Jarðskjálfti 30 km norð-vestur af Vestmanneyjum

Í dag (5-Mars-2019) klukkan 12:59 varð jarðskjálfti 30,6 km norð-vestur af Vestmannaeyjum. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,2 og var þetta stakur jarðskjálfti og hafa engir eftirskjálftar komið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftinn 30,6 km norð-vestur af Vestmannaeyjum (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessum stað eru ekki nein þekkt misgengi eða eldstöðvar. Þessi jarðskjálfti er því mögulega innanfleksjarðskjálfti sem verða reglulega á Íslandi en oftast á svæðum þar sem þeir mælast ekki og enginn verður þeirra var.

Jarðskjálfti með stærð 3,4 nærri Surtsey (eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja)

Í nótt (31-Janúar-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 nærri Surtsey (eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja). Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er þetta stærsti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan árið 1992.


Jarðskjálftinn nærri Surtsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir minni jarðskjálftar urðu í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum. Vegna fjarlægðar frá mælaneti Veðurstofu Íslands er erfitt að vera með næmar jarðskjálftamælingar á þessu svæði og því mælast ekki minni jarðskjálftar sem hugsanlega komu fram þarna.

Jarðskjálftavirkni í Vestmannaeyjum (úti fyrir ströndinni)

Síðustu tvo daga hefur verið jarðskjálftavirkni í Vestmannaeyjum. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2015 það kemur fram jarðskjálftavirkni í Vestamannaeyjum. Sú jarðskjálftavirkni sem kom fram núna var minniháttar og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 1,5. Dýpi þessara jarðskjálfta var stöðugt í kringum 17 km en aðeins einn jarðskjálfti var með dýpið 14,2 km. Jarðskjálftarnir voru í áttina NA-SV og mynduðu við beina línu á jarðskjálftakortinu.


Jarðskjálftavirknin í Vestmannaeyjum. Jarðskjálftavirknin er úti í sjó. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram samtals fjórir jarðskjálftar núna og síðan 30-Ágúst-2017 hefur allt verið rólegt í Vestmannaeyja kerfinu. Það er engin ástæða til þess að áætla að eitthvað sé að fara að gerast núna. Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að það sé raunin og að eitthvað muni gerast núna. Síðasta eldgos í Vestmannaeyja eldstöðinni var árið 1973. Vandamálið hérna er hinsvegar það að eldstöðin er að mestu leiti undir sjó og eldgosavirknin í henni er ekki vel skráð.

Eftirtalin eldgos hafa orðið í Vestmannaeyja kerfinu samkvæmt Global Volcanism Program.

1637 Október – 1638 Febrúar 28 +- 60 dagar (skekkja í skráningu). Hugsanlega suð-vestur af Heimaey.
1896 September – Óþekkt. Suður eða Suð-vestur af Hellisey.
1963 Nóvember 8 – 1967 Júní 5, Surtsey myndaðist í þessu eldgosi.
1973 Janúar 23 – 1973 Júní 28, Heimaey (Eldfell).

Minni eldgos gætu hafa átt sér stað án þess að án þess að vera skráð í sögubækurnar fyrr á tímum (það er einnig hugsanlegt að stærri eldgos hafi ekki einu sinni verið skráð). Dýpi þeirra jarðskjálfta sem átti sér stað bendir til þess að kvika sé á ferðinni en ekkert bendir til þess núna að þessi kvika sé að rísa upp til yfirborðs. Það er því engin hætta á því að það fari að gjósa núna. Hinsvegar þekki ég ekki nógu vel hegðun þessar eldstöðvar vegna skorts á skráðri sögu og gögnum um eldstöðina.

Aukinn jarðhiti í Surtsey

Í fréttum í gær (21-Júlí-2015) kom fram að aukinn jarðhiti hefði mælst í Surtsey miðað við síðustu mælingu sem var tekin fyrir tveim til þrem árum síðan. Breytingin nemur tíu gráðum. Tilgátan er sú að jarðhitinn hafi aukist í kjölfarið á jarðskjálfta sem átti sér stað í Surtsey síðasta vor (2015). Það hafa orðið fáir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfinu sem er kennt við Vestmannaeyjar undanfarin ár, engar jarðskjálftahrinur hafa átt sér stað í Vestmanneyjum (eða í kringum Vestmannaeyjar) síðustu ár.

Það er ljóst að aukinn jarðhiti í Surtsey þýðir að kvika er á ferðinni í eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja. Hinsvegar er þetta ferli sem er hafið ekki komið nógu langt fram til þess að hægt sé að átta sig á því hvort að eldgos sé yfirvofandi eða ekki. Aukinn jarðhiti í Surtsey þýðir ekki að farið sé að styttast í eldgos eldstöðvarkerfi Vestmanneyja. Þar sem eldstöðvar hita oft upp jarðveginn og hann kólnar síðan aftur án þess að nokkur skapaður hlutur gerist. Mesta hættan er núna mögulegar gufusprengingar í Surtsey og stafar eingöngu fuglalífinu og plöntulífinu hætta af slíku á sumrin.

Fréttir af auknum jarðhita

Nýjar tegundir finnast í Surtsey (Rúv.is)