Jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 í Bárðarbungu

Í dag (3-September 2024) klukkan 16:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 í Bárðarbungu. Það komu nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið. Það varð einnig aukning á minni jarðskjálftum í Bárðarbungu síðustu daga.

Græn stjarna í eystri hluta eldstöðvarinnar Bárðarbungu, auk appelsínugulra punkta sem sýna minni jarðskjálfta í öskjunni.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi stærð af jarðskjálfta í Bárðarbungu mun eiga sér stað einu sinni til tvisvar á ári næstu 40 til 60 árin. Ég reikna ekki með eldgosi í Bárðarbungu fyrr en í fyrsta lagi árið 2090 en líklega ekki fyrr en í kringum árið 2120. Þangað til verða áratugir af svona jarðskjálftavirkni eins og varð í dag.

One Reply to “Jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 í Bárðarbungu”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.