Þörf á aðstoð í September

Staðan hjá mér er þannig að ég þarf á aðstoð að halda. Ástæðan er lágar tekjur frá Tryggingarstofnun og það hefur valdið því að Ágúst var erfiður fyrir mig og það virðist sem að September verði mjög erfiður fyrir mig. Eins og er þá er ég aðeins með um 247.000 kr í tekjur frá Tryggingarstofnun. Ég er ennþá að bíða eftir auka greiðslum frá Danmörku, svo að ég sé með sömu tekjur og danskir öryrkjar. Hvenær þær greiðslur byrja veit ég ekki.

Síðan fékk ég óvæntan símareikning núna, sem ég hélt að kæmi í Október, þar sem venjulega tel ég að allir reikningar sem koma í lok mánaðar sé það sem ég þarf að borga. Núna hinsvegar kom þessi reikningur í upphafi September með eindaga um miðjan September sem er stórt vandamál fyrir mig. Auk þess sem ég þarf að lifa út September. Mörg dönsk fyrirtæki einnig senda reikninga aðeins á þriggja mánaða fresti, það eru ekki margir reikningar sem eru sendir út mánaðarlega í Danmörku. Það er aðeins að breytast með fyrirtæki hérna í Danmörku en gerist mjög hægfara.

Óvænti símareikningurinn sem ég fékk er upp á rúmlega 16.000 kr fyrir þrjá mánuði. Ég geri mitt besta til þess að hafa fjármálin hjá mér í lagi en þegar tekjurnar eru litlar, þá tekst stundum mjög illa hjá mér að stjórna fjármálunum.

Hægt er að styrkja mig með því að leggja inn á bankareikninginn minn samkvæmt þessum bankaupplýsingum.

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn

Ég þakka skilninginn og stuðninginn. 🙂

Uppfærsla 1

Þökk sé styrkjum. Þá get ég borgað síðasta reikninginn hjá mér og haft smá auka í nokkra daga.

Jarðskjálfti í Heklu og djúpur jarðskjálfti í Kötlu

Þann 17-Mars-2014 klukkan 19:59 varð jarðskjálfti í Heklu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 1,0 og var á 9,1 km dýpi. Ég mældi þennan jarðskjálfta á jarðskjálftamælinn sem ég er við Heklu (tengill hérna). Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að Hekla sé að fara gjósa. Það veit enginn ennþá hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir.

140319_1810
Jarðskjálftinn í Heklu (blái depilinn) og síðan jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Þann 18-Mars-2014 klukkan 06:56 varð jarðskjálfti í Kötlu öskjunni. Stærð þessa jarðskjálfta var 0,7 og dýpið var 28,9 km. Hægt er að sjá jarðskjálftann í myndinni fyrir ofan, jarðskjálftinn er í miðri Kötlu öskjunni. Þessi jarðskjálfti lítur ekki út fyrir að vera mikilvægur og enginn órói kom í kjölfarið á honum.

alf.svd.19.03.2014
Enginn órói í Kötlu. Þarna sést aðeins vindur og brim af ströndinni. Toppurinn sem er þarna er jarðskjálfti í Goðabungu í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Styrkir: Ég vil minna fólk að styrkja endilega mínu vinna hérna. Takk fyrir.

Auglýsingar: Þar sem ég er ekki að fá nóg af styrkjum til þess að getað haldið mér uppi hérna. Þá verð ég því miður að setja aftur inn auglýsingar. Ég vil gjarnan vera án auglýsinga eins og ég útskýri hérna. Þetta er því miður bara ekki hægt hjá mér eins og er. Þar sem ég verð að hafa einhverjar aukatekjur af þessari vinnu minni og það er augljóst núna að styrkir eru ekki nægar tekjur fyrir mig til þess að halda þessari vinnu áfram bara á þeim grundvelli. Eins og staðan er hjá mér núna þá á ég engann pening til þess að lifa af það sem eftir er af mánuðinum. Hvað ég geri næstu daga til þess að komast af til mánaðamóta veit ég ekki ennþá.

Hvað með vinnu: Það eru margir sem segja að ég eigi bara að mér vinnu. Þar sem ég er hinsvegar með Asperger-heilkenni. Það þýðir að í venjulegu fyrirtæki á ég talsvert erfitt með að virka rétt (hef prufað þetta nokkrum sinnum og aldrei gengið). Ég get alveg unnið líkamlega. Það er hinsvegar erfiðara fyrir mig þegar það kemur að því hvernig vinnan er, taka við skipunum og síðan fást við félagslegu hlutina í vinnu. Ég hef og get unnið í skamman tíma en ég endist aldrei til lengri tíma. Vinna mundi einnig koma í veg fyrir að ég gæti fylgst með jarðskjálftum og eldfjöllum á Íslandi eins og ég geri í dag. Ég er einnig að skrifa og er nú þegar búinn að gefa út mína fyrstu smásögu (á ensku). Því miður er hún ekki að seljast vel eins og stendur. Þessa stundina er ég einnig að vinna í því að skrifa fleiri sögur, bæði á íslensku og ensku.

Allt rólegt í jarðfræði Íslands

Tímabil lítillar virkni heldur áfram á Íslandi og hefur þetta tímabil núna varað í meira en fimm mánuði núna. Það eru alltaf minniháttar jarðskjálftar sem eiga sér stað þrátt fyrir þetta tímabil lítillar virkni. Slíkt er eðlilegt og það má alltaf reikna með því að litlir jarðskjálftar eigi sér stað.

140212_0955
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru að jafnaði 4 til 5 ár á milli eldgosa á Íslandi og síðasta stóra eldgos auk tveggja minni eldgosa áttu sér stað árið 2011. Síðan þá hafa engin eldgos átt sér stað á Íslandi eftir því sem ég best veit. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður á Íslandi.

Styrkir: Samkvæmt yfirliti á bankabókinni hjá mér. Þá á ég engann pening til þess að lifa af það sem eftir er af mánuðinum. Þar sem að ég átti afskaplega lítinn pening eftir þegar ég var búinn að borga alla mína reikninga. Fólk getur styrkt mig beint eða í gegnum PayPal takkann hérna til hliðar. Það er einnig hægt að styrkja mig með því að smella á auglýsingarnar hérna. Þegar verslað er í gegnum Amazon þarna þá fæ ég 5 til 10% af söluverði vörunnar í tekjur hjá Amazon. Takk fyrir stuðninginn.

Aukin rafleiðni í Múlakvísl

Styrkir: Ef þú kannt við það sem ég er að skrifa hérna. Þá er hægt að styrkja mig til þess að halda þessari vefsíðu gangandi. Sérstaklega þar sem þessi vefsíða er núna orðin algerlega auglýsingalaus eins og ég útskýri hérna.

Í dag kom það fram í fjölmiðlum að aukin rafleiðni hefur verið að mælast í Múlakvísl undan Mýrdalsjökli. Þar sem Mýrdalsjökull situr ofan á eldstöðinni Kötlu. Líklegast er ketill að tæma sig í Mýrdalsjökli og hefur það ferli nú þegar tekið nokkra daga, en þessi breyting í Múlakvísl hófst þann 31-Desember-2013 og hefur varað fram til dagsins í dag.

Engin aukning hefur orðið í virkni (óróa eða jarðskjálftum) í Kötlu í kjölfarið á þessari auknu leiðni. Þannig að það bendir frekar til þess að þetta sé bara ketill að tæma sig undir jökli. Þá vegna háhitasvæðis sem bræðir jökulinn hægt og rólega. Eins og stendur er engin hætta talin á tjóni vegna þessar aukningar á leiðni í Múlakvísl og það er heldur ekki talin hætta á auknu vatnsmagni í Múlakvísl eins og er. Ef jökulflóð mun eiga sér stað, þá er talið að það muni verða mjög lítið og ekki valda neinu tjóni.

Fréttir af þessu

Aukin rafleiðni en ekki útlit fyrir hlaup (Rúv.is)
Fylgjast vel með Múlakvísl (mbl.is)
Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl (Vísir.is)

Auglýsingalaus vefsíða

Ég hef ákveðið að gera þessa vefsíðu alveg lausa við auglýsingar. Ástæðan er sú að auglýsingar færa mér mjög litlar tekjur í raun og ætla ég frekar að treysta á það að fólk styrki mig frekar um einhverjar upphæðir í staðinn fyrir auglýsingalausan vef. Ég hef nú þegar tekið út auglýsingar hérna en það mun taka nokkra daga í viðbót að fjarlægja auglýsingar af jarðskjálftamæla vefsíðunni minni sem er hægt að finna hérna.

Nánari útskýring á því afhverju ég er hættur með allar auglýsingar er að finna hérna. Á ensku vefsíðunni um jarðfræði Íslands.

Uppfært: Því miður gekk það ekki upp hjá mér að vera auglýsingalaus. Eins og ég hef útskýrt hérna.

Bloggfærsla uppfærð þann 7-Janúar-2014 klukkan 01:30 UTC.
Bloggfærsla uppfærð þann 19-Mars-2014 klukkan 22:13 UTC.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum

Í kvöld hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina kemur til vegna niðurdælingar vatns hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

131214_1815
Jarðskjálftahrinan í Henglinum núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,4. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni norður af Kolbeinsey

Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni norðan við Kolbeinsey. Í vikunni urðu jarðskjálftar með stærðina 3,0 og 3,1. Ég er því miður ekki með neinar myndir af þessari virkni, þar sem ég var að ferðast þegar hún átti sér stað.

Jarðskjálftagröf uppfærast ekki ennþá

Vegna óþekktar bilunar heima hjá mér. Þá uppfærast jarðskjálftagröfin hjá mér ekki ennþá. Ég veit ekki hvað bilaði og það verða nokkrar vikur þangað til að ég kemst að því. Samkvæmt rafmagnsnotkun heima hjá mér þá hefur verið slökkt á einhverju eða eitthvað dottið úr notkun (Ég veit hver notkunin er miðað við fjölda tækja í gangi á þessari stundu). Ég veit ekki hvaða tæki fór úr notkun eða afhverju það gerðist, ég mun hinsvegar komast að því eftir nokkrar vikur þegar ég fer aftur heim til mín. Þangað til munu myndirnar á jarðskjálftagröfunum mínum ekki uppfærast. Alþjóðlegu jarðskjálftagröfin eru hinsvegar í lagi (að mestu) og uppfærast, enda eru þetta stöðvar sem eru ekki undir minni stjórn og hefur því bilunin heima hjá mér engin áhrif á þær.

Styrkir

Eins og svo mörg verkefni á internetinu þá treysti ég á styrki til þess að geta haldið vinnu minni áfram hérna. Hægt er að styrkja mig með því að nota Paypal, en þá verður að nota „Send Money“ möguleikann til þess að styrkja mig. Einnig er að hægt að styrkja mig beint með því að leggja inn á mig, bankaupplýsingar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar fyrir slíka styrki er að finna hérna. Ég þakka fyrir stuðninginn.

Þörf á styrkjum fyrir Ágúst

Það er mjög erfitt að vera öryrki á Íslandi, það er ennþá erfiðara að vera öryrki frá Íslandi og búa í Danmörku. Þar sem örorkubætur eru mjög lágar á Íslandi og mjög erfitt, ef ekki ómögurlegt er að lifa af þeim yfir mánuðinn. Ég vona hinsvegar að smásaga sem ég er búinn að skrifa muni laga fjárhaginn hjá mér eftir nokkra mánuði, hvort að það gerist veltur á sölunni af sögunni og það mun taka mig allt að 60 daga að fá greitt fyrir söguna eftir að útgreiðslulágmarkinu er náð ($100). Nánari upplýsingar um útgáfu mína á smásögum og bókum verður að finna hérna.

Styrkir hjálpa mér að reka þetta blogg og tengd vefsvæði, sérstaklega þar sem ég þarf að getað keypt mat til þess að vera fær um að skrifa á þessa vefsíðu og allt þetta hefðbundna sem fólk gerir. Til þess að geta lifað af þessari vefsíðu þá þarf ég 3 milljónir flettinga á mánuði, eins og er útskýrt í grein á Cracked hérna. Eins og stendur er umferð um þessa vefsíðu mjög lítil, eða í kringum 0 til 100 flettingar á dag. Umferðin um ensku vefsíðunar er talsvert meiri, eða frá 300 til 1200 flettingar á dag. Því miður er þetta ekki nægjanlegt fyrir mig til þess að lifa af. Ég verð einnig að hafa þann háttin á að auglýsingar fyrir íslensku vefsíðunar geta eingöngu verið frá Amazon, þar sem Google Adsense styður ekki íslensku og íslenska tungumála umhverfið. Amazon auglýsingar virka þannig að ég fæ 5 til 10% af því sem keypt er frá Amazon, ég fæ lítið sem ekkert bara fyrir að birta auglýsingar frá Amzon á vefsíðunni hjá mér eins og er. Hvort að það mun breytast í framtíðinni hef ég ekki hugmynd um, en ég vona það.

Ég er þessa stundina einnig að leggja grunn að nýjum vefsíðum sem varðandi eldfjöll, eldvirkni, eldgos og jarðskjálfta. Hvenar þau verða tilbúin veit ég ekki ennþá, en það styttist í að þau fari í staðbundna prufu hjá mér á næstunni. Hvenar það verður nákvæmlega veit ég ekki ennþá. Ég mun nota MediaWiki í það verkefni.

Ég vil þakka öllum fyrir sem styrkja mig, það stendur þeim til boða sem styrkja mig að fá ebók eftir mig. Hinsvegar verður fólk þá að láta mig vita af slíkum óskum með tölvupósti, svo að ég geti sent þeim þá ebók sem verður í boði (sem stendur, það sem ég er búinn að skrifa í dag). Ég skrifa einnig um jarðskjálfta og eldvirkni í Evrópu á vefsíðu sem er að finna hérna.