Í dag (29. Október 2025) klukkan 16:46 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,4 í eldstöðinni Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki í byggð. Þessi jarðskjálfti varð vegna þenslu sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu og hefur verið í gangi síðan eldgosinu lauk þar árið 2015.

Það varð einhver eftirskjálftavirkni í kjölfarið á stærsta jarðskjálftum. Eins og er, þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Bárðarbungu.
