Mæling af Mw8,2 jarðskjálftanum í Alaska, Bandaríkjunum

Ég hef ekkert að segja um það svæði þar sem jarðskjálfti með stærðina Mw8,2 átti sér stað þann 29-Júlí-2021 klukkan 06:15 íslenskum tíma. Þar sem ég þekki ekki svæðið og jarðfræði þess. Hérna eru myndir af því hvernig þessi jarðskjálfti mældist hjá mér á mínum jarðskjálftamæli á Íslandi.

Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2. Myndin sýnir sterka P bylgju á lóðrétta ásnum (Z) og veika S bylgju og einnig þær yfirborðsbylgjur sem mældust, þær koma fram sem grófar bylgjur í mælingunni.
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 eins og hann kom fram á norður-suður mælinum hjá mér. Þar sést P bylgja, veik S bylgja og talsvert af yfirborðsbylgjum sem koma langt á eftir.
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum.
Jarðskjálftamæling af Mw8,2 jarðskjálftanum. Það kemur fram sterk P bylgja, veik S bylgja og síðan talsvert af yfirborðsbylgjum. Á austur-vestur ásnum eru yfirborðsbylgjunar ekki nærri því eins sterkar og á hinum myndnum
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum.

Jarðskjálfti á Nýja Sjálandi – Kermadec eyjum mældist á Íslandi

Í dag (18-Júní-2020) klukkan 12:49 varð jarðskjálfti með stærðina Mw7,4 á Nýja Sjálandi – Kermadec eyjum og er það hinum megin á plánetunni miðað við Ísland. Þessi jarðskjálfti mældist greinilega á Íslandi þar sem P-jarðskjálftabylgjan virðast hafa speglast af járn-nikkel kjarna jarðar og náðu þannig til Íslands þar sem þessi jarðskjálfti var skráður sem atburður með stærðina Mw4,1 á miklu dýpi. Þessi atburður var síðar færður niður í stærðina Mw1,5 en á mjög miklu dýpi (þetta er samt falskur staðbundinn jarðskjálfti þar sem SIL mælakerfið ræður ekki almennilega við svona jarðskjálfta).

Svona mældu mínir jarðskjálftamælar þennan jarðskjálfta.


Hérna sést hvernig P-bylgjan er öll skökk vegna kjarnar jarðar og ferðar p-bylgjunar í gegnum Jörðina.


Stutt skráning þar sem það var mikið um staðbundinn hávaða þegar þessi jarðskjálfti átti sér stað.

Ég venjulega mæli ekki þessa jarðskjálfta sem verða hinum megin á hnettinum þar sem ég er að nota jarðskjálftamæla sem eru með stutta mælitíðni og það leyfir þeim eingöngu að mæla jarðskjálfta sem eru í minna en 500 km fjarlægð. Ég get hinsvegar mælt jarðskjálfta almennilega upp í 6000 km fjarlægð ef viðkomandi jarðskjálfti er nógu stór (stærri en Mw6,0).

Vinna

Þar sem ég er farinn að vinna milli 08:00 til 16:00 virka daga þá get ég ekki brugðist við fyrr en eftir að ég kem heim úr vinnu klukkan 16:00 ef eitthvað gerist á Íslandi.

Mæling á Mw7,1 jarðskjálftanum í Kaliforníu, Bandaríkjunum

Hérna er mælingin hjá mér af jarðskjálftanum í Kaliforníu, Bandaríkjunum þann 6-Júlí-2019. Ég hef engar sérstakar upplýsingar um þetta þar sem ég þekki jarðfræðina á þessu svæði og veit því ekki hvaða öfl eru nákvæmlega að verki þarna eða hvaða brotalínur í jarðskorpunni eru að hreyfa sig núna. Ég náði eingöngu að mæla yfirborðsbylgjunar vel í þessum jarðskjálfta og ég veit ekki almennilega afhverju það er. Fjarlægðin er 6756 km.


Lóðrétti ásinn (Z) á jarðskjálftamælinum.


Norður-Suður ásinn á jarðskjálftamælinum.


Austur-Vestur ásinn á jarðskjálftamælinum.

Yfirborðsbylgjunar eru sterkastar á Norður-Suður ásnum. Ég mældi ekki jarðsjálftann þann 4-Júli-2019 sem var með stærðina Mw6,5.