Í dag (14. Janúar 2025) um klukkan 06:00 þá hófst kvikuinnskot í eldstöðinni Bárðarbungu. Kvikuinnskotið var í gangi fram til klukkan 09:00 þegar draga fór úr því. Þessu gæti samt ekki verið lokið ennþá, þó svo að dregið hafi úr virkninni þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw5,2 (USGS, EMSC). Það hafa orðið meira en tugur jarðskjálfta sem eru með stærðina milli Mw3,0 til Mw5,0 í þessari jarðskjálftahrinu.
Megin jarðskjálftavirknin var í vestari hluta öskju Bárðarbungu. Samkvæmt sérfræðingum þá líkist þetta upphafi eldgossins í Gjálp árið 1996. Þá hófst jarðskjálftavirknin svipað og gerðist núna, síðan dró úr henni áður en virknin jókst á ný og eldgos hófst. Það er óljóst hvert kvikugangurinn gæti farið en líklega í suður-vestur, það er í áttina að Torfajökli og Kötlu. Ef það gerist, þá er möguleiki á því að kvikugangurinn komi af stað virkni í þeim eldstöðvum og eldgosum ef hann nær í þær eldstöðvar.
Ég mun skrifa um stöðuna í Bárðarbungu eftir því sem þörf verður á því.