Jarðskjálftahrina í Vatnafjöllum (sunnan við Heklu)

Í dag (13-Desember-2021) klukkan 16:04 hófst jarðskjálftahrina í Vatnafjöllum. Þetta virðist vera eftirskjálftar af Mw5,2 jarðskjálftanum sem varð fyrir nokkrum vikum síðan. Það komu fram þrír jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 þarna. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,0 (klukkan 16:04), jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 (klukkan 16:07) og síðan jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 (klukkan 16:08).

Jarðskjálftavirknin sunnan við eldstöðina Heklu í fjallinu Vatnafjöllum er sýnd með grænni stjörnu
Jarðskjálftavirknin sunnan við Heklu í Vatnafjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á eftirskjálftum á þessu svæði. Það er spurning hvort að á þessu svæði verði stærri jarðskjálfti á næstu vikum.