Staðan í eldgosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall

Grein sem ég skrifaði fyrr í kvöld verður ekki skrifuð á íslensku þar sem efni hennar er orðið úrelt og ég lauk skrifum á ensku greininni um það leiti sem eldgos uppgötvaðist. Hægt er að lesa ensku greinina hérna.

Hérna er stutt yfirlit yfir eldgosið sem er hafið líklega í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þessar upplýsingar gæti breyst síðar þegar meira er vitað um eldgosið og upplýsingum safnað. Þessi grein er skrifuð klukkan 03:18 þann 20-Mars-2021.

  • Þetta er fyrsta eldgosið í Krýsuvík-Trölladyngjukerfinu síðan árið 1340.
  • Samkvæmt Veðurstofunni þá hófst eldgosið klukkan 20:45 en óróinn er varla sjáanlegur á mælum Veðurstofunnar.
  • Gossprungan er áætlað að sé um 1 km löng þegar þessi grein er skrifuð með stefnuna suður-vestur og norður-austur.
  • Eldgosið er eins og er of lítið til þess að valda nokkru tjóni. Næsti vegur er Suðurstandarvegur en sá vegur er lokaður núna vegna sigs útaf jarðskjálftaskemmdum sem hafa komið fram og sá vegur er einnig í 2,5 km fjarlægð frá upptökum eldgossins.
  • Þetta eldgos bendir til þess að ný eldgos gætu hafist á nýjum gossprungum þegar þessu eldgosi er líkur.
  • Dalurinn sem hraunið flæðir í gæti fyllst af hrauni ef að eldgosið varir nógu lengi. Næsti dalur við hliðina er álíka djúpur og Geldingadalur og því lítil hætta á að hraunið fari mjög langt.
  • Svæðið sem eldgosið er á er mjög erfitt yfirferðar. Jafnvel á bíl.

 

Jarðskjálftar á kvikuganginum eru merktir með rauðum punktum. Tvær grænar stjörnur eru yfir kvikuganginum vegna tveggja jarðskjálfta sem fóru yfir 3 að stærð síðustu 48 klukkutímana
Jarðskjálftavirknin í kvikuganginum milli Fagradalsfjalls og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta eldgos gæti aðeins varað í tvo til þrjá daga eins og það lítur út núna en það er ekki hægt að segja til um það með neinni vissu hvað gerist og staðan gæti breyst án viðvörunnar. Þar sem ekki er hægt að segja til um stöðu mála í þessu eldgosi.

Það er ekki nein góð vefmyndavél af eldgosinu vegna þess að það hófst seint um kvöld á föstudegi og er mjög afskekkt staðsett á Reykjanesinu. Reiknað er að veður verður slæmt í dag (20-Mars) og á morgun (21-Mars) á Reykjanesinu.

Vefmyndavélar – Uppfært klukkan 04:54

Rúv – Beint vefstreymi af eldgosinu – Vogastapi
Beint vefstreymi frá eldstöðvunum – Rúv.is – Nýtt! Þessi vefmyndavél er næst eldgosinu.
Road camera 1
Live from Iceland – Keilir
Live from Iceland – Reykjanes

Grein uppfærð klukkan 03:50. Upplýsingum bætt við og stafsetningarvillur lagaðar.
Grein uppfærð klukkan 04:54. Vefmyndavélum er bætt við.
Grein uppfærð klukkan 14:46. Vefmyndavél frá Rúv bætt við.

Eldgos hafið í Fagradalsfjall

Þessi grein er stutt vegna þess að upplýsingar hérna munu verða úreltar mjög fljótlega. Þetta eldgos er líklega að koma frá Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðinni.

Þetta eldgos hófst án mikillar jarðskjálftavirkni eða óróa þegar þessi grein er skrifuð. Það koma meiri upplýsingar síðar.

Uppfærsla klukkan 22:47

Hérna er vefmyndavél sem gæti virkað. Allar vefmyndavélar eru að fá mikla traffík þessa stundina.

Uppfærsla klukkan 22:59

Eldgosið er staðsett í austurhlíð Fagradalsfjalls samkvæmt Veðurstofu Íslands og gervihnattamyndum af svæðinu.

Uppfærsla klukkan 23:14

Fyrsta myndin af eldgosinu. Sprungan er um 200 metra löng þegar þessi grein er skrifuð.

Uppfærsla klukkan 00:08 þann 20-Mars-2021

Myndband frá Veðurstofu Íslands. Tekið af Twitter.

Uppfærsla klukkan 00:57 þann 20-Mars-2021

Hérna er myndskeið af eldgosinu á vefsíðu Rúv.
Ég lagaði einnig tiltilinn á þessari grein.

Djúpir jarðskjálftar í Trölladyngju

Í dag (08-Júní-2017) komu fram djúpir jarðskjálftar í Trölladyngju. Þessi jarðskjálftahrina er á minna dýpi en aðrir jarðskjálftar og jarðskjálftavirkni sem hefur áður komið fram í Trölladyngju á undanförnum mánuðum. Fyrir nokkrum mánuðum síðan voru jarðskjálftar að koma fram á 28 km dýpi í Trölladyngju en það hefur núna breyst. Í dag komu fram jarðskjálftar á dýpinu 18,6 km og niður á 23,3 km dýpi en þetta þýðir að kvika er á ferðinni undir Trölladyngju og er farin að leita upp. Í Nóvember-2015 kom fram jarðskjálftavirkni rétt fyrir utan Trölladyngju en sú virkni var á 15 til 18 km dýpi en var ekki beint undir Trölladyngju eins og nú er. Ég skrifaði grein um þá virkni og er hægt að lesa hana hérna. Þarna hefur verið önnur jarðskjálftavirkni en yfirleitt í forminu einn til tveir jarðskjálftar í hvert skipti og ég hef ekki skrifað um slíka smávirkni.


Jarðskjálftavirknin í Trölladyngju sem er staðsett norð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Trölladyngju samkvæmt GVP (undir eldgosavirkni í Bárðarbungu) var fyrir 7000 árum síðan. Síðan þá hefur ekki verið nein önnur eldgosavirkni í Bárðarbungu eftir því sem best er vitað. Það hafa verið fleiri eldgos í Dyngjuhálsi en ég held að það svæði sé undir 200 metra jökli og þar eru einnig mjög djúpir jarðskjálftar að eiga sér stað þessa dagana. Það er óljóst hvað er að gerast á þessu svæði og það mun hugsanlega koma í ljós einn daginn.

Djúpir jarðskjálftar nærri Trölladyngju (Bárðarbunga)

Aðfaranótt 15-Nóvember-2015 varð djúp jarðskjálftahrina nærri Trölladyngju. Trölladyngja er tengd eldstöðinni Bárðarbungu, samkvæmt eldgosasögunni þá gaus í Trölladyngju árið 5000 BCE. Samkvæmt sumum heimildum þá er Trölladyngja dyngja. Ég veit ekki hvað telst vera nákvæmlega rétt í þessum efnum. Óháð því hvaða tegund af eldstöð Trölladyngja er, þá er ljóst að eitthvað er í gangi þarna. Þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem þarna verður jarðskjálftahrina. Ég efa það að álagsbreytingar í jarðskorpunni þarna séu að valda þessum jarðskjálftum vegna þess að kvikuhólf Bárðarbungu féll saman í eldgosinu í Holuhrauni.

151115_0550
Jarðskjálftahrinan nærri Trölladyngju. Þessi mynd er frá því klukkan 05:50. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þeir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru litlir. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,1 og dýpi þessara jarðskjálfta var frá 18 – 15 km.

Í upphafi jarðskjálftahrinunnar í Bárðarbungu, talsverðu áður en það fór að gjósa í Holuhrauni. Þá fór kvikuinnskot í áttina að Trölladyngju, það kvikuinnskot hinsvegar stoppaði og gerði ekkert meira þar sem það fór. Kvikuinnskotið tapaði orku eða varð fyrir hindrun sem það komst ekki í gegnum og stoppaði í kjölfarið á þessu svæði.

140817_1645
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og nærri Trölladyngju í Ágúst-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140818_1440
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og nærri Trölladyngju í Ágúst-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá hverjar eru líkunar á eldgosi á þessu svæði. Það er ekki ennþá næg jarðskjálftavirkni á þessu svæði ennþá til þess að kvikan sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Hinsvegar er ekki ljóst hvaða áhrif rekið sem þarna er hafið mun hafa áhrif á þetta, það gæti hleypt meiri kviku inná þetta svæði og jafnvel komið af stað eldgosi þarna og jafnvel hraðað upp atburðarrásinni umtalsvert. Það er mjög erfitt og jafnvel ómögulegt að vita hvað gerist þarna, þannig að mikið af þeim hugmyndum sem ég set fram um hvað gæti gerst þarna eru getgátur. Hvað síðan gerist þegar atburðarrásin fer af stað gæti verið allt annað en það sem hugmyndir segja til um, aðeins tíminn mun sýna hvað mun gerast nærri Trölladyngju í framtíðinni.