Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu

Í dag (30-September 2024) klukkan 05:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki. Þessi jarðskjálfti varð eftir minniháttar jökulflóð frá Mýrdalsjökli.

Græn stjarna í norður hluta öskju Kötlu. Auk nokkura punkta sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið frekari jarðskjálftavirkni síðan þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er mjög rólegt í eldstöðinni Kötlu og hefur verið það síðan lítið eldgos varð í Kötlu í Júlí. Bæði lítil og stór jökulflóð geta komið frá Mýrdalsjökli án mikillar viðvörunnar.

Tveir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (29-September 2024) klukkan 17:40 og 17:43 urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,6 og Mw3,3 í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Jarðskjálftarnir fundust á höfuðborgarsvæðinu og annari nálægri byggð.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari sem sýnir stærstu jarðskjálftana. Einnig eru appelsínugulir og bláir punktar sem sýna minni jarðskjálfta frá síðustu dögum. Einnig er punktar annarstaðar á Reykjanesskaga sem sýnir jarðskjálftavirkni þar.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin hefur verið að aukast síðustu vikur í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Ástæða þessar auknu jarðskjálftavirkni er óljós þessa stundina.

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 í Bárðarbungu

Í dag (3-September 2024) klukkan 16:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 í Bárðarbungu. Það komu nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið. Það varð einnig aukning á minni jarðskjálftum í Bárðarbungu síðustu daga.

Græn stjarna í eystri hluta eldstöðvarinnar Bárðarbungu, auk appelsínugulra punkta sem sýna minni jarðskjálfta í öskjunni.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi stærð af jarðskjálfta í Bárðarbungu mun eiga sér stað einu sinni til tvisvar á ári næstu 40 til 60 árin. Ég reikna ekki með eldgosi í Bárðarbungu fyrr en í fyrsta lagi árið 2090 en líklega ekki fyrr en í kringum árið 2120. Þangað til verða áratugir af svona jarðskjálftavirkni eins og varð í dag.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (25. Ágúst 2024) klukkan 23:56 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nágrenni.

Græn stjarna suður af Kleifarvatni ásamt appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundinn brotajarðskjálfti eftir því sem ég fæ best séð. Ég veit ekki hvort að jarðskorpan er að bregðast við stöðugum spennubreytingum vegna þenslu og sigs í eldstöðinni Svartsengi. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið núna.

Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:38

Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:11. Þessi grein getur orðið úrelt mjög hratt og án viðvörunnar.

  • Eldgosið er núna á 2 km langri sprungu sem er nyrst og staðsett nærri Stóra Skógarfelli. Heildarlengd gossprungar er í kringum 7 km en mestur hluti af sprungunni er hættur að gjósa.
  • Hægt er að sjá eldgosið á leiðinni til Keflavíkur eða Keflavíkurflugvallar.
  • Það er ekki hægt að segja hversu lengi eldgosið mun vara. Það hefur verið minnkandi gosórói síðan klukkan 06:00 í morgun. Eldgosið gæti varað í nokkra daga eða í mánuð, það er ekki hægt að segja til um það núna.
  • Veðurstofan tapaði jarðskjálftamæli (Litla Skógarfell) og GPS stöð á svipuðum svæði undir hraun. Eins og er, þá eru þetta bara tvær stöðvar. Þar sem einni GPS stöð var komið í skjól (Norðurljósarvegur) fyrr í Ágúst.
  • Stærstu jarðskjálftanir sem hafa orðið núna voru með stærðina Mw4,1 og síðan Mw3,3. Stærri jarðskjálftinn var rétt við eldstöðina Fagradalsfjall. Minni jarðskjálftinn var í fjallinu Keilir. Stærri jarðskjálftinn fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Þetta eldgos getur breyst án mikillar viðvörunnar.  Ef eitthvað gerist sem er þess virði að skrifa um. Þá mun ég skrifa um hvað er að gerast.

Eldgos hafið í eldstöðinni Svartsengi, í Sundhnúkagígum

Eldgos hófst í Svartsengi klukkan 21:26 í Sundhnúkagígaröðinni. Eldgosið er mjög kraftmikið eins og er alltaf í upphafi þessara eldgosa. Tíminn frá því að jarðskjálftavirknin hófst og þangað til að eldgosið hófst var ekki nema 30 til 40 mínútur.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar ef það eru einhverjar nýjar upplýsingar til að skrifa um. Síðasta eldgos á þessu svæði hófst þann 29. Maí og lauk 22. Júní.

Mögulega lítið eldgos í Kötlu, jökulflóð ennþá í gangi

Í gær (26-Júlí 2024) virðist hafa hafist lítið eldgos í Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að þessu eldgosi sé lokið í dag (27-Júlí 2024). Eldgos getur hafist aftur í Kötlu án mikils fyrirvara eða viðvörunnar. Óróinn er einnig mjög óljós vegna jökulhlaupsins. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw2,9. Þegar þessi grein er skrifuð.

Rauðir punktar í öskju Kötlu sem sýnir jarðskjálftavirknina síðustu klukkutímana.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu síðustu klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróagraf frá Veðurstofunni sem sýnir hækkun á óróanum í dag (27-Júlí 2024) og hvernig hann einnig lækkar snögglega.
Óróinn í Austmannsbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jökulflóðið er ennþá í gangi og verður í gangi næstu klukkutímana. Svæðið í kringum Mýrdalsjökul er hættulegt vegna þess.

Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum

Í dag (5-Júlí 2024) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 07:17 og fannst í Reykjavík og á nálægum svæðum.

Græn stjarna sem sýnir stærsta jarðskjálftann á vestanverðu kortinu og síðan appelsínugulir punktar sem sýna litla jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftahrinan í Brennisteinsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Þessi jarðskjálftahrina gæti alltaf byrjað aftur, þar sem jarðskjálftavirkni er mjög algeng þarna.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Presthnúkar

Í gær (3-Júlí 2024) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Presthnúkar. Stærsti jarðskjálftinn sem varð í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,3. Samkvæmt fréttum, þá fannst sá jarðskjálfti á nálægum ferðamannasvæðum.

Græn stjarna þar sem stærsti jarðskjálftinn varð í eldstöðinni Presthnúkar, þá í norðanveðri eldstöðinni. Punktar sýna minni jarðskjálfta þarna á sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Presthnúkar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verða ekki margar jarðskjálftahrinur á þessu svæði. Á þessari stundu reikna ég ekki með frekari virkni í þessari eldstöð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist einnig vera lokið.

Lítil jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum nærri Bláfjallaskála

Í gær (25-Júní 2024) klukkan 17:07 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Brennisteinsfjöllum á svæði nærri Bláfjallarskála. Nærri skíðasvæðinu sem er þarna.

Græn stjarna þar sem jarðskjálftinn varð í Brennisteinsfjöllum við Bláfjallarskála. Það eru minni punktar sem sína minni jarðskjálfta sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðustu 48 klukkutíma.
Jarðskjálftinn í Brennisteinsfjöllum við Bláfjallarskála. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu á sama svæði. Það hefur aftur dregið úr þessari virkni á þessu svæði.