Jarðskjálfti norður af Hveragerði

Klukkan 01:28 þann 27-Október-2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 rétt um 4 km norður af Hveragerði. Þessi jarðskjálfti fannst greinilega í bænum. Það hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón samkvæmt fyrstu fréttum.

Jarðskjálfti norður af Hveragerði sýndur með grænni stjörnu á korti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálfti norður af Hveragerði. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni. Það er einnig algengt að á suðurlandsbrotabeltinu verði örfáir jarðskjálftar en síðan gerist ekkert meira.