Jarðskjálftahrinan ennþá í gangi í Skjaldbreið

Í gær (laugardag 9-Desember-2017) hófst jarðskjálftahrina í Skjaldbreið með jarðskjálfta sem var með stærðina 3,5 í Skjaldbreið (þetta er einnig undir svæðinu sem er kennt við Presthnjúka í Global Volcanism Program gagnagrunninum). Jarðskjálftavirkni hafði byrjað á svæðinu á föstudaginn með smáskjálftum en fór ekki á fullt fyrr en jarðskjálftinn með stærðina 3,5 varð í gær. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,5 og 3,8. Jarðskjálftarnir með stærðina 3,5 og 3,8 fundust á stóru svæði og alveg til Kjalarnes samkvæmt fréttum.


Jarðskjálftarnir í Skjaldbreið síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er fjöldi mældra jarðskjálfta í kringum 100 og eru þetta stærstu jarðskjálftarnir á þessu svæði frá árinu 1992 samkvæmt Veðurstofu Íslands (yfirlit yfir stóra jarðskjálfta á Íslandi frá árinu 1706 – 1990 er að finna hérna). Það hefur mjög dregið úr jarðskjálftavirkni í Skjaldbreið síðustu klukkutímana og það virðist sem að þessi jarðskjálftavirkni sé tengd flekahreyfingum á svæðinu en ekki kvikuhreyfingum.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu geta gert það með því að nota PayPal takkana eða með því að fara á Styrkir síðuna til þess að leggja beint inn á mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftahrina nærri Skjaldbreið

Í gær (22.02.2017) varð jarðskjálftahrina nærri Skjaldbreið (svæði sem er kennt við eldstöðina Presthnjúkar hjá Global Volcanism Program).


Jarðskjálftavirknin nærri Skjaldbreið í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta var lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn aðeins með stærðina 2,2 og það dýpi sem kom fram var frá 18,3 km og upp að 1,1 km. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið núna.

Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið eykst

Jarðskjálftahrinan sem hófst í gær í Skjaldbreið hefur verið að aukast núna í nótt og dag. Þó ekki í styrkleika þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað. Heldur í fjölda þeirra jarðskjálfta sem þarna eiga sér stað. Hingað til hefur enginn jarðskjálfti farið yfir stærðina 2.0. Hvort að breyting á stærð jarðskjálfta þarna og jarðskjálftahrinunni sjálfri er erfitt að segja til um á þessari stundu.

130317_1610
Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu, en stærri jarðskjálftar á þessu svæði eru ekki útilokaðir. Sérstaklega þar sem þetta svæði er þekkt fyrir talsverða jarðskjálftavirkni á tímabilum. Það er ennfremur möguleiki á því að engir frekari jarðskjálftar muni eiga sér stað þarna núna. Það er þó ómögurlegt að segja nákvæmlega til um það eins og áður segir.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Skjaldbreið

Í nótt hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Skjaldbreið (líklega hluti af Presthnjúkar eldstöðinni). Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina. Stærst jarðskjálftinn hingað til er eingöngu með stærðina 1,9. Óróagröf Veðurstofu Íslands hinsvegar benda til þess að fleiri minni jarðskjálftar eigi sér stað þarna en þeir koma ekki inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofunar vegna skorts á jarðskjálftamælum á þessu svæði.

130316_1600
Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

asb.svd.16.03.2013.16.08.utc
Óróagraf Veðurstofu Íslands sem bendir til að fleiri jarðskjálftar eigi sér stað án þess að þeir komi fram. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu. Nú þegar hefur þessi jarðskjálftahrina stoppað í nokkra klukkutíma áður en næsti jarðskjálfti kom fram. Jarðskjálftavirkni er algeng á þessu svæði. Þar sem þetta svæði er á plötuskilunum milli evrasíuflekans og ameríkuflekans.