Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Síðan síðustu nótt (3-Maí-2021) þá hefur verið jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík nærri Kleifarvatni. Þegar þessi grein er skrifuð þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.

Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík er merkt með grænni stjörnu nærri Kleifarvatni á jarðskjálftakortinu hjá Veðurstofunni
Jarðskjálftavirkni í Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa komið fram voru með stærðina Mw3,2 en það komu einnig fram minni jarðskjálftar. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 03:04 og var með stærðina Mw3,2 fannst í Reykjavík en það bárust ekki neinar tilkynningar um að jarðskjálftinn sem varð klukkan 15:49 og var einnig með stærðina Mw3,2 hafi fundist. Það er erfitt að segja til um það hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir en helsta hugmyndin núna er að þessi jarðskjálftavirkni tengist spennubreytingum á svæðinu vegna eldgossins í Fagradalsfjalli sem á sér stað innan sama eldstöðvarkerfis.

Styrkir

Hægt er að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Hvort sem er með einum styrk eða reglulegum styrk í hverjum mánuði. Ég þakka stuðninginn. 🙂

Smá frí

Ég ætla að taka mér smá frí frá 5 Maí til 10 Maí og á þeim tíma verða ekki settar inn neinar greinar hingað. Það mun aðeins gerast ef eitthvað meiriháttar gerist í eldgosum eða jarðskjálftum á Íslandi. Ég ætla að reyna að sjá eldgosið eða svæðið ef eldgosið verður hætt þegar ég kemst þangað ef veður og aðstæður leyfa.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 30-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar síðan uppfærsla var skrifuð. Hérna eru helstu breytingar síðan síðasta grein var skrifuð í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngju.

 • Það er aðeins einn gígur sem er að gjósa núna. Allir aðrir gígar hafa hætt að gjósa en það gætu verið hrauntjarnir í þeim sem eru að flæða í hraunhellum undir hrauninu án þess að slíkt sjáist á yfirborðinu.
 • Mikið af virkninni núna er í formi stórra hraunstróka sem koma upp úr gígnum vegna þess að gas innihald hraunsins hefur aukist undanfarið.
 • Hraun er núna hægt og rólega að fylla upp alla dali á svæðinu en það mun taka marga mánuði að fylla upp alla dalina sem þarna eru af hrauni.
 • Það eru engin merki um að eldgosinu sé að fara að ljúka.

Engar frekari fréttir eru af eldgosinu eins og er. Rúv hefur komið fyrir nýrri vefmyndavél sem sýnir eldgosið betur. Hægt er að fylgast með þeirri vefmyndavél á YouTube síðu Rúv.

Smá frí

Ég ætla að taka mér smá frí milli 5 Maí til 10 Maí og á þeim tíma verða ekki neinar uppfærslur settar inn. Næsta uppfærsla af eldgosinu ætti að verða þann 14 Maí. Ég veit ekki ennþá hvort að ég get skoðað eldgosið. Það veltur á því hvernig veðrið verður á þessum tíma.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hengill

Ég afsaka hvað þessi grein kemur seint. Ég lenti í tæknilegum vandræðum með farsímann hjá mér sem tók allan daginn að koma í lag og það seinkaði fullt af hlutum hjá mér.

Í gær (29-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hengill. Þessi jarðskjálftahrina virðist vera tengd flekahreyfingum á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,8.

Jarðskjálftavirknin í Henglinum er efst og vestast á jarðskjálftakortinu
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera tengd flekahreyfingum og það er ekki að sjá að þarna séu neinar kvikuhreyfingar á ferðinni ennþá. Ég býst alltaf við stærri og sterkari jarðskjálftahrinum í eldstöðvum sem ekki hafa gosið í mjög langan tíma og eru kaldar eins og var raunin þegar jarðskjálftavirknin hófst í kringum Fagradalsfjall og sú eldstöð varð heit en þá mældust um 50.000 jarðskjálftar áður en eldgosið hófst milli 27 Febrúar til 19 Mars þegar eldgosið hófst.

Jarðskjálftahrina suður af Keili

Aðfaranótt 27-Apríl-2021 varð jarðskjálftahrina suður af fjallinu Keili í Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu. Jarðskjálftavirknin er á svæði þar sem hefur verið jarðskjálftavirkni áður og er mjög áhugaverð. Það er ekkert sem bendir til þess eldgos sé að fara að hefjast á þessum stað þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 á 6,1 km dýpi og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 á 5,9 km dýpi.

Jarðskjálftahrina suður af fjallinu Keili með grænni stjörnu
Jarðskjálftavirkni suður af Keili. Höfundarréttur þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á að breyting sé að verða á eldgosinu í Fagradalsfjalli. Ég mun skrifa um það á morgun en það er möguleiki á að það verði seinkun á greininni ef eitthvað gerist. Það tekur mig smá tíma að afla upplýsinga um hvað er að gerast.

Staðan í eldgosinu Fagradalsfjalli þann 26-Apríl-2021

Þetta er stutt uppfærsla um eldgosið í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.

Það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar síðustu daga í eldgosinu. Það hafa hinsvegar orðið minni breytingar síðustu daga. Hérna eru síðustu breytingar sem hafa verið tilkynntar.

 • Elstu gíganir eru hættir að gjósa. Einn af gígunum hefur breyst í hrauntjörn en það er einnig möguleiki á því að hinn gígurinn sé einnig hrauntjörn þó að þar komi upp mikið gas (reykur).
 • Það eru þrír til fjórir gígar sem eru að gjósa núna. Það hefur sést aðeins meiri virkni í dag (26-Apríl-2021) en það er hægt að útskýra með því að hætt hefur að gjósa í nokkrum gígum.
 • Engir nýjir gígar hafa opnast síðustu daga. Þetta er rétt þegar þessi grein er skrifuð.
 • Óróinn hefur farið minnkandi en það er óljóst afhverju þetta er að gerast þar sem eldgosið er ennþá í gangi.

Það eru engar frekari fréttir af þessu eldgosi. Ég veit ekki hvenær næsta grein um eldgosið. Næsta grein um eldgosið verður skrifuð eins fljótt og hægt er ef einhverjar breytingar verða á eldgosinu.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík (sem er að gjósa í Fagradalsfjalli)

Í gær (24-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík nærri Kleifarvatni. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stæðrðina Mw3,0, þessir jarðskjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þessi jarðskjálftavirkni er nær höfuðborgarsvæðinu en fyrri jarðskjálftahrinur á þessu svæði.

Jarðskjálftavirkni við Kleifarvatn er merkt með grænni stjörnu þar sem stærsti jarðskjálftinn átti sér stað
Jarðskjálftavirkni í Krýsuvík nærri Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er ekki tengd eldgosinu í Fagradalsfjalli. Það hinsvegar útilokar ekki að kvika sé ástæðan fyrir þessu eldgosi. Þessi jarðskjálftavirkni er hinsvegar of lítil til þess að koma af stað öðru eldgosi þarna eins og er. Það er ekki hægt að segja til um það þegar þessi grein er skrifuð hvort að þessi virkni þróast út í eitthvað meira og alvarlegra á þessu svæði. Það þurfa að verða mun fleiri jarðskjálftar þarna áður en eldgos hefst, þó svo að eldgosið sjálft þurfi kannski ekki að hefjast með mikilli jarðskjálftavirkni eins og varð raunin í Fagradalsfjalli. Þetta er byggt á tilgátum sem geta verið rangar og aðeins tíminn mun segja til um það hvað gerist á þessu svæði.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 23-Apríl-2021

Þetta er stutt uppfærsla á stöðinni í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 23-Apríl-2021 fyrir síðustu viku. Upplýsingum er safnað og settar fram eftir bestu getu. Eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja er að gjósa.

Engar stórar breytingar hafa komið fram í eldgosinu í vikunni. Hérna er það helsta sem gerðist.

 • Samkvæmt nýlegri efnagreiningu á hrauninu sem er að gjósa. Þá er kvikan sem er að koma upp ennþá frumstæðari en kvikan sem kom upp fyrir mánuði síðan og kemur af meira dýpi í möttlinum. Þetta eykur líkunar á því að eldgosið muni vara í mánuði til ár á þessu svæði. Frekari upplýsingar er að finna hérna á Facebook.
 • Þykkt hraunsins er að jafnaði um 16 metrar en getur farið í allt að 50 metra næst gígunum í Geldingadal sem er núna hægt og rólega að fyllast af hrauni. Hraunið rennur ekki langt og hleðst því upp næst eldgosinu.
 • Þegar þessi grein er skrifuð. Þá virðist sem að gígur eitt sé að hætta að gjósa eða það hefur dregið mjög úr eldgosi þar núna. Það er einhver virkni þar ennþá en það er einnig mjög mikið gasútstreymi að koma þarna upp.
 • Gígar halda áfram að hrynja án mikils fyrirvara. Þetta gerist handahófskennt og kemur af stað hraunflóðum þegar gígur hrynur án fyrirvara.
 • Mesta virknin núna virðist vera í gígum sem opnuðust þann 7. Apríl 2021 og dagana eftir það.

Að öðru leiti en þessu þá er eldgosið mjög stöðugt og hraunflæði virðist vera stöðugt í kringum 5m2/sekúndu samkvæmt síðustu fréttum sem ég sá um eldgosið.

Kröftugur jarðskjálfti í eldstöðinni Reykjanes 5 km norður af Grindavík

Í gær (20-Apríl-2021) klukkan 23:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 rétt um 5 km norður af Grindavík og fannst þessi jarðskjálfti yfir mjög stórt svæði og í Reykjavík. Klukkan 21:20 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 og annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 varð klukkan 23:29. Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í dag á þessu svæði en stærstu jarðskjálftarnir hafa eingöngu verið stærri en Mw2,0.

Jarðskjálftavirkni noður af Grindavík og er stærsti jarðskjálftinn merktur með grænni stjörnu á kortinu af Reykjanesskaga
Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð í eldstöðinni Reykjanes miðað við bestu jarðfræðikort sem ég hef. Það er aðeins óljóst á jarðfræðikortum hvar eldstöðin Reykjanes endar en þetta er miðað við besta mögulega mat hjá mér miðað við jarðfræðikort. Það er mjög líklegt að þarna verði meiri jarðskjálftavirkni á næstu klukkutímum eða dögum.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 19-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngja.

 • Gígurinn sem hóf að gjósa þann 5-Apríl-2021 er hættur að gjósa. Ég er ekki viss hvenær gígurinn hætti að gjósa en það var einhverntímann síðustu daga.
 • Minni gígar hafa opnað en enginn af þeim hefur náð að búa til gíg og hafa flestir af þeim einnig hætt að gjósa og verið í kjölfarið grafnir undir nýju hrauni frá stærri gígum.
 • Jarðskjálftavirkni hefur verið að koma fram eftir kvikuganginum í dag. Ég er ekki viss afhverju það er þegar þessi grein er skrifuð.
 • Nýjar sprungur hafa víst komið fram sunnan við núverandi eldgos. Ég er ekki viss um staðsetningu þessara nýju sprunga. Það virðast ekki vera neinar sprungur sjáanlegar norður af gígnum sem er hættur að gjósa þegar þessi grein er skrifuð.
 • Gígur 1 er farin að gefa frá sér mikinn reyk. Á meðan eldgos heldur áfram í seinni gígnum á sama svæði. Ég veit ekki almennilega afhverju gígur eitt er að koma með svona reyk og hefur verið með svona reik síðustu daga.
 • Eldgosið er núna búið að vara í einn mánuð. Það hófst þann 19-Mars-2021.
 • Samkvæmt síðustu fréttum þá er magn hrauns sem er að koma upp í eldgosinu aukist síðan eldgosið hófst.

Ég er ekki með neinar frekari upplýsingar en það gæti breyst án viðvörunnar. Ef það gerist þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 16-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar síðan ég skrifaði síðustu uppfærslu. Í þessari viku opnuðust fjórir nýjir gígar og ég skrifaði um það á þeim tíma og er hægt að lesa þær greinar varðandi upplýsingar sem koma þar fram.

 • Það kom fram í fréttum þann í dag (16-Apríl-2021) að hraun er  núna farið að flæða úr Geldingadal til austurs. Hraunið fer núna yfir göngustíg sem fólk notaði til þess að komast að eldgosinu og er því mjög líklegt að ekki sé lengur hægt að komast nærri eldgosinu. Það er einnig líklegt að hraun muni flæða til suðurs meira en það hefur gert nú þegar.
 • Hrina lítilla jarðskjálfta varð í norð-austur hluta Fagradalsfjalls um klukkan 06:00 í morgun. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8.
 • Það er ekkert sem bendir til þess að þessu eldgosi sé að ljúka.
 • Það er ennþá mjög mikil hætta á því að eldgos hefjist í nýjum gígum án fyrirvara.

Það eru engar frekari fréttir af stöðu mála þessa vikuna fyrir utan það sem ég hef skrifað fyrr í vikunni. Ef eitthvað gerist þá mun ég skrifa grein um það eins fljótt og hægt er.