Í gær (24. Janúar 2026) klukkan 10:27 til 12:02 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Þessi jarðskjálftahrinu svipar mjög til þess að kvikuinnskot hafi átt sér stað í eldstöðinni Þórðarhyrna. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,8. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af aukinni jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Þórðarhyrna síðustu ár. Það hefur ekki orðið eldgos í Þórðarhyrnu síðan árið 1830 til ársins 1903 (árið er óvíst). Eldstöðin Þórðarhyrna er innan sprungusvarms eldstöðvarinnar Grímsfjalls. Það eru engin merki um það að eldstöðin Þórðarhyrna muni gjósa á næstunni. Þessi aukning á jarðskjálftavirkni getur möglega haldið áfram næstu 10 til 20 ár áður en næsta eldgos verður í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Hægt er að fá meiri upplýsingar um eldstöðina Þórðarhyrnu á vefsíðunni Íslensk eldfjallavefsjá.









