Um klukkan 17:00 í dag (01. Apríl 2025) varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,3. Það er möguleiki á því að þessir jarðskjálftar séu ekki vegna spennubreytinga á svæðinu í jarðskorpunni. Þetta er möguleiki en það er óljóst hvað er að gerast þarna núna.

Ef að jarðskjálftarnir við Reykjanestá eru ekki gikkskjálftar eða jarðskjálftar sem tengjast spennubreytingum. Þá er möguleiki á því að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni og það gæti endað í eldgosi. Ef það gýs út í sjó, þá verður það sprengigos. Það er ennþá of snemmt að segja til um hvort er en næstu klukkutímar ættu að segja hvort er. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi og aðstæður geta breyst hratt og án viðvörunnar.