Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu

Í dag (29-Nóvember-2022) klukkan 01:09 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og fleiri svona jarðskjálftar munu eiga sér stað á næstum mánuðum og árum.

Græn stjarna í Vatnajökli þar sem eldstöðin Bárðarbunga er staðsett. Punktar með mismunandi liti er einnig í öðrum eldstöðvum í kringum Vatnajökul.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er á kortinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Hérna er eingöngu um hefðbundna jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 til ársins 2015 þá verður mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Þangað til munu koma svona jarðskjálftar eins og varð núna í dag.

Jarðskjálfti norður af Hveragerði

Klukkan 01:28 þann 27-Október-2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 rétt um 4 km norður af Hveragerði. Þessi jarðskjálfti fannst greinilega í bænum. Það hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón samkvæmt fyrstu fréttum.

Jarðskjálfti norður af Hveragerði sýndur með grænni stjörnu á korti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálfti norður af Hveragerði. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni. Það er einnig algengt að á suðurlandsbrotabeltinu verði örfáir jarðskjálftar en síðan gerist ekkert meira.

Jarðskjálfti í Brennisteinfjöllum

Þann 24-Maí-2021 klukkan 21:36 varð jarðskjálfti í Brennisteinfjöllum sem fannst í Reykjavík. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,6.

Græn stjarna þar sem jarðskjálftinn í Brennisteinsfjöllum varð á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftinn í Brennisteinsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það voru nokkrir minni jarðskjálftar sem áttu sér einnig stað á sama svæði en annars hefur verið lítið um jarðskjálftavirkni á þessu svæði eftir þennan jarðskjálfta. Það er talið að þessi jarðskjálfti hafa orðið vegna spennubreytinga á Reykjanesskaga í kjölfarið á eldgosinu í Fagradalsfjalli.