Eldgos hafið í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi

Í gær (20. Nóvember 2024) hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 í eldstöðinni Svartsengi. Þetta eldgos hefst mjög snemma miðað við síðustu eldgos á þessu svæði síðan þessi eldgosahrina hófst í eldstöðinni Svartsengi. Tími milli eldgosa er 77 dagar, sem er mögulega það lengsta sem hefur orðið á þessu svæði. Gossprungan á þessu svæði er í kringum 3 km að lengd.

Rauðir punktar sem sýna hvar jarðskjálftar urðu þegar kvikan braut sér leið upp á yfirborðið. Þessir jarðskjálftar raða sér upp eftir Sundhnúkagígaröðinni.
Jarðskjálftavirknin í Sundhnúkagígaröðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Rautt hraunið kemur upp úr sprungu í Sundhnúkagígaröðinni á skjáskoti frá Rúv. Þetta er í upphafi eldgossins og mestur kraftur í eldgosinu.
Eldgosið eins og það var í upphafi goss. Skjáskot frá vefmyndavél Rúv.
Eldgosið eins og það er klukkan 00:53 þegar aðeins er liðið á það. Það er minni stórkavirkni úr sprungunni og hraunið er farið að flæða að mestu til vesturs. Gasskýið er einnig minna.
Eldgosið klukkan 00:53 þegar farið er að draga úr því. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Óróinn sem kom fram í upphafi eldgossins núna er mjög lítill. Sá minnsti síðan eldgosahrinan hófst í Sundhnúkagígaröðinni. Það bendir til þess að þetta eldgos sé ekki mjög stórt. Ef það stenst, þá er möguleiki á því að þetta eldgos muni vara í mjög stuttan tíma og verður hugsanlega lokið í næstu viku. Það mun aðeins koma í ljós með tímanum hvort það gerist. Mesti kraftur eldgossins er á fyrstu 6 til 8 klukkutímum eldgossins.

Ef þörf verður á því. Þá mun ég setja inn nýjar uppfærslur hingað inn.

Jarðskjálftavirkni í Öskju

Í gær (10. Nóvember 2024) varð jarðskjálfti í Öskju með stærðina Mw3,0. Það komu fáir eftirskjálftar í kjölfarið á þessum jarðskjálfta en síðan hefur ekkert meira gerst í kjölfarið á þessari virkni.

Græn stjarna í Öskju, sem er neðst á kortinu. Auk þess er einn blár punktur í eldstöðinni Kröflu sem sýnir litla jarðskjálftavirkni þar.
Jarðskjálftavirkni í Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er kvikuinnflæði í Öskju núna en það er mitt álit að þetta kvikuinnflæði sé ekki líklegt til þess að valda eldgosi. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti sem varð í Öskju sé tengdur þessu innflæði kviku inn í Öskju.

Lítið kvikuinnskot í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi aðfaranótt 4. Nóvember 2024

Aðfaranótt 4. Nóvember 2024 varð lítið kvikuinnskot í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Þetta átti sér stað milli klukkan 02:30 til rúmlega klukkan 03:00. Það komu fram í kringum 20 til 25 jarðskjálftar í þessu kvikuinnskoti sem lauk eins hratt og það hófst.

Rauðir punktar í kringum Reykjanesskaga og síðan í Svartsengi í Sundhnúkagígaröðinni þar sem eldgos hafa átt sér stað. Þar eru nokkrir punktar sem sýna jarðskjálftahrinuna sem varð í nótt.
Jarðskjálftavirknin í Sundhúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er áframhaldandi hætta á frekari kvikuinnskotum á þessu svæði. Stærri kvikuinnskot geta varað í nokkra klukkutíma, þó svo að þau gjósi ekki. Það verður miklu meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði ef slíkt kvikuinnskot fer af stað á þessu svæði.

Aukin virkni á hverasvæðinu í Geysi

Síðan á Laugardaginn 19-Október-2024 hefur verið aukin virkni á hverasvæðinu í Geysi. Þetta var tilkynnt í gær (21-Október-2024) og síðan var nánar fjallað um þetta í dag (22-Október-2024). Margir af hverunum í Geysi eru heitari og eru að gjósa oftar. Það skapar hættu fyrir ferðamenn sem eru að ferðast um að þessu svæði. Af hverju þetta er að gerast er ekki þekkt. Þar sem það eru ekki nein merki um hreyfingar á yfirborðinu samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það er hægt að sjá þessa auknu virkni á Facebook síðu Veðurstofu Íslands.

Hverasvæðið í Geysi er hluti af eldstöð sem er þarna. Þessi eldstöð hefur ekki gosið síðustu 12.000 ár og hugsanlega er miklu lengra síðan síðasta eldgos varð á þessu svæði. Hvenær síðasta eldgos varð er ekki þekkt. Þessi eldstöð er í því ferli að yfirgefa virka hlutann og mun hætta að vera virk á næstu 500.000 árum til 1.000.000 árum og kólna þá út. Þetta gerist vegna landreks á Íslandi.

Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (06-Október 2024) klukkan 17:56 varð stór jarðskjálfti í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina Mw4,5 til Mw5,1. Veðurstofan sagði að jarðskjálftinn væri með stærðina Mw4,5. EMSC sagði að jarðskjálftinn væri með stærðina Mw5,0 og USGS sagði að jarðskjálftinn væri með stærðina Mw5,1. Í gær urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,7 og Mw3,9 í Bárðarbungu.

Fjórar grænar stjörnur í eldstöðinni Bárðarbungu. Ein er í norður-austur hlutanum en þrjár eru í suður-vestur hluta Bárðarbungu. Nokkrir minni punktar sína minni jarðskjálfta í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu kemur til vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir að síðasta eldgosi lauk (Febrúar 2015). Það mun fara að draga úr þessari jarðskjálftavirkni eftir um 10 til 30 ár og þá verða jarðskjálftar með stærðina Mw5,0 eingöngu á nokkura ára fresti.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu

Í dag (30-September 2024) klukkan 05:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki. Þessi jarðskjálfti varð eftir minniháttar jökulflóð frá Mýrdalsjökli.

Græn stjarna í norður hluta öskju Kötlu. Auk nokkura punkta sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið frekari jarðskjálftavirkni síðan þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er mjög rólegt í eldstöðinni Kötlu og hefur verið það síðan lítið eldgos varð í Kötlu í Júlí. Bæði lítil og stór jökulflóð geta komið frá Mýrdalsjökli án mikillar viðvörunnar.

Tveir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (29-September 2024) klukkan 17:40 og 17:43 urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,6 og Mw3,3 í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Jarðskjálftarnir fundust á höfuðborgarsvæðinu og annari nálægri byggð.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari sem sýnir stærstu jarðskjálftana. Einnig eru appelsínugulir og bláir punktar sem sýna minni jarðskjálfta frá síðustu dögum. Einnig er punktar annarstaðar á Reykjanesskaga sem sýnir jarðskjálftavirkni þar.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin hefur verið að aukast síðustu vikur í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Ástæða þessar auknu jarðskjálftavirkni er óljós þessa stundina.

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 í Bárðarbungu

Í dag (3-September 2024) klukkan 16:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 í Bárðarbungu. Það komu nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið. Það varð einnig aukning á minni jarðskjálftum í Bárðarbungu síðustu daga.

Græn stjarna í eystri hluta eldstöðvarinnar Bárðarbungu, auk appelsínugulra punkta sem sýna minni jarðskjálfta í öskjunni.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi stærð af jarðskjálfta í Bárðarbungu mun eiga sér stað einu sinni til tvisvar á ári næstu 40 til 60 árin. Ég reikna ekki með eldgosi í Bárðarbungu fyrr en í fyrsta lagi árið 2090 en líklega ekki fyrr en í kringum árið 2120. Þangað til verða áratugir af svona jarðskjálftavirkni eins og varð í dag.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (25. Ágúst 2024) klukkan 23:56 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nágrenni.

Græn stjarna suður af Kleifarvatni ásamt appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundinn brotajarðskjálfti eftir því sem ég fæ best séð. Ég veit ekki hvort að jarðskorpan er að bregðast við stöðugum spennubreytingum vegna þenslu og sigs í eldstöðinni Svartsengi. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið núna.

Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:38

Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:11. Þessi grein getur orðið úrelt mjög hratt og án viðvörunnar.

  • Eldgosið er núna á 2 km langri sprungu sem er nyrst og staðsett nærri Stóra Skógarfelli. Heildarlengd gossprungar er í kringum 7 km en mestur hluti af sprungunni er hættur að gjósa.
  • Hægt er að sjá eldgosið á leiðinni til Keflavíkur eða Keflavíkurflugvallar.
  • Það er ekki hægt að segja hversu lengi eldgosið mun vara. Það hefur verið minnkandi gosórói síðan klukkan 06:00 í morgun. Eldgosið gæti varað í nokkra daga eða í mánuð, það er ekki hægt að segja til um það núna.
  • Veðurstofan tapaði jarðskjálftamæli (Litla Skógarfell) og GPS stöð á svipuðum svæði undir hraun. Eins og er, þá eru þetta bara tvær stöðvar. Þar sem einni GPS stöð var komið í skjól (Norðurljósarvegur) fyrr í Ágúst.
  • Stærstu jarðskjálftanir sem hafa orðið núna voru með stærðina Mw4,1 og síðan Mw3,3. Stærri jarðskjálftinn var rétt við eldstöðina Fagradalsfjall. Minni jarðskjálftinn var í fjallinu Keilir. Stærri jarðskjálftinn fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Þetta eldgos getur breyst án mikillar viðvörunnar.  Ef eitthvað gerist sem er þess virði að skrifa um. Þá mun ég skrifa um hvað er að gerast.