Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Aðfaranótt 20. Júlí 2025 klukkan 02:55 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Græn stjarna austan við Kleifarvatn. Auk blárra punkta sem sýna minni jarðskjálfta í eldstöðinni Krýsuvík.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er jarðskjálfti sem vegna spennu í jarðskorpunni á svæðinu. Þetta er mögulega aðlögun í jarðskorpunni vegna spennubreytinga sem fylgja eldgosinu í eldstöðinni í Svartsengi. Þar sem eldgosið í Svartsengi veldur því að eldstöðin lækkar og það kemur af stað spennubreytingum í jarðskorpunni. Það er að sjá að þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.