Jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 í Bárðarbungu

Í dag (18. Mars 2024) klukkan 00:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 í Bárðarbungu (EMSC upplýsingar er að finna hérna). Veðurstofan er með stærðina á þessum jarðskjálfta sem Mw4,4.

Græn stjarna í Bárðarbungu, ásamt punktum sem sem sýnir minni jarðskjálfta í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn er með græna stjörnu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti er hluti af þeirri þenslu sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftar munu verða reglulega í Bárðarbungu næstu ár og jafnvel áratugi, þangað til að kvikuhólfið í Bárðarbungu er orðið fullt.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu í gær (24. Október 2023)

Í gær (24. Október 2023) klukkan 22:19 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu í norður austur hluta eldstöðvarinnar, frekar en í megin gígnum þar sem flestir af þessum jarðskjálftum hafa komið fram síðustu ár.

Græn stjarna í norður austur hluta Bárðarbungu auk gulra punkta sem sýnir minni jarðskjálfta í öskju Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar eru í tengslum við þenslu í Bárðarbungu og eins og er, þá er engin hætta á eldgosi í Bárðarbungu. Þetta er annar jarðskjálftinn í Bárðarbungu í ár sem nær stærðinni Mw4,9.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í gær (14. Október 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti er einn af mörgum jarðskjálftum sem verða vegna þeirrar þenslu sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk þar árið 2015. Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram næstu 50 til 100 árin ef ekkert breytist, þó mun jarðskjálftum fækka eftir því sem tíminn líður.

Græn stjarna í norðari hluta öskju Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti er eðlilegur og mun ekki koma af stað eldgosi og er ekki fyrirboði eldgoss. Svona jarðskjálfti verður á tveggja til þriggja mánaða fresti í Bárðarbungu núna.

Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (4. Október 2023) klukkan 16:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 (Veðurstofa Íslands) eða Mw5,0 (EMSC) í Bárðarbungu.

Græn stjarna í Bárðarbungu og síðan eru þarna einnig rauðir punktar í kringum grænu stjörnuna í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundinn þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og svona stórir jarðskjálftar verða á nokkura mánaða fresti. Þetta þýðir að Bárðarbunga er ennþá að þenjast út eftir eldgosið árin 2014 til 2015. Þessi jarðskjálftavirknin mun ekki koma af stað eldgosi og það verður raunin í mjög langan tíma.

Tveir kröftugir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í gær (28. Júlí 2023) urðu tveir kröftugir jarðskjálftar í Bárðarbungu klukkan 23:42 og síðan klukkan 23:55. Stærðir þessara jarðskjálfta voru Mw3,2 og síðan Mw3,6. EMSC hefur seinni jarðskjálftann með stærðina Mw4,7 en hægt er að skoða þær upplýsingar hérna.

Tvær grænar stjörnur í Bárðarbungu í Vatnajökli. Auk minni jarðskjálfta á sama svæði. Tími á korti er 29. Júlí 2023 klukkan 13:05.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Þetta er eðlileg þenslu virkni í Bárðarbungu og mun verða í gangi næstu 30 til 70 árin (miðað við fyrri sögu á þessu svæði).

Tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Þessi grein er stutt vegna annara atburða sem eru núna að gerast á Íslandi.

Tveir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu klukkan 19:59 og 20:02 þann 4. Júlí 2023. Stærðir þessara jarðskjálfta voru Mw3,3 og Mw3,9.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í Bárðarbungu í Vatnajökli.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta eru hefðbundir þenslu jarðskjálftar í Bárðarbungu.

Annar stærri jarðskjálftinn í Bárðarbungu í Júní (2023)

Núna í Júní 2023, þá varð annar stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu með stærðina Mw3,1.

Það er græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Það er einnig rauðir og appelsínugulir punktar í eldstöðinni Öskju á þessu korti. Auk jarðskjálfta í Öræfajökli sem eru merktir með bláum punktum.
Græn stjarna í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu. Það er mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu (væntanlega, það getur allt gerst).

Reglulegur jarðskjálfti í eldstöðinni Bárðarbungu

Jarðskjálftinn sem verður í eldstöðinni Bárðarbungu einu sinni til annan hvern mánuð átti sér stað í dag (5. Júní 2023) klukkan 00:04. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,4. Nokkrir minni jarðskjálftar áttu sér stað á undan stærsta jarðskjálftanum en það hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni eftir að stærsti jarðskjálftinn átti sér stað.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Það er næstum því engin önnur jarðskjálftavirkni á þessu korti. Tími á korti er 5. Jún. 23. klukkan 12:00.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Bárðarbunga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin og reglubundin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Bárðarbungu. Það er engin hætta á eldgosi frá eldstöðinni Bárðarbungu eins og er.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í nótt klukkan 03:34 þann 23. Apríl 2023 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 4,6 km.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli.
Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Svona jarðskjálftar koma fram á eins til þriggja mánaða fresti. Það hinsvegar getur gerst að lengra sé á milli þessara jarðskjálfta í Bárðarbungu.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (19. Mars 2023) klukkan 14:59 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni og tengist innflæði kviku inn í Bárðarbungu eftir að eldgosinu lauk þar árið 2015.

Vatnajökull og í norður-vestur hluta hans er græn stjarna og rauður punktur sem sýnir jarðskjálftavirknina í eldstöðinni Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona jarðskjálftar verða í Bárðarbungu einu sinni til tvisvar á mánuði og síðan verður jarðskjálfti með stærðina sem nær þriggja til fjögurra mánaða fresti. Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er að minnka eftir því sem lengra líður frá lokum eldgossins en það munu væntanlega líða nokkur ár þangað til að þessi jarðskjálftavirkni hættir alveg.