Jarðskjálftavirkni í Torfajökli

jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 varð í eldstöðinni Torfajökli klukkan 02:42, einnig varð jarðskjálfti með stærðina Mw2,5 klukkan 03:12 þann 20. Desember 2025. Eftir að þessir jarðskjálftar urðu. Þá hefur ekki orðið nein frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði í Torfajökli.

Græn stjarna í eldstöðinni Torfajökli. Norðan við Mýrdalsjökul.
Græn stjarna í eldstöðinni Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að útiloka að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni. Slæmt veður gæti komið í veg fyrir að þeir jarðskjálftar mælist. Þar sem veðurspáin er slæm fyrir næstu daga.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum

Í dag (06. Desember 2025) klukkan 10:10 og 10:13 urðu jarðskjálftar með stærðina Mw3,1 og Mw4,0. Það urðu nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á sama svæði.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í eldstöðinni Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli.
Tvær grænar stjörnur í eldstöðinni Hamarinn í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið nein önnur virkni í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróagröfum. Ég reikna ekki með frekari virkni á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð.