Jarðskjálftahrina í sigdal í Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (27-Júní-2022) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu í sigdal sem þar er. Þetta er á svæði sem er norð-vestur af Gjögurtá. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Siglufirði og var með stærðina Mw3,2.

Græn stjarna út í sjó þar sem jarðskjálftavirknin varð á Tjörnesbrotabeltinu. Austan við Grímsey er einnig jarðskjálftahrina sem er sýnd með nokkrum appelsínugulum og bláum punktum.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í Júní árið 2020 varð þarna mjög stór jarðskjálftahrina þar sem stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw5,8. Þessi jarðskjálftavirknin núna er hugsanlega eftirskjálftavirkni af þeirri jarðskjálftahrinu. Ég er ekki viss, en það er möguleiki.

Jarðskjálftavirkni í Tjörnesbrotabeltinu

Aðfaranótt 10-Maí-2022 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina Mw3,2 og miðað við fjarlægð frá landi þá er ekki líklegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist.

Græn stjarna á austur af Grímsey út í sjó. Nokkrir appelsínugulir punktar sýna minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin austur af Grímsey. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Það er ekki hægt að vita hvað gerist næst þarna en það eru góðar líkur á því að þessi jarðskjálftavirkni hætti bara.

Jarðskjálftahrina suður af Grímsey

Í nótt, þann 29-Janúar-2022 hófst jarðskjálftahrina suður af Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina er frekar kröftug þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna suður af Grímsey sem sýnir stærsta jarðskjálftann auk nokkura rauðra punkta sem sýna minni jarðskjálfta suður af Grímsey
Jarðskjálftavirknin suður af Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er hætta á því að það komi fram stærri jarðskjálfti á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 (02:35) og síðan jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 (02:40). Það er jarðskjálftahrina lítilla jarðskjálfta á sama svæði sem hófst eftir fyrsta jarðskjálftann með stærðina Mw3,3 klukkan 02:35. Jarðskjálftahrinur eins og þessar eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í gær (28-Október-2021) varð jarðskjálftahrina austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,9 klukkan 22:06. Það er ekki vitað hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Grímsey.

Jarðskjálftavirkni austur af Grímsey. Græn stjarna sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans sem er talsvert út í sjó.
Jarðskjálftavirknin austur af Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði og þarna verða mjög stórar jarðskjálftahrinur á 2 til 10 ára fresti.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu í gær (30-Ágúst-2021)

Í gær (30-Ágúst-2021) varð lítil jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari sýna staðsetningu stærstu jarðskjálftana
Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið í bili. Þarna verða oft jarðskjálftar og jarðskjálftavirkni getur byrjað aftur þarna án nokkurar viðvörunnar.

Jarðskjálftahrina í nótt á Tjörnesbrotabeltinu

Aðfaranótt 5-Ágúst-2021 varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Þegar þessi grein er skrifuð, þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.

Nokkrir rauðir punktar suð-austur af Grímsey sýna nýja jarðskjálfta á Tjörnesbrotabeltinu
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hafa verið minni að stærð. Enginn jarðskjálfti hefur fundist í Grímsey samkvæmt fréttum.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey í gær (1-Apríl-2021)

Í gær (1-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,6. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það hafa komið fram 142 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Tvær þettar grænar stjörnur sýna staðsetningu jarðskjálftana með stærðina yfir 3 austan við Grímsey. Um 1 km löng lína af rauðum punktum sýnir minni jarðskjálfta sem hafa orðið á þessu svæði síðasta sólarhring
Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði á Tjörnesbrotabeltinu og rétt um fyrir einu ári síðan varð mjög stór jarðskjálftahrina langt vestan við Grímsey í Júní 2020. Það er erfitt að segja til um það hvort að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni á næstu dögum.

Minniháttar jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey

Í gær (1-Mars-2021) varð minniháttar jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 19:53 og var með stærðina Mw3,3. Það er möguleiki á að þarna sé að hefjast ný jarðskjálftahrina en jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu fara oft mjög hægt af stað. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey, ein græn stjarna og nokkrir rauðir og gulir punktar sem tákna minni jarðskjálfta sem þarna urðu
Jarðskjálftavirknin norð-austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er alltaf möguleiki á sterkari jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Núverandi jarðskjálftavirkni hefur verið lítil og það er möguleiki á að ekkert meira muni gerast þarna. Þessi jarðskjálftahrina tengist ekki því sem er að gerast á Reykjanesskaga.

Næsta grein um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga verður á morgun (2-Mars-2021) ef ekkert meiriháttar gerist.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey

Þann 4-Febrúar-2021 hófst jarðskjálftahrina austur af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta hefur ekki verið mjög stór jarðskjálftahrina þar sem flestir jarðskjálftanir voru með stærðina Mw0,0 til Mw3,0. Stærsti jarðskjáfltinn varð klukkan 20:20 þann 9-Febrúar-2021. Eftir að sá jarðskjálfti varð dró verulega úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey er sýnd með bláum og appelsínugulum punktum á kortinu
Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er algeng á þessu svæði og þarna varð mjög mikil jarðskjálftavirkni árið 2020 á Tjörnesbrotabeltinu.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu suð-austur af Grímsey

Í gær (02-Desemeber-2020) varð lítil jarðskjálftahrina suð-austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil. Það er hinsvegar norðan stormur í gangi og hefur sá stormur dregið úr næmni jarðskjálftamælinga á þessu svæði og öllu Íslandi síðan á Mánudaginn (30-Nóvember-2020).


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu í gær. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það svæði þar sem jarðskjálftar urðu í gær er annað svæði en það sem hafði stóru jarðskjálftahrinuna í Júní 2020 þar sem stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw6,0. Það er erfitt að segja til um það hvort að það verður meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði.