Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í gær klukkan 23:31 (16-Janúar-2021) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Kötlu. Síðasti jarðskjálfti með þessari stærð varð í Nóvember 2020. Engir frekari jarðskjálftar hafa komið fram síðan þessari jarðskjálfti varð.

Jarðskjálfti í norð-austur hluta öskju Kötlu jarðskjálftinn er með græna stjörnu á kortinu. Litlir jarðskjálftar í kringum grænu stjörnuna.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Græna stjarnan sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið aðeins meiri jarðskjálftavirkni í Desember 2020 og síðan í Janúar 2021. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos verði í Kötlu á næstu vikum eða mánuðum. Jarðskjálftavirknin í Kötlu er of lítil miðað við fyrri reynslu af virkni í Kötlu (smágos í Kötlu í Júlí 2011). Ég reikna ekki með neinum breytingum í virkni í Kötlu næstu vikum eða mánuðum. Það gæti ekkert gerst í ár og það væri fullkomnilega eðlilegt fyrir þessa eldstöð.

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (10-Janúar-2021) klukkan 03:15 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík. Hrina lítilla jarðskjálfta er ennþá í gangi á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi. Græna stjarnan er þar sem jarðskjálftinn með stærðina Mw4,1 varð.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanes.
Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Yfir 100 jarðskjálftar hafa komið fram á þessu svæði síðustu 48 klukkutíma. Flestir af þeim jarðskjálftum sem hafa komið fram eru minni en Mw1,0 að stærð. Það eru ekki margir jarðskjálftar sem eru með stærðina Mw1,0 og stærri í þessari jarðskjálftavirkni. Það eru engin merki þess að kvika sér farin að leita upp á yfirborðið í þessari virkni. Sú kvika sem er í jarðskorpunni virðist ætla að vera þar. Gögn frá GPS mælum benda til þess einhver breyting sé í gangi en ég veit ekki hvað það er. Hægt er að skoða GPS gögnin hérna.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (07-Janúar-2021) tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,1 og Mw3,2 urðu í eldstöðinni Reykjanes. Hrina lítilla jarðskjálfta er ennþá í gangi á svæðinu.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanesi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur verið í gangi á svæðinu í eitt ár núna en Veðurstofan varð fyrst vör við þenslu þarna þann 21-Janúar-2020. Það svæði sem er núna virkt er stærra en það sem var í upphafi. Það eru engin merki um að þarna sé eldgos að fara að hefjast en það gæti breyst án viðvörunar.

Kröftug jarðskjálftahrina langt norður af Íslandi

Ég vona að allir hafi haft góð jól og áramót þrátt fyrir erfða stöðu mála á Íslandi og í heiminum.

Samkvæmt sérfræðingum sem voru í fréttum fyrir nokkrum dögum síðan þá er goshléið sem er núna á Íslandi það lengsta í 60 ár. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þetta goshlé endar.

Í dag (04-Janúar-2021) varð kröftug jarðskjálftahrina langt norður af Íslandi. Samkvæmt mælingum EMSC þá var stærð þessa jarðskjálfta Mb4,7 (upplýsingar um jarðskjálftann er að finna hérna). Veðurstofa Íslands mældi stærð jarðskjálftans sem Mw3,6. Nokkrir aðrir jarðskjálftar mældust með stærðina Mw2,5 til Mw3,0 en nákvæma stærð er ekki hægt að segja til um vegna fjarlægðar frá mælaneti Veðurstofu Íslands og öðrum mælanetum.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans langt norður of Íslandi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er smá óvissa í staðsetningu vegna fjarlægðar frá mælanetum. Ég vegna ekki hvort að þarna varða frekari jarðskjálftavirkni en vegna fjarlægðar þá mælast aðeins stærstu jarðskjálftarnir á mælanetum Veðurstofu Íslands og öðrum mælanetum.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes og jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg

Í dag (29-Desember-2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta eru allt saman litlir jarðskjálftar en fjöldi þeirra er talsverður. Þessi jarðskjálftavirkni kemur fram vegna þess að kvika er að troðast inn í jarðskorpuna á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjaneshryggur

Í dag (29-Desember-2020) kom fram jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti var mjög langt frá landi. Aðeins einn minni jarðskjálfti virðist hafa komið fram eftir stærri jarðskjálftann. Annars hefur ekki komið fram meiri jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg í dag.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (27-Desember-2020) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var minniháttar jarðskjálftahrina með samtals átta jarðskjálftum. Þetta er aðeins óvenjuleg jarðskjálftavirkni miðað við árstíma þar sem Katla er oftast róleg á þessum árstíma.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,9 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Ég reikna ekki með frekari virkni í Kötlu en það gæti breyst án fyrirvara þar sem þetta er virk eldstöð.

Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (21-Desember-2020) varð kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu. Stærð jarðskjálftans var Mw3,9.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það voru tveir jarðskjálftar á undan stærsta jarðskjálftum og voru þeir með stærðina Mw2,4 og MW2,8. Það virðist sem að minni jarðskjálftavirkni hafi stöðvast þegar þessi grein er skrifuð. Síðan eldgosinu í Bárðarbungu lauk árið 2015 þá hafa komið fram jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 til Mw5,0 með nokkura vikna millibili. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé að breytast.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes snemma í morgun

Snemma morguns þann 16-Desember-2020 klukkan 04:30 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 í eldstöðinni Reykjanes nærri Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn fannst yfir stórt svæði. Hrina lítilla jarðskjálfta hófst í kjölfarið og var þessi jarðskjálftahrina virk í nokkrar klukkustundir.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi. Græna stjarnan sýnir upptök stærsta jarðskjálftans. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur minni jarðskjálftahrina hófst norðan við Grindavík nokkrum klukkutímum eftir að jarðskjálftahrinan við Reykjanestá hófst. Það virðist sem að GPS gögn fyrir svæðið hafi ekki uppfærst í dag á vefsíðunni þar sem þau hafa verið aðgengileg og vegna þess þá veit ég ekki hvort að svæðið er að fara í nýtt þensluskeið eða ekki. Það er þó ýmislegt sem bendir til þess að nýtt þensluskeið sé að fara að hefast á þessu svæði fljótlega en það er ekki öruggt.

Jarðskjálftahrina í Reykjanestá og djúp jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum

Í dag (10-Desember-2020) klukkan 00:08 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst á nálægum svæðum. Síðan þessi jarðskjálfti varð hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina við Reykjanestá.


Græna stjarnan sýnir það svæði þar sem jarðskjálftinn með stærðina Mw3,5 varð. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Brennisteinsfjöll

Í dag (10-Desember-2020) kom fram djúp jarðskjálftavirkni af smáskjálftum í Brennisteinsfjöllum. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 5 km til 12 km rúmlega. Ég veit ekki ennþá hvort að hérna er kvika á ferðinni eða ekki í Brennisteinsfjöllum.


Jarðskjálftavirknin í Brennisteinsfjöllum eru appelsínugulir punktar austan við Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að það verði meiri jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum á næstu vikum til mánuðum. Það mun taka einhverjar vikur til mánuði að sjá hvort að þarna sé eitthvað að gerast.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öskju

Í dag (05-Desember-2020) var lítil jarðskjálftahrina við Öskju. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru minni en Mw2,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirknin bendir til þess að kvika sé á ferðinni í Öskju án þess að það sé hætta á eldgosi eða stutt sé í eitt slíkt. Núverandi ástand í Öskju kemur líklega til vegna eldgossins í Bárðarbungu árið 2014 sem olli næstum því eldgosi í Öskju árið 2014 þegar kvikan frá Bárðarbungu fór næstum því kvikuhólf Öskju en stöðvaðist rétt áður en það gerðist. Það virðist hinsvegar hafa breytt einhverju í kvikuhólfi Öskju sem er núna að valda því ástandi þeim jarðskjálftum sem eru að koma fram í Öskju núna í dag.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna við hliðina. Það er einnig hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inná mig með þessum banka upplýsingum. Styrkir hjálpa mér að reka sjálfan mig og þennan vef hérna. Ég er öryrki og fæ ekki miklar tekjur af örorkubótum eins og fleiri á Íslandi. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Kennitala: 1607804369
Banki: 0159-26-010014