Mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Um klukkan 17:00 í dag (01. Apríl 2025) varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,3. Það er möguleiki á því að þessir jarðskjálftar séu ekki vegna spennubreytinga á svæðinu í jarðskorpunni. Þetta er möguleiki en það er óljóst hvað er að gerast þarna núna.

Fjöldi grænna stjarna og síðan fjöldinn allur af rauðum punktum sem sýna litla jarðskjálfta.
Mikil jarðskjálftavirkni við Reykjanestá og í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ef að jarðskjálftarnir við Reykjanestá eru ekki gikkskjálftar eða jarðskjálftar sem tengjast spennubreytingum. Þá er möguleiki á því að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni og það gæti endað í eldgosi. Ef það gýs út í sjó, þá verður það sprengigos. Það er ennþá of snemmt að segja til um hvort er en næstu klukkutímar ættu að segja hvort er. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi og aðstæður geta breyst hratt og án viðvörunnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.