Sterk jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu – Flatey – Húsavíkurmisgenginu

Í dag (15-September-2020) klukkan 14:52 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 á Tjörnesbrotabeltinu í Flatey – Húsavíkur misgenginu og fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði og þegar þessi grein er skrifuð hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annar stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 17:06. Þessi jarðskjálfti fannst en minna vegna minni stærðar. Þessi jarðskjálftavirkni hefur aukið hættuna á mjög stórum jarðskjálfta á þessu svæði eða nálægum misgengjum sem þarna eru. Hættan er að þarna verði jarðskjálfti með stærðina frá Mw6,0 til Mw7,1 á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum

Aðfaranótt 15-September-2020 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 átti sér stað í eldstöðinni Hamarinn (hluti af eldstöðvarkerfi Bárðarbungu). Þarna hefur verið jarðskjálftavirkni í meira en viku og það er óljóst hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Þarna varð lítið eldgos í Júlí 2011 og þá varð svipuð aukning í jarðskjálftavirkni áður en það eldgos átti sér stað. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum. Græna stjarnan sýnir það svæði sem er virkt. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað þá varð engin breyting á óróa á nálægum SIL stöðvum. Það virðist sem að upphaf eldgos í Hamrinum krefjist ekki mikillar jarðskjálftavirkni áður en eldgos fer af stað. Ég veit ekki afhverju það er raunin en þetta er reynslan af litlu eldgosi í Hamrinum í Júlí 2011.

Jarðskjálfti í gær (14-September-2020) í Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (14-September-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í Tjörnesbrotabeltinu og fannst þessi jarðskjálfti á Dalvík og Ólafsfirði. Þetta er fyrsti jarðskjálftinn með stærðina yfir Mw3,0 sem verður á þessu svæði þarna í rúmlega mánuð. Jarðskjálftahrinan á þessu svæði hefur verið í gangi allan þennan tíma en eingöngu litlir jarðskjálftar hafa komið fram.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan á þessu svæði hefur verið í gangi síðan 19-Júní-2020. Ég reikna ekki með það breytist og það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík þann Laugardaginn 12 September 2020

Laugardaginn 12 September 2020 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálftahrina var aðeins virk í nokkrar klukkustundir áður en hún stöðvaðist tímabundið.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndarinnar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stæðina Mw3,0 og fannst sá jarðskjálfti í Reykjavík.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (7-September-2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík snemma um morguninn. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík. Þessi mynd er notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af þeirri þenslu sem á sér stað á þessu svæði vegna kvikuinnflæðis á 3 km til 8 km dýpi. Það hefur ekki ennþá komið eldgos þarna er mjög líklegt er að það muni gerast vegna allrar þessar jarðskjálftavirkni. Það er ekki hægt að spá fyrir um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (3-September-2020) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en það komu einnig í kjölfarið nokkrir minni jarðskjálftar. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið mjög rólegt í Kötlu allt sumarið 2020 og það er ekki að sjá neina breytingu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni í dag í Kötlu. Síðan klukkan 15:53 hefur allt verið rólegt í Kötlu. Þessari jarðskjálftavirkni virðist vera lokið.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (3-September-2020) klukkan 10:57 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti er áframhald af þeirri jarðskjálftavirkni sem hófst á þessu svæði í Janúar 2020. Það koma róleg tímabil í jarðskjálftavirkni á þessu svæði á milli þess sem að mikil jarðskjálftavirkni á sér stað.


Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er áframhaldandi hætta á því að þarna verði mjög stór jarðskjálfti vegna kvikuinnskota á 3 km til 8 km dýpi. Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Reykjanes eldstöðinni.

Jarðskjálftahrina um 42 km norður af Kolbeinsey

Aðfaranótt 3-September-2020 varð jarðskjálftahrina rúmlega 42 km til 50 km norður af Kolbeinsey. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá eru stærðir þeirra jarðskjálfta sem mældust ekki nákvæmar hvorki að stærð eða staðsetningu.


Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hugsanlega bara venjuleg jarðskjálftavirkni á þessu svæði en vegna fjarlægðar frá ströndinni og það að þetta svæði er allt undir sjó þá er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað er að gerast þarna.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Krýsuvík og Reykjanes eldstöðvunum

Í gær (29-Ágúst-2020) jókst jarðskjálftahrina sem hefur verið í gangi í eldstöðunum Krýsuvík og Reykjanes síðustu daga. Ég veit ekki almennilega hvaða eldstöðvarkerfi er um að ræða hérna eða hvort að mögulega sé um að ræða bæði eldstöðvarkerfin á þessu svæði og ef það er raunin þá flækir það málin umtalsvert.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í gær var með stærðina Mw3,7 klukkan 19:06 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4 klukkan 16:23. Það urðu einnig tveir jarðskjálftar með stærðina MW3,0. Stærstu jarðskjálftarnir fundust í Reykjavík og nágrenni. Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af þeirri jarðskjálftavirkni sem hófst á þessu svæði í Janúar og hefur verið í gangi síðan þá. Þessi jarðskjálftavirkni hefur færst austur á síðustu vikum og það er ekki alveg augljóst afhverju það er. Það eru engin merki um að kvikan sé að færa sig upp á yfirborðið þegar þessi grein er skrifuð.

Kröftug jarðskjálftahrina austan við Fagradalsfjall

Í dag (26-Ágúst-2020) hófst kröftug jarðskjálftahrina austan við Fagradalsfjall. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw4,2 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,7. Það komu fram þrír aðrir jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 fram í þessari jarðskjálftahrinu. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa 350 jarðskjálftar komið fram.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga og í eldstöðinni Reykjanes. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist að mestu vera austarlega í eldstöð sem heitir Reykjanes. Jarðskjálftavirknin kemur fram í hrinum og þegar þessi grein er skrifuð þá virðist sem að ný hrina sé hafin á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi þessi jarðskjálftahrina mun vara á þessu svæði. Þegar þessi grein er skrifuð er ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið á þessu svæði og gögn sýna fram á að jarðskjálftavirkni á þessu svæði sé eingöngu vegna jarðskorpuhreyfinga á þessu svæði. Það sést á GPS gögnum að svæðið er ennþá að þenjast út vegna innflæði kviku á 8 km til 3 km dýpi á þessu svæði. Þetta innflæði kviku hefur verið í gangi síðan í Janúar-2020.