Lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina

Þessa stundina, þegar þessi grein er skrifuð er mjög rólegt í jarðskjálftavirkni á Íslandi. Helst að það hafi verið smáskjálftavirkni fyrir norðan og sunnan Ísland en enginn af þeim jarðskjálftahrinum olli jarðskjálftum sem fóru yfir stærðina 3,0. Ég veit ekki hversu lengi þetta rólega tímabil mun vara en það lengsta sem ég man eftir varði í rúmlega fjóra mánuði. Þá var mjög lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi þann tíma.

161026_2200
Lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á meðan það er rólegt í jarðskjálftum á Íslandi, þá ætla ég að skrifa nokkrar smásögur og birta á smásögu vefsíðu sem ég er með. Þessar sögur eru á ensku og hægt er að lesa þær hérna.

Allt rólegt í jarðfræði Íslands

Tímabil lítillar virkni heldur áfram á Íslandi og hefur þetta tímabil núna varað í meira en fimm mánuði núna. Það eru alltaf minniháttar jarðskjálftar sem eiga sér stað þrátt fyrir þetta tímabil lítillar virkni. Slíkt er eðlilegt og það má alltaf reikna með því að litlir jarðskjálftar eigi sér stað.

140212_0955
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru að jafnaði 4 til 5 ár á milli eldgosa á Íslandi og síðasta stóra eldgos auk tveggja minni eldgosa áttu sér stað árið 2011. Síðan þá hafa engin eldgos átt sér stað á Íslandi eftir því sem ég best veit. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður á Íslandi.

Styrkir: Samkvæmt yfirliti á bankabókinni hjá mér. Þá á ég engann pening til þess að lifa af það sem eftir er af mánuðinum. Þar sem að ég átti afskaplega lítinn pening eftir þegar ég var búinn að borga alla mína reikninga. Fólk getur styrkt mig beint eða í gegnum PayPal takkann hérna til hliðar. Það er einnig hægt að styrkja mig með því að smella á auglýsingarnar hérna. Þegar verslað er í gegnum Amazon þarna þá fæ ég 5 til 10% af söluverði vörunnar í tekjur hjá Amazon. Takk fyrir stuðninginn.

Rólegt í jarðskjálftavirkni á Íslandi

Um þessar mundir er mjög rólegt í jarðfræði á Íslandi. Þetta sést best á því að ég hef afskaplega lítið til þess að skrifa um hérna þessa dagana. Ég veit ekki hvenær þetta breytist en þetta ástand hefur varað mjög lengi á Íslandi núna

140131_1710
Mjög rólegt á Íslandi núna. Höfundaréttur á þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir nokkrum dögum var jarðskjálftavirkni mjög djúpt á Reykjaneshrygg. Ég fjallaði ekki um þessa jarðskjálftahrinu vegna óvissu um staðsetningu jarðskjálftanna einnig sem að stærð flestra jarðskjálftanna var undir stærðinni 5,0. Jarðskjálftahrinur eiga sér oft stað djúpt á Reykjaneshrygg.

Rólegt í jarðfræðinni á Íslandi um þessar mundir

Það er mjög rólegt á Íslandi um þessar mundir. Mjög fáir jarðskjálftar hafa átt sér stað. Fjöldi jarðskjálfta sem hefur mælst undanfarið hefur verið í kringum 120 jarðskjálftar yfir eina viku (7 daga). Þannig að það lítur út fyrir að nýtt rólegheitatímabil sé hafið á Íslandi.

131218_1630
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað veldur þessu rólegheita tímabili á Íslandi og eru þau því mjög dularfull og verða það líklega alltaf. Ég vona bara að árið 2014 verði ekki eins rólegt og árið 2013 var í jarðfræðinni.

Lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi undanfarið

Undanfarið hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi. Það er svo rólegt að jarðskjálftar mælast stundum ekki klukkutímum saman á mælaneti Veðurstofu Íslands. Ég veit ekki hversu lengi þessi rólegheit munu vara í jarðskjálftum á Íslandi. Það er hefur hinsvegar verið mjög rólegt á Íslandi allt árið 2013, en það er óvíst hversu lengi það mun vara. Þessi rólegu tímabil gerast oft á Atlantshafshryggnum, ég veit hinsvegar ekki afhverju þetta gerist og hversu lengi þessi rólegheit munu vara. Síðan hefur verið stormasamt á Íslandi undanfarið og hefur það dregið úr möguleikum á því að mæla litla jarðskjálfta sem eiga sér oftast stað á Íslandi. Árið 2013 er það rólegasta sem ég man eftir og hef ég verið að fylgjast með jarðskjálftum síðan árið 1994, eða frá því að ég var 14 ára gamall.

Þeir sem vilja styrkja mig er beint á þennan þessa hérna síðu fyrir frekari upplýsingar um hvernig það er hægt. Takk fyrir stuðninginn.