjálftar ættu almennt að ná yfir rok hávaðann (vonandi) og mælast almennilega. Stærstu jarðskjálftarnir munu mælast á jarðskjálftamælanetum utan Íslands þar sem slæmt veður er ekki vandamál.

Næsta grein um stöðu mála er á morgun. Ef eitthvað stórt gerist þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er.

Staðan klukkan 12:32 í jarðskjálftahrinunni í eldstöðinni Nafir austan Grímseyjar þann 19-Febrúar-2018

Upplýsingar í þessari grein munu úreldast mjög hratt.

Það er búið að lýsa yfir óvissustigi í Grímsey og nágrenni vegna þessar jarðskjálftahrinu austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir sem mældist var með stærðina 5,2 og var annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina 4,5 þessa stundina. Miðað við hvernig þessir jarðskjálfti kom fram á jarðskjálftamælinum mínum þá er líklegt að jarðskjálftinn sem er með stærðina 4,5 sé nærri því að vera 5,0 að stærð en það tekur tíma að fara nákvæmlega yfir jarðskjálftagögnin þegar svona jarðskjálftahrina á sér stað. Stærsti jarðskjálftinn fannst á stóru svæði í kringum Grímsey og á Akureyri.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er mjög þétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að jarðskjálftahrinan sé að fara að enda. Það er óljóst á þessari stundu hvort að þetta sé undanfari að eldgosi á þessari stundu. Á þessari stundu er ekki eldgos á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er mjög þétt á svæði austan við Grímsey. Vegna þess hversu stór þessi jarðskjálftahrina er þá ræður SIL mælanetið ekki almennilega við að staðsetja alla jarðskjálftana sjálfvirkt.

Staðan í jarðskjálftahrinunni í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey í Tjörnesbrotabeltinu klukkan 16:20 þann 18-Febrúar-2018

Það er mjög líklegt að þær upplýsingar sem koma fram hérna verði úreltar mjög hratt.

Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Nafir sem er staðsett austur af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu er minni í dag (18-Febrúar-2018) en í gær (17-Febrúar-2018) og hafa í dag orðið að mestu litlir jarðskjálftar. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 3,4 og varð klukkan 12:14. Það er ennþá óljóst hvort að jarðskjálftahrinan mun aukast á ný en jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey í eldstöðinni Nafir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Það er minni þéttleiki í jarðskjálftahrinunni í dag en í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að átta sig á því hvað mun gerast næst á þessu svæði. Þar sem það er ekki skráð nein eldgosasaga á þessu svæði og jarðskjálftavirknin er mjög flókin þar sem þarna blandast saman jarðskjálftavirkni sem á uppruna sinn í plötuhreyfingum og síðan í eldstöðvarbreytingum annarsvegar. Þessa stundina þá veit ég ekki hvort er núna en mjög líklega er hérna um að ræða jarðskjálftahrinu vegna eldstöðvahreyfinga í eldstöðinni Nafir. Það er mjög erfitt að lesa í stöðuna á þessu svæði þessa stundina.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þörf verður á í dag.