Í kvöld þann 22. Febrúar 2025 klukkan 21:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í Bárðarbungu. Í kjölfarið hafa orðið nokkrir minni jarðskjálftar og jarðskjálftahrinan á svæðinu virðist ennþá vera í gangi.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftahrina stafar mögulega af þeirri ástæður að kvika sé að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Hvort að það tekst verður að koma í ljós. Það er möguleiki á því að þetta muni ekki takast hjá kvikunni. Hvernig þetta þróast verður að koma í ljós. Það er hinsvegar ljóst að eldgos er ekki yfirvofandi núna.
Í dag (14. Janúar 2025) um klukkan 06:00 þá hófst kvikuinnskot í eldstöðinni Bárðarbungu. Kvikuinnskotið var í gangi fram til klukkan 09:00 þegar draga fór úr því. Þessu gæti samt ekki verið lokið ennþá, þó svo að dregið hafi úr virkninni þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw5,2 (USGS, EMSC). Það hafa orðið meira en tugur jarðskjálfta sem eru með stærðina milli Mw3,0 til Mw5,0 í þessari jarðskjálftahrinu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Megin jarðskjálftavirknin var í vestari hluta öskju Bárðarbungu. Samkvæmt sérfræðingum þá líkist þetta upphafi eldgossins í Gjálp árið 1996. Þá hófst jarðskjálftavirknin svipað og gerðist núna, síðan dró úr henni áður en virknin jókst á ný og eldgos hófst. Það er óljóst hvert kvikugangurinn gæti farið en líklega í suður-vestur, það er í áttina að Torfajökli og Kötlu. Ef það gerist, þá er möguleiki á því að kvikugangurinn komi af stað virkni í þeim eldstöðvum og eldgosum ef hann nær í þær eldstöðvar.
Ég mun skrifa um stöðuna í Bárðarbungu eftir því sem þörf verður á því.
Nóttina þann 8. Desember 2024 klukkan 01:49 varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina Mw5.2. Þessi jarðskjálftavirkni tengist þenslu í eldstöðinni Bárðarbungu sem heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið 2014 til 2015.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það var einnig mikið um litla jarðskjálfta í öskju Bárðarbungu, bæði fyrir og eftir stóra jarðsjálftann. Þetta er ekki óvenjulegt en það er óvenju mikið af jarðskjálftum núna. Afhverju þetta gerðist er óljóst. Þessi jarðskjálftavirkni er áframhaldandi jarðskjálftavirkni sem mun halda áfram næstu 30 til 90 árin í það lengsta. Það veltur á því hvernig hlutir þróast í Bárðarbungu.
Í dag (06-Október 2024) klukkan 17:56 varð stór jarðskjálfti í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina Mw4,5 til Mw5,1. Veðurstofan sagði að jarðskjálftinn væri með stærðina Mw4,5. EMSC sagði að jarðskjálftinn væri með stærðina Mw5,0 og USGS sagði að jarðskjálftinn væri með stærðina Mw5,1. Í gær urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,7 og Mw3,9 í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu kemur til vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir að síðasta eldgosi lauk (Febrúar 2015). Það mun fara að draga úr þessari jarðskjálftavirkni eftir um 10 til 30 ár og þá verða jarðskjálftar með stærðina Mw5,0 eingöngu á nokkura ára fresti.
Í dag (3-September 2024) klukkan 16:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 í Bárðarbungu. Það komu nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið. Það varð einnig aukning á minni jarðskjálftum í Bárðarbungu síðustu daga.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi stærð af jarðskjálfta í Bárðarbungu mun eiga sér stað einu sinni til tvisvar á ári næstu 40 til 60 árin. Ég reikna ekki með eldgosi í Bárðarbungu fyrr en í fyrsta lagi árið 2090 en líklega ekki fyrr en í kringum árið 2120. Þangað til verða áratugir af svona jarðskjálftavirkni eins og varð í dag.
Í morgun klukkan 06:37 þann 21. Apríl 2024 þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,4 í Bárðarbungu. Stærsti eftirskjálftinn sem kom í kjölfarið á þessum jarðskjálfta var með stærðina Mw3,0. Það er engin jarðskjálftahrina í gangi á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð. Þessi jarðskjálfti fannst á sumum svæðum á Íslandi en fannst líklega á flestum svæðum þar sem mjög rólegt var.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan í eldgosinu í Holuhrauni árið 2014 til 2015. Þessi jarðskjálftavirkni er langtímamerki um það að þenslan í Bárðarbungu hefur náð nýjum hæðum. Það er mjög ólíklegt að eldgos núna í kjölfarið á þessum jarðskjálfta eða á næstu árum. Styðsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu er í kringum 10 ár.
Hérna er mynd af jarðskjálftanum eins og hann kom fram á jarðskjálftamæli hjá mér.
Jarðskjálftinn með stærðina Mw5,4 eins og hann mældist hjá mér á jarðskjálftamæli sem ég er með.
Í dag (18. Mars 2024) klukkan 00:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 í Bárðarbungu (EMSC upplýsingar er að finna hérna). Veðurstofan er með stærðina á þessum jarðskjálfta sem Mw4,4.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn er með græna stjörnu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálfti er hluti af þeirri þenslu sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftar munu verða reglulega í Bárðarbungu næstu ár og jafnvel áratugi, þangað til að kvikuhólfið í Bárðarbungu er orðið fullt.
Í gær (24. Október 2023) klukkan 22:19 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu í norður austur hluta eldstöðvarinnar, frekar en í megin gígnum þar sem flestir af þessum jarðskjálftum hafa komið fram síðustu ár.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessir jarðskjálftar eru í tengslum við þenslu í Bárðarbungu og eins og er, þá er engin hætta á eldgosi í Bárðarbungu. Þetta er annar jarðskjálftinn í Bárðarbungu í ár sem nær stærðinni Mw4,9.
Í gær (14. Október 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti er einn af mörgum jarðskjálftum sem verða vegna þeirrar þenslu sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk þar árið 2015. Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram næstu 50 til 100 árin ef ekkert breytist, þó mun jarðskjálftum fækka eftir því sem tíminn líður.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálfti er eðlilegur og mun ekki koma af stað eldgosi og er ekki fyrirboði eldgoss. Svona jarðskjálfti verður á tveggja til þriggja mánaða fresti í Bárðarbungu núna.
Í dag (4. Október 2023) klukkan 16:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 (Veðurstofa Íslands) eða Mw5,0 (EMSC) í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta er hefðbundinn þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og svona stórir jarðskjálftar verða á nokkura mánaða fresti. Þetta þýðir að Bárðarbunga er ennþá að þenjast út eftir eldgosið árin 2014 til 2015. Þessi jarðskjálftavirknin mun ekki koma af stað eldgosi og það verður raunin í mjög langan tíma.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.