Bárðarbunga fyrir einu ári síðan

Í dag er eitt ár liðið síðan atburðarrás hófst í Bárðarbungu sem leiddi til eldgoss í Holuhrauni. Vikuna áður en þessi mikla jarðskjálftavirkni hófst. Ég hafði ætlað mér að skrifa um þá virkni en sú grein hafði tafist hjá mér og varð síðan aldrei skrifuð vegna þess sem síðar gerðist í Báðarbungu. Ég á því miður ekki myndina af þeirri jarðskjálftavirkni sem hafði verið dagana á undan í Bárðarbungu, ég hafði ætlað mér að vista þá mynd en ekkert varð að því hjá mér (þar sem ég finn ekki myndina).

140816_1145
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu þann 16-Ágúst-2014 klukkan 11:45. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.16.08.2014.12.01.utc
Það var orðið ljóst þann 16-Ágúst-2014 að eitthvað stórt var í aðsigi í Bárðarbungu þegar óróinn var skoðaður, þar sem óróinn var úr öllu valdi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sást á óróanum á nálægum SIL stöðvum að eitthvað mjög stórt væri að fara að gerast í Bárðarbungu.

140818_1440
Eftir því sem tímanum leið, þá fjölgaði grænum stjörnum á jarðskjálftakorti Veðurstofunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar komið var að 25-Ágúst þá var fjöldi jarðskjálfta í Bárðarbungu talinn í þúsundum og fjöldi jarðskjálfta sem voru stærri en 3,0 talinn í hundruðum.

140825_2015
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu þann 25-Ágúst-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu átti sér stað þann 26-Ágúst-2014 og var með stærðina 5,7. Þetta var einnig stærsti jarðskjálfti á Íslandi síðan árið 2008.

140827_0100
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu þann 27-Ágúst-2014. Þetta er rétt eftir að jarðskjálfti með stærðina 5,7 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140826.012500.bhrz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 5,7 eins og hann kom fram hjá mér á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140826.012538.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 5,7 eins og hann kom fram hjá mér á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Þegar eldgosið hófst í Holuhrauni þá dró mjög úr jarðskjálftavirkni í kvikuganginum en jarðskjálftavirkni hélt áfram í sjálfri Bárðarbungu sem var að falla saman vegna eldgossins sem hafði hafist í Holuhrauni. Sú jarðskjálftavirkni sem hélt áfram varð í sjálfri Bárðarbungu og það komu einn til þrír jarðskjálftar með stærðina fimm eða stærri á viku í Bárðarbungu á meðan eldgosið í Holuhrauni stóð yfir. Jarðskjálftavirkni hélt fram til loka Febrúar þegar eldgosinu í Holuhrauni lauk.

Undanfarinn að eldgosinu í Bárðarbungu

Það er mjög erfitt að vita og þekkja undanfara eldgosa í eldstöðvum fyrirfram. Sérstaklega ef um er að ræða eldstöð sem hefur ekki gosið í mjög langan tíma. Ein af þeim fáu vísbendingum sem vísindamenn höfðu um það hvert væri að stefna var þessi hérna, jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Þetta var í raun álitin hefðbundin jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, þar sem svona jarðskjálftar áttu sér stað með reglulegu millibili. Þessi jarðskjálftavirkni var góð vísbending þess efnis um að Bárðarbunga mundi gjósa fljótlega.

140516_2125
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þann 16-Maí-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt við bestu aðstæður að vita hvort að eldstöð sé að fara að gjósa eða ekki. Sérstaklega ef gögn vantar eða ef eldstöðin hefur ekki bært lengi á sér. Ferlið sem veldur því að eldstöð gýs er ekki þekkt í dag almennilega, þó svo að mikið sé vitað um hvað er í gangi núna í dag og sú þekking eykst með hverju eldgosi sem skráð er.

Staðan í dag í Bárðarbungu

Þessa stundina er mjög rólegt í Bárðarbungu og hefur verið það síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk fyrir um sex mánuðum síðan. Það er hinsvegar ljóst á eldgosasögu Bárðarbungu að þessari eldgosahrinu er langt frá því að vera lokið. Sú eldgosahrina sem er hafin í Bárðarbungu mun vara næstu 10 til 15 árin miðað við þekkta eldgosasögu. Tími milli eldgosa er allt frá 1 ári og upp í 10 ár. Hljóðlát tímabil í Bárðarbungu geta varað hátt í 100 ár, það hljóðláta tímabil sem endaði árið 2014 varði í 104 ár. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eða hvar næsta eldgos mun verða í Bárðarbungu. Það er hætta á því að næsta eldgos í Bárðarbungu verði jafnstórt og það eldgos sem lauk í Holuhrauni fyrir sex mánuðum síðan.