Í dag (29. Október 2025) klukkan 16:46 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,4 í eldstöðinni Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki í byggð. Þessi jarðskjálfti varð vegna þenslu sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu og hefur verið í gangi síðan eldgosinu lauk þar árið 2015.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það varð einhver eftirskjálftavirkni í kjölfarið á stærsta jarðskjálftum. Eins og er, þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Bárðarbungu.
Í morgun þann 20. Október 2025 varð kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw4,5 og mjög líklegt er að hann hafi fundist í nálægri byggð. Það urðu einnig nokkrir jarðskjálftar sem voru yfir Mw3,0 að stærð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi en kemur í bylgjum og þegar þessi grein er skrifuð, þá eru rólegheit í gangi.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessa stundina eru ekki nein merki um kvikuhreyfingar í eldstöðinni Kötlu. Það gæti hinsvegar breyst án viðvörunnar. Það hafa einnig ekki komið fram neinar breytingar á jökulvatni í jökulám sem renna frá Mýrdalsjökli en það gæti tekið um 4 til 8 klukkutíma að koma fram á mælum hjá Veðurstofunni. Þar sem það tekur tíma fyrir vatnið að renna undan jöklinum. Ég mun setja inn nýja grein ef eitthvað meira gerist í Kötlu.
Í dag (18. September 2025) klukkan 00:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Hamarinn í Vatnajökli. Þessi eldstöð er suður af eldstöðinni Bárðarbungu og er innan sama sprungusveims. Lítill eftirskjálfti varð nokkru eftir megin jarðskjálftann. Það eru engin merki um það að eldgos sé að fara að hefjast í Hamrinum. Það varð jarðskjálfti í þessari eldstöð á síðasta ári en aðeins minni.
Jarðskjálfti í eldstöðinni Hamarinn í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er erfitt að segja til um það hvort að þarna verði fleiri jarðskjálftar. Eins og er, þá er það ólíklegt.
Þann 18. Ágúst 2025 klukkan 18:10 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Brennisteinsfjöllum. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nágrenni.
Jarðskjálftahrinan í Brennisteinsfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinunni er lokið. Það er hinsvegar mikil spenna í jarðskorpunni á þessu svæði vegna stöðugrar þenslu og sig í eldstöðinni Svartsengi. Stærri jarðskjálfti gæti orðið án viðvörunnar.
Þann 27. Júlí 2025 klukkan 23:39 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2. Klukkan 23:41 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 en seinni jarðskjálftinn er inní í fyrsta jarðskjálftum og sést því ekki í jarðskjálftagögnunum beint án greiningar á gögnunum. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Akureyri.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á meðan eldstöðin heldur áfram að þenjast út. Svona stórir jarðskjálftar verða á nokkura mánaða fresti.
Aðfaranótt 20. Júlí 2025 klukkan 02:55 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta er jarðskjálfti sem vegna spennu í jarðskorpunni á svæðinu. Þetta er mögulega aðlögun í jarðskorpunni vegna spennubreytinga sem fylgja eldgosinu í eldstöðinni í Svartsengi. Þar sem eldgosið í Svartsengi veldur því að eldstöðin lækkar og það kemur af stað spennubreytingum í jarðskorpunni. Það er að sjá að þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið.
Þetta er stutt yfirlit yfir stöðuna í eldgosinu í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi. Upplýsingar hérna eru eins réttar og hægt er að hafa það þegar ég skrifa þessa grein. Staðan getur breyst snögglega og án viðvörunar í þessu eldgosi eftir að greinin er skrifuð.
Gossprungan náði rúmlega 2,5 km þegar hún var sem lengst. Gossprungan er farinn að minnka eftir því sem dregið hefur úr krafti eldgossins.
Þetta eldgos er það nyrsta af þeim eldgosum sem hafa orðið.
Hraunflæðið er í átt að Fagradalsfjalli og Fagradal. Mjög líklegt er að hraunið sé búið að fylla upp í Fagradal.
Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er að sjá að óróinn sé mjög stöðugur. Þetta getur breyst án viðvörunnar og mjög snögglega.
GPS gögn benda til þess að mesta lækkunin sem hefur orðið er í kringum 100mm á síðustu 12 klukkutímum síðan eldgosið hófst þar sem það er mest. Lækkun á GPS stöðvum er mismunandi eftir því hvar þær eru staðsettar í eldstöðvarkerfinu Svartsengi.
Það er næstum því engin jarðskjálftavirkni á svæðinu.
Ég reikna ekki með því að eldgosið vari nema í nokkra daga í mesta lagi. Hinsvegar fara þessi eldgos stundum í einn gíg sem gýs nokkuð lengi. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að það gerist.
Þoka hefur komið í veg fyrir útsýni á eldgosið í allan gærdag og þokan er ennþá að koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með eldgosinu á vefmyndavélum.
Gasmengun hefur verið vandamál í þessu eldgosi. Það er ekki víst að það breytist fyrr en þegar þetta eldgos klárast.
Ef það verður eitthvað meira í fréttum af þessu eldgosi. Þá mun ég skrifa um það hérna. Ég reikna ekki með því að það verði tilfellið eins og er þegar þessi grein er skrifuð.
Í dag (16. Júlí 2025) klukkan 03:53:31 hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Eldgosið er nyrst á gossprungunni sem er á þessu svæði og hefur gosið áður. Þetta eldgos er langt frá öllum mikilvægum innviðum. Gossprungan virðist ekki vera mjög löng miðað við það sem sést á vefmyndavélum.
Eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni. Skjáskot af vefmyndavél Rúv á Þorbirni.
Það er ekki hægt að vita hversu lengi þetta eldgos mun vara. Það gæti verið frá nokkrum klukkutímum yfir í nokkra daga. Ef þörf verður á því. Þá mun ég setja inn nýjar upplýsingar hingað inn. Hingað til í þessum eldgosum, þá hefur þess ekki verið þörf.
Í dag (7. Júlí 2025) klukkan 04:38 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4. Þessi jarðskjálftahrina varð nálægt svæði sem heitir Árnes. Meira en tugur jarðskjálfta kom í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum. Það eru engar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist í sumarhúsum sem eru á þessu svæði en það er ekki hægt að útiloka að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist.
Jarðskjálftahrinan vestur af Heklu í Árnesi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ég held að þessi jarðskjálfti sé ekki merki um stærri jarðskjálfta á þessu svæði. Þar sem stærri jarðskjálftar á Suðurlandsbrotabeltinu verða oft án mikillar viðvörunnar. Þessari jarðskjálftahrinu virðist núna vera lokið.
Í gær (18. Júní 2025) varð hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4 og fannst í Reykjavík og nágrenni.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er líklegt að þessi jarðskjálftahrina sé vegna þenslunnar í eldstöðinni Svartsengi. Það eru því líkur á frekari jarðskjálftum á þessu svæði á næstu vikum vegna þenslunnar í Svartsengi.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.