Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Ljósufjöllum

Í gær (16. Janúar 2025) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Ljósufjöllum. Þarna hafa verið reglulegar jarðskjálftahrinu frá árinu 2020 eða 2021. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,2.

Græn stjarna sýnir stærsta jarðskjálftann í eldstöðinni Ljósufjöllum og síðan punktar sem sýna minni jarðskjálftana. Þetta er á vestanverðu landinu, í fjöllum og afskekkt.
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Ljósufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina raðaði sér upp á misgengi sem eru þarna á svæðinu. Það er ný þróun á þessu svæði miðað við fyrri jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Dýpi jarðskjálftana hefur einnig verið að minnka og er núna komið í 14 km. Dýpið var í 17 til 23 km fyrir nokkru síðan. Miðað við jarðskjálftana, þá er magn kvikunnar mjög lítið og það þýðir að eldgos er ólíklegt. Kvikan festist frekar í jarðskorpunni og kólnar þar. Hinsvegar ef magn kvikunnar eykst, þá aukast líkunar á eldgosi á þessu svæði. Þetta gæti hinsvegar tekið mörg ár ef ekki áratugi þangað til að eitthvað gerist eins og þetta er núna. Hröð breyting á stöðu mála virðist vera ólíkleg þegar þessi grein er skrifuð.

Kvikuinnskot í eldstöðinni Bárðarbungu

Í dag (14. Janúar 2025) um klukkan 06:00 þá hófst kvikuinnskot í eldstöðinni Bárðarbungu. Kvikuinnskotið var í gangi fram til klukkan 09:00 þegar draga fór úr því. Þessu gæti samt ekki verið lokið ennþá, þó svo að dregið hafi úr virkninni þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw5,2 (USGS, EMSC). Það hafa orðið meira en tugur jarðskjálfta sem eru með stærðina milli Mw3,0 til Mw5,0 í þessari jarðskjálftahrinu.

Röð af grænum stjörnum í öskju Bárðarbungu. Einnig sem það eru nokkrir jarðskjálftar í eldstöðinni Grímsfjalli sem er ótengd jarðskjálftavirkni og því sem er að gerast í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Megin jarðskjálftavirknin var í vestari hluta öskju Bárðarbungu. Samkvæmt sérfræðingum þá líkist þetta upphafi eldgossins í Gjálp árið 1996. Þá hófst jarðskjálftavirknin svipað og gerðist núna, síðan dró úr henni áður en virknin jókst á ný og eldgos hófst. Það er óljóst hvert kvikugangurinn gæti farið en líklega í suður-vestur, það er í áttina að Torfajökli og Kötlu. Ef það gerist, þá er möguleiki á því að kvikugangurinn komi af stað virkni í þeim eldstöðvum og eldgosum ef hann nær í þær eldstöðvar.

Ég mun skrifa um stöðuna í Bárðarbungu eftir því sem þörf verður á því.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hamarinn

Í dag (19. Desember 2024) klukkan 12:18 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Hamarinn. Það komu einnig nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið, það voru einnig nokkrir minni jarðskjálftar á undan stærsta jarðskjálftanum.

Græn stjarna í vestanverðum Vatnajökli, rétt sunnan við eldstöðina Bárðarbunga. Þetta er í eldstöðinni Hamarinn. Punktar sýna minni jarðskjálfta í nágrenninu.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamarinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar svona jarðskjálftavirkni fór af stað í eldstöðinni Hamarinn. Þá varð þar eldgos nokkrum mánuðum seinna sem varði í 6 til 8 klukkutíma. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að það mun gerast í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það er alltaf möguleiki á því að það muni draga aftur úr þessari jarðskjálftavirkni. Ef að jarðskjálftavirknin eykst á ný eldstöðinni Hamarinn, þá aukast líkunar á eldgosi þarna en hvort að það gerist er hinsvegar ekki hægt að segja til um.

Stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni Ljósufjöllum síðan mælingar hófust

Í gær (18. Desember 2024) klukkan 22:50 varð stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni Ljósufjöll síðan nútímamælingar hófust á Íslandi. Þessi jarðskjálfti fannst í Borgarnesi, Akrarnesi og síðan í öðrum bæjum á þessu sama svæði. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,2 og dýpið var 18 km. Ástæða þessar jarðskjálftavirkni er innskotavirkni kviku á þessu svæði á þessu dýpi.

Græn stjarna og síðan bláir og appelsínugulir punktar sem sýna minni jarðskjálfta á þessu sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Ljósufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er núna. Þá er mjög ólíklegt að það verði eldgos í eldstöðinni Ljósufjöllum. Á síðustu mánuðum, þá hefur dýpi jarðskjálfta á þessu svæði ekki breyst mjög mikið og það er núna frá 15 til 25 km. Jarðskorpan á þessu svæði er einnig þykkari og þéttari heldur en á öðrum svæðum á Íslandi. Því þarf meiri kviku til þess að brjótast upp á yfirborðið. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hefur þessi breyting ekki orðið síðan jarðskjálftavirkni hófst á þessu svæði. Því meiri kvika sem kemur þarna inn mun auka jarðskjálftavirknina á þessu svæði. Eftir því sem meiri kvika kemur þarna inn í jarðskorpuna, þá mun það auka jarðskjálftavirknina á þessu svæði. Eins og þetta er núna, þá virðist sem að það magn kviku sem hefur komið inn í jarðskorpuna þarna vera mjög lítið og þetta magn er ekki fært um að brjóta sér leið upp á yfirborðið.

Eldgos hafið í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi

Í gær (20. Nóvember 2024) hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 í eldstöðinni Svartsengi. Þetta eldgos hefst mjög snemma miðað við síðustu eldgos á þessu svæði síðan þessi eldgosahrina hófst í eldstöðinni Svartsengi. Tími milli eldgosa er 77 dagar, sem er mögulega það lengsta sem hefur orðið á þessu svæði. Gossprungan á þessu svæði er í kringum 3 km að lengd.

Rauðir punktar sem sýna hvar jarðskjálftar urðu þegar kvikan braut sér leið upp á yfirborðið. Þessir jarðskjálftar raða sér upp eftir Sundhnúkagígaröðinni.
Jarðskjálftavirknin í Sundhnúkagígaröðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Rautt hraunið kemur upp úr sprungu í Sundhnúkagígaröðinni á skjáskoti frá Rúv. Þetta er í upphafi eldgossins og mestur kraftur í eldgosinu.
Eldgosið eins og það var í upphafi goss. Skjáskot frá vefmyndavél Rúv.
Eldgosið eins og það er klukkan 00:53 þegar aðeins er liðið á það. Það er minni stórkavirkni úr sprungunni og hraunið er farið að flæða að mestu til vesturs. Gasskýið er einnig minna.
Eldgosið klukkan 00:53 þegar farið er að draga úr því. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Óróinn sem kom fram í upphafi eldgossins núna er mjög lítill. Sá minnsti síðan eldgosahrinan hófst í Sundhnúkagígaröðinni. Það bendir til þess að þetta eldgos sé ekki mjög stórt. Ef það stenst, þá er möguleiki á því að þetta eldgos muni vara í mjög stuttan tíma og verður hugsanlega lokið í næstu viku. Það mun aðeins koma í ljós með tímanum hvort það gerist. Mesti kraftur eldgossins er á fyrstu 6 til 8 klukkutímum eldgossins.

Ef þörf verður á því. Þá mun ég setja inn nýjar uppfærslur hingað inn.

Lítið kvikuinnskot í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi aðfaranótt 4. Nóvember 2024

Aðfaranótt 4. Nóvember 2024 varð lítið kvikuinnskot í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Þetta átti sér stað milli klukkan 02:30 til rúmlega klukkan 03:00. Það komu fram í kringum 20 til 25 jarðskjálftar í þessu kvikuinnskoti sem lauk eins hratt og það hófst.

Rauðir punktar í kringum Reykjanesskaga og síðan í Svartsengi í Sundhnúkagígaröðinni þar sem eldgos hafa átt sér stað. Þar eru nokkrir punktar sem sýna jarðskjálftahrinuna sem varð í nótt.
Jarðskjálftavirknin í Sundhúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er áframhaldandi hætta á frekari kvikuinnskotum á þessu svæði. Stærri kvikuinnskot geta varað í nokkra klukkutíma, þó svo að þau gjósi ekki. Það verður miklu meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði ef slíkt kvikuinnskot fer af stað á þessu svæði.

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum þann 30. Maí 2024 klukkan 01:56

Þetta er stutt uppfærsla á eldgosinu í Sundhnúkagígum sem hófst þann 29. Maí 2024 klukkan 12:46. Það er hugsanlegt að þetta verði eina uppfærslan um þetta eldgos, þar sem eldgos í Sundhnúkagígum vara bara í einn til þrjá daga svona venjulega. Hvort að það gerist á eftir að koma í ljós.

Í gær (29. Maí 2024) klukkan 12:46 hófst eldgos í Sundhnúkagígum sem eru í eldstöðinni Svartsengi. Eldgosið hófst nærri Sýlingafelli og á svipuðum stað og fyrri eldgos. Þegar mesta eldgosið varð, þá var flæði hrauns um 2000m3/sek. Síðan það var, þá hefur hægt á hraunflæði eldgossins og er það á bilinu 200m3/sek til 600m3/sek en þetta getur breyst hratt og án fyrirvara. Gossprungan var lengst um 4 km en er núna í kringum 1 til 2,5 km að lengd. Lengd sprungunnar mun breytast án fyrirvara.

Hrauntungur standa hátt upp í loftið frá gossprunginni, auk þess sem gas skýið berst til austurs með vindinum frá eldgosinu.
Eldgosið klukkan 12:58. Þetta er skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Upphaf eldgossins, þar sem kvikan er búinn að ryðja sér leið upp á yfirborðið með miklum látum. Gas skýið er ennþá mjög lítið þarna.
Eldgosið eins og það var klukkan 12:47. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Miklir kvikustrókar sem voru farnir að koma klukkan 12:51. Þarna eru hraunstrókanir farnir að ná hæðinni um 70 metra upp í loftið.
Eldgosið þegar það er farið að verða mjög öflugt. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Eldgosið í fullum krafti klukkan 16:!2 og hraun straumar á fullu og gosstrókar farnir að vera stöðugt í kringum 70 metra háir.
Krafturinn í eldgosinu klukkan 16:12. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Eldgosið um 10 mínútum eða klukkan 12:54 eftir að það hófst. Gossprungan er þarna orðin um 1 km að lengd og er áfram að lengjast. Síðan halda gosstrókanir þarna áfram að hækka á þessum tímapunkti.
Þegar gossprungan er orðin um 1 km löng í eldgosinu í Sundhnúkagígum. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Eldgos hafið í Sundhnúkagígum

Í dag (29. Maí 2024) klukkan 12:47 þá hófst eldgos í Sundhnúkagígum. Gossprungan er að lengjast þegar þessi grein er skrifuð.

Hraunstrókanir standa upp úr sprungunni eins og hún var klukkan 12:58. Mikið gasský rekur til austurs af eldgosinu.
Eldgosið í Sundhnúakgígaröðinni. Skjáskot af vefmyndavél Rúv á YouTube.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (22. Apríl 2024) klukkan 04:53 hófst jarðskjálftahrina við Reykjanestá. Þessi jarðskjálftahrina er hvorki stór eða mikil þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

Græn stjarna og minni punktar sem sýna minni jarðskjálfta rétt sunnan við Reykjanesskaga og eru út í sjó. Síðan eru punktar vestan við Reykjanesið úti í sjó.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna sé kvika á ferðinni. Eins og er, þá er þetta of lítil virkni til þess að eldgos geti hafist þarna eins og er. Það getur breyst án viðvörunnar. Staðan á eldstöðinni Reykjanes er óljóst, þar sem hluti þessar eldstöðvar er undir sjó og þá er mun erfiðara að vakta eldstöðina og stundum jafnvel ekki hægt.