Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Oddnýjarhnjúkur-Langjökull (Hveravellir)

Meirihlutann af Apríl hefur verið jarðskjálftahrina í eldstöðinni Oddnýjarhnjúkur-Langjökull (Hveravellir). Jarðskjálftahrinan er norður-austur eldstöðinni í nágrenni við Hveravelli. Þegar þessi grein er skrifuð hefur enginn jarðskjálfti náð stærðinni Mw3,0.

Rauðir punktar austan við Langjökul sýnir þá jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað við Hveravelli
Jarðskjálftavirknin við Hveravelli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði virðist hafa jarðskjálftahrinur á 5 til 10 ára fresti. Síðsta jarðskjálftahrina á þessu svæði var í Nóvember-2007. Minni jarðskjálftavirkni á sér stað milli stærri jarðskjálftaatburða á þessu svæði. Það er óljóst hvað er í gangi þarna en þetta virðast eingöngu vera brotajarðskjálftar í jarðskorpunni á þessu svæði. Þar sem það eru fáir jarðskjálftamælar á þessu svæði, þá mælast aðeins stærstu jarðskjálftarnir sem eru að mælast og koma fram á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Það eru jarðskjálftar með stærðina Mw1,3 og stærri. Jarðskjálftahrinur í meiri fjarlægð frá Hveravöllum eru ekki útilokaðar. Það eru komin næstum því 12 ár síðan það varð jarðskjálftahrina við Blöndulón.